Þóttust vera hælisleitendur og stálu fyrir milljónir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2015 09:00 Fólkið sem búið er að vísa úr landi fyrir þjófnað nýtti sér þjónustu póstsins til að koma góssinu úr landi. Mynd/Íslandspóstur Sex karlmenn og ein kona frá Hvíta-Rússlandi voru send úr landi með endurkomubanni þann 9. október síðastliðinn vegna brota á útlendingalögum, en þau höfðu sótt um hæli hér á landi á fölskum vegabréfum og stolið vörum úr verslunum landsins fyrir nokkrar milljónir króna. Öll voru þau úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald í lok september vegna málsins og tók Útlendingastofnun í samráði við ákærusvið lögreglunnar þá ákvörðun að vísa þeim úr landi með endurkomubanni. „Við húsleit lögðum við hald á þýfi fyrir um tvær milljónir króna. Við vitum ekkert hvað það var mikils virði sem þau höfðu sent út með pósti en það var býsna mikið og ábyggilega annað eins,“ segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um málið.Áttu flugmiða heim á eigin vegabréfum Fólkið kom flest til landsins í byrjun sumars á eigin vegabréfum og sótti um hæli með öðrum vegabréfum, sem öll voru fölsuð. Þeim var úthlutað húsnæði hér á landi á meðan hælisumsókn þeirra var í ferli. „Þau komu hingað til lands í þeim tilgangi einum að stela úr búðum og selja þýfið úti. Þau voru öll með vinnu í Hvíta-Rússlandi og vissu alveg hvað þau voru að gera, enda þaulskipulagt,“ segir Benedikt en fólkið stundaði hér skipulagðan þjófnað þar til lögreglan komst á snoðir um málið í lok september. Fólkið átti flugmiða úr landi á eigin vegabréfum.Benedikt Lund ,lögreglufulltrúi, til vinstriLjótt að misnota sér eymd annarraHluta þýfisins hafði fólkið sent með pósti til Hvíta-Rússlands þar sem það var selt í netverslun þar í landi. „Konan sem var nokkuð samvinnuþýð benti okkur á netsíðu þar sem varningurinn var til sölu. Við fundum líka kvittanir frá póstinum við húsleit hjá fólkinu.“ Málið komst upp í kjölfar ábendinga frá öðrum hælisleitendum sem bjuggu í sama íbúðakjarna. Einnig hafði fólkið náðst á myndbandsupptökum í nokkrum verslunum. „Þarna voru aðrir hælisleitendur sem voru reiðir yfir þessu og létu okkur vita. Auðvitað eru flestir sem koma hingað til lands heiðarlegt fólk og það er ömurlegt hvernig þessir einstaklingar reyna að misnota sér eymd annarra,“ segir Benedikt sem telur mikilvægt að umræðan beinist ekki að slæmum afleiðingum þess að veita fólki hæli hér á landi. Frekar eigi hún að beinast að því hve ljótt það sé að misnota sér eymd annarra. Flóttamenn Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Fleiri fréttir Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Sjá meira
Sex karlmenn og ein kona frá Hvíta-Rússlandi voru send úr landi með endurkomubanni þann 9. október síðastliðinn vegna brota á útlendingalögum, en þau höfðu sótt um hæli hér á landi á fölskum vegabréfum og stolið vörum úr verslunum landsins fyrir nokkrar milljónir króna. Öll voru þau úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald í lok september vegna málsins og tók Útlendingastofnun í samráði við ákærusvið lögreglunnar þá ákvörðun að vísa þeim úr landi með endurkomubanni. „Við húsleit lögðum við hald á þýfi fyrir um tvær milljónir króna. Við vitum ekkert hvað það var mikils virði sem þau höfðu sent út með pósti en það var býsna mikið og ábyggilega annað eins,“ segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um málið.Áttu flugmiða heim á eigin vegabréfum Fólkið kom flest til landsins í byrjun sumars á eigin vegabréfum og sótti um hæli með öðrum vegabréfum, sem öll voru fölsuð. Þeim var úthlutað húsnæði hér á landi á meðan hælisumsókn þeirra var í ferli. „Þau komu hingað til lands í þeim tilgangi einum að stela úr búðum og selja þýfið úti. Þau voru öll með vinnu í Hvíta-Rússlandi og vissu alveg hvað þau voru að gera, enda þaulskipulagt,“ segir Benedikt en fólkið stundaði hér skipulagðan þjófnað þar til lögreglan komst á snoðir um málið í lok september. Fólkið átti flugmiða úr landi á eigin vegabréfum.Benedikt Lund ,lögreglufulltrúi, til vinstriLjótt að misnota sér eymd annarraHluta þýfisins hafði fólkið sent með pósti til Hvíta-Rússlands þar sem það var selt í netverslun þar í landi. „Konan sem var nokkuð samvinnuþýð benti okkur á netsíðu þar sem varningurinn var til sölu. Við fundum líka kvittanir frá póstinum við húsleit hjá fólkinu.“ Málið komst upp í kjölfar ábendinga frá öðrum hælisleitendum sem bjuggu í sama íbúðakjarna. Einnig hafði fólkið náðst á myndbandsupptökum í nokkrum verslunum. „Þarna voru aðrir hælisleitendur sem voru reiðir yfir þessu og létu okkur vita. Auðvitað eru flestir sem koma hingað til lands heiðarlegt fólk og það er ömurlegt hvernig þessir einstaklingar reyna að misnota sér eymd annarra,“ segir Benedikt sem telur mikilvægt að umræðan beinist ekki að slæmum afleiðingum þess að veita fólki hæli hér á landi. Frekar eigi hún að beinast að því hve ljótt það sé að misnota sér eymd annarra.
Flóttamenn Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Fleiri fréttir Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Sjá meira