Hunsuðu lög um ríkisábyrgðir vegna Vaðlaheiðarganga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2015 12:22 Frá gerð Vaðlaheiðarganga. Vísir/Auðunn Með því að víkja frá skilyrðum um ríkisábyrgðir vegna lána til félagsins Vaðlaheiðarganga, sem sér um gerð samnefndra jarðganga, var sú grunnregla laga um ríkisábyrgð, sem á að fyrirbyggja að ríkissjóður taki of mikla áhættu, gerð óvirk. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar en stofnunin birti í dag nýja skýrslu þar sem fjallað er um ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs. Í skýrslunni segir meðal annars að ætla mætti að ef fulltrúum Ríkisábyrgðasjóðs hefði verið falið að meta tryggingarnar sem félagið Vaðlaheiðargöng kom með fyrir ríkisábyrgðinni, líkt og lög um ríkisábyrgðir gera ráð fyrir, hefði ekki orðið af lánveitingu til fyrirtækisins, enda hafi fulltrúar sjóðsins lýst þeirri afstöðu, þegar eftir því var leitað, að þeir teldu tryggingarnar ófullnægjandi. Að mati sjóðsins var afar ólíklegt að hægt yrði að „endurfjármagna lánið án ríkisábyrgðar með þeim lánskjörum að verkefnið stæði undir sér.“ Því væru litlar líkur á því að ríkissjóður fengi lánið endurgreitt heldur myndi hann áfram vera bundinn „með það fjármagn sem veita ætti til framkvæmdarinnar.“ Samkvæmt lögum sem heimiluðu gerð Vaðlaheiðarganga, sem samþykkt voru 2012, og þær ríkisábyrgðir sem samþykktar voru vegna lána til félagsins sem stendur að gerð jarðganganna, áttu lög um ríkisábyrgðir að gilda um lánið. Þó var undanskilið ákvæði í lögunum sem segir til að um félagið sem ríkið gengur í ábyrgð fyrir skuli leggja fram að minnsta kosti 20 prósent af heildarfjárþörf verkefnisins. Auk þess var undanskilið ákvæði sem segir til um að ábyrgð ríkissjóðs skuli ekki nema hærra hlutfalli en 75 prósent af lánsfjárþörf verkefnisins. Ríkisendurskoðun telur að tilgangur þess að víkja frá þessum skilyrðum hafi verið að heimila lán sem næmi 100 prósent af lánsfjárþörf vegna Vaðlaheiðarganga. Ríkiendurskoðun varar við slíku verklagi og hvetur fjármála-og efnahagsráðuneytið til að hafa tilgang og markmið laga um ríkisábyrgðir „ávallt að leiðarljósi þegar það leggur fram tillögur um ríkisábyrgðir eða endurlán.“ Sjá má skýrslu Ríkisendurskoðunar í heild sinni hér. Alþingi Tengdar fréttir Vatnið hitnar í Vaðlaheiðargöngum Heitavatnsrennslið í Vaðlaheiðargöngum vestanverðum er stöðugt og hefur hiti vatnsins náð 63 gráðum. Þegar stóra vatnsæðin kom í ljós síðasta sumar var vatnið um 43 gráður og runnu þá um 350 lítrar á sekúndu úr stafni ganganna. Enn er of mikið kaldavatnsrennsli austanmegin í göngunum til að geta hafið gangagröft þar. 31. ágúst 2015 08:00 Vaðlaheiðargöng hálfnuð Búið er að sprengja helming Vaðlaheiðarganga, milli Fnjóskadals og Eyjafjarðar. 9. febrúar 2015 07:45 Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00 Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01 Ná ekki að loka stóru sprungunni í Vaðlaheiðargöngum Vatnið sem kemur úr sprungunni verður leitt út úr göngunum í rörum. 13. desember 2014 08:45 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Með því að víkja frá skilyrðum um ríkisábyrgðir vegna lána til félagsins Vaðlaheiðarganga, sem sér um gerð samnefndra jarðganga, var sú grunnregla laga um ríkisábyrgð, sem á að fyrirbyggja að ríkissjóður taki of mikla áhættu, gerð óvirk. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar en stofnunin birti í dag nýja skýrslu þar sem fjallað er um ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs. Í skýrslunni segir meðal annars að ætla mætti að ef fulltrúum Ríkisábyrgðasjóðs hefði verið falið að meta tryggingarnar sem félagið Vaðlaheiðargöng kom með fyrir ríkisábyrgðinni, líkt og lög um ríkisábyrgðir gera ráð fyrir, hefði ekki orðið af lánveitingu til fyrirtækisins, enda hafi fulltrúar sjóðsins lýst þeirri afstöðu, þegar eftir því var leitað, að þeir teldu tryggingarnar ófullnægjandi. Að mati sjóðsins var afar ólíklegt að hægt yrði að „endurfjármagna lánið án ríkisábyrgðar með þeim lánskjörum að verkefnið stæði undir sér.“ Því væru litlar líkur á því að ríkissjóður fengi lánið endurgreitt heldur myndi hann áfram vera bundinn „með það fjármagn sem veita ætti til framkvæmdarinnar.“ Samkvæmt lögum sem heimiluðu gerð Vaðlaheiðarganga, sem samþykkt voru 2012, og þær ríkisábyrgðir sem samþykktar voru vegna lána til félagsins sem stendur að gerð jarðganganna, áttu lög um ríkisábyrgðir að gilda um lánið. Þó var undanskilið ákvæði í lögunum sem segir til að um félagið sem ríkið gengur í ábyrgð fyrir skuli leggja fram að minnsta kosti 20 prósent af heildarfjárþörf verkefnisins. Auk þess var undanskilið ákvæði sem segir til um að ábyrgð ríkissjóðs skuli ekki nema hærra hlutfalli en 75 prósent af lánsfjárþörf verkefnisins. Ríkisendurskoðun telur að tilgangur þess að víkja frá þessum skilyrðum hafi verið að heimila lán sem næmi 100 prósent af lánsfjárþörf vegna Vaðlaheiðarganga. Ríkiendurskoðun varar við slíku verklagi og hvetur fjármála-og efnahagsráðuneytið til að hafa tilgang og markmið laga um ríkisábyrgðir „ávallt að leiðarljósi þegar það leggur fram tillögur um ríkisábyrgðir eða endurlán.“ Sjá má skýrslu Ríkisendurskoðunar í heild sinni hér.
Alþingi Tengdar fréttir Vatnið hitnar í Vaðlaheiðargöngum Heitavatnsrennslið í Vaðlaheiðargöngum vestanverðum er stöðugt og hefur hiti vatnsins náð 63 gráðum. Þegar stóra vatnsæðin kom í ljós síðasta sumar var vatnið um 43 gráður og runnu þá um 350 lítrar á sekúndu úr stafni ganganna. Enn er of mikið kaldavatnsrennsli austanmegin í göngunum til að geta hafið gangagröft þar. 31. ágúst 2015 08:00 Vaðlaheiðargöng hálfnuð Búið er að sprengja helming Vaðlaheiðarganga, milli Fnjóskadals og Eyjafjarðar. 9. febrúar 2015 07:45 Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00 Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01 Ná ekki að loka stóru sprungunni í Vaðlaheiðargöngum Vatnið sem kemur úr sprungunni verður leitt út úr göngunum í rörum. 13. desember 2014 08:45 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Vatnið hitnar í Vaðlaheiðargöngum Heitavatnsrennslið í Vaðlaheiðargöngum vestanverðum er stöðugt og hefur hiti vatnsins náð 63 gráðum. Þegar stóra vatnsæðin kom í ljós síðasta sumar var vatnið um 43 gráður og runnu þá um 350 lítrar á sekúndu úr stafni ganganna. Enn er of mikið kaldavatnsrennsli austanmegin í göngunum til að geta hafið gangagröft þar. 31. ágúst 2015 08:00
Vaðlaheiðargöng hálfnuð Búið er að sprengja helming Vaðlaheiðarganga, milli Fnjóskadals og Eyjafjarðar. 9. febrúar 2015 07:45
Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00
Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01
Ná ekki að loka stóru sprungunni í Vaðlaheiðargöngum Vatnið sem kemur úr sprungunni verður leitt út úr göngunum í rörum. 13. desember 2014 08:45