Leggja til að fæðingarorlof verði lengt og hámarksgreiðslur hækki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. október 2015 19:20 Verði frumvarpið að lögum munu foreldrar geta varið fyrsta árinu í fæðingarorlofi með barni sínu. vísir/getty Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt til breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof þess efnis að fæðingarorlofið verði lengt og hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði verið hækkaðar. Að auki er þingflokkur Samfylkingarinnar meðflutningsmenn.Sigríður Ingibjörg Ingadóttirvísir/ernirVerði frumvarpið að veruleika mun hvort foreldri um sig fá fimm mánaða fæðingarorlof og að auki verður hægt að deila tveimur mánuðum á milli sín. Því verður fæðingarorlofið alls heilt ár. Með núverandi fyrirkomulagi fá báðir foreldrar þrjá mánuði og geta deilt þremur á milli sín. Þá er lagt til að hámarksgreiðslur í orlofi hækki úr 370.000 krónum í 500.000 krónur. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi að fullu um áramótin 2018 en að á árinu 2017 verði stigið milliskref á þann veg að hvort foreldri fái fjóra mánuði í orlof og tveimur sé skipt á milli þeirra. „Markmið þess að leggja til hækkun á hámarksfjárhæð er að virða rétt barna til samveru við báða foreldra og að jafna stöðu foreldra til þátttöku á vinnumarkaði og umönnunar barna. Afleiðingar lækkunar hámarksfjárhæðarinnar hafa verið þær að sífellt færri feður taka fæðingarorlof þar sem tekjur þeirra eru að jafnaði hærri en tekjur mæðra. Mæður eiga af eðlilegum ástæðum erfiðara með að stytta fæðingarorlofstímabil sitt þó margar þeirra lækki núorðið mikið í launum þá mánuði sem þær eru í fæðingarorlofi,” segir í greinargerð með frumvarpinu. Ekki er kveðið á um hækkun lágmarksgreiðslna eða fæðingarstyrkja sem nýtast þeim sem eru í lágu starfshlutfalli, í námi eða utan vinnumarkaðar. Þær greiðslur hækki án aðkomu Alþingis. Alþingi Tengdar fréttir Fyrirhugað að lengja fæðingarorlof vegna andvana fæðinga Frumvarp liggur fyrir á Alþingi. 17. september 2015 19:30 Hámarks orlofsgreiðsla helmingi lægri en 2008 Mjög var skorið niður hjá fæðingarorlofssjóði eftir hrun. Hámarksupphæð greiðslna hefur lítið hækkað síðan þá. Engin áform um að hækka hámark 2016. Formaður velferðarnefndar telur að feðrum sem taki orlof muni fækka áfram. 24. september 2015 07:00 Mikilvægara að hækka þak en lengja fæðingarorlofið Starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins skilar af sér skýrslu á næstunni og formaður hópsins segir mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. Hann segir málið brýnt og vonar að tillögur til breytinga verði lagðar fram strax á þessu þingi. 17. september 2015 20:00 Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50 Lengra fæðingarorlof grefur undan konum Rúmur fimmtungur karla sleppir nú fæðingarorlofi. Samfelld þróun frá hruni. 23. september 2015 07:00 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt til breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof þess efnis að fæðingarorlofið verði lengt og hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði verið hækkaðar. Að auki er þingflokkur Samfylkingarinnar meðflutningsmenn.Sigríður Ingibjörg Ingadóttirvísir/ernirVerði frumvarpið að veruleika mun hvort foreldri um sig fá fimm mánaða fæðingarorlof og að auki verður hægt að deila tveimur mánuðum á milli sín. Því verður fæðingarorlofið alls heilt ár. Með núverandi fyrirkomulagi fá báðir foreldrar þrjá mánuði og geta deilt þremur á milli sín. Þá er lagt til að hámarksgreiðslur í orlofi hækki úr 370.000 krónum í 500.000 krónur. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi að fullu um áramótin 2018 en að á árinu 2017 verði stigið milliskref á þann veg að hvort foreldri fái fjóra mánuði í orlof og tveimur sé skipt á milli þeirra. „Markmið þess að leggja til hækkun á hámarksfjárhæð er að virða rétt barna til samveru við báða foreldra og að jafna stöðu foreldra til þátttöku á vinnumarkaði og umönnunar barna. Afleiðingar lækkunar hámarksfjárhæðarinnar hafa verið þær að sífellt færri feður taka fæðingarorlof þar sem tekjur þeirra eru að jafnaði hærri en tekjur mæðra. Mæður eiga af eðlilegum ástæðum erfiðara með að stytta fæðingarorlofstímabil sitt þó margar þeirra lækki núorðið mikið í launum þá mánuði sem þær eru í fæðingarorlofi,” segir í greinargerð með frumvarpinu. Ekki er kveðið á um hækkun lágmarksgreiðslna eða fæðingarstyrkja sem nýtast þeim sem eru í lágu starfshlutfalli, í námi eða utan vinnumarkaðar. Þær greiðslur hækki án aðkomu Alþingis.
Alþingi Tengdar fréttir Fyrirhugað að lengja fæðingarorlof vegna andvana fæðinga Frumvarp liggur fyrir á Alþingi. 17. september 2015 19:30 Hámarks orlofsgreiðsla helmingi lægri en 2008 Mjög var skorið niður hjá fæðingarorlofssjóði eftir hrun. Hámarksupphæð greiðslna hefur lítið hækkað síðan þá. Engin áform um að hækka hámark 2016. Formaður velferðarnefndar telur að feðrum sem taki orlof muni fækka áfram. 24. september 2015 07:00 Mikilvægara að hækka þak en lengja fæðingarorlofið Starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins skilar af sér skýrslu á næstunni og formaður hópsins segir mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. Hann segir málið brýnt og vonar að tillögur til breytinga verði lagðar fram strax á þessu þingi. 17. september 2015 20:00 Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50 Lengra fæðingarorlof grefur undan konum Rúmur fimmtungur karla sleppir nú fæðingarorlofi. Samfelld þróun frá hruni. 23. september 2015 07:00 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Fyrirhugað að lengja fæðingarorlof vegna andvana fæðinga Frumvarp liggur fyrir á Alþingi. 17. september 2015 19:30
Hámarks orlofsgreiðsla helmingi lægri en 2008 Mjög var skorið niður hjá fæðingarorlofssjóði eftir hrun. Hámarksupphæð greiðslna hefur lítið hækkað síðan þá. Engin áform um að hækka hámark 2016. Formaður velferðarnefndar telur að feðrum sem taki orlof muni fækka áfram. 24. september 2015 07:00
Mikilvægara að hækka þak en lengja fæðingarorlofið Starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins skilar af sér skýrslu á næstunni og formaður hópsins segir mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. Hann segir málið brýnt og vonar að tillögur til breytinga verði lagðar fram strax á þessu þingi. 17. september 2015 20:00
Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. 15. september 2015 09:50
Lengra fæðingarorlof grefur undan konum Rúmur fimmtungur karla sleppir nú fæðingarorlofi. Samfelld þróun frá hruni. 23. september 2015 07:00