Fast skotið á Sigmund vegna afnáms verðtryggingarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 21. október 2015 16:56 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir gaf það í skyn að fregnirnar sem Bjarni Benediktsson greindi frá í morgun um mögulega uppstokkun á samstarfi stjórnarflokkanna, væru mögulega stærri en látið er að en sagði Sigmund Davíð í það minnsta ennþá forsætisráðherra. Vísir/Stefán/GVA Það var fast skotið á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Alþingi í dag vegna afnáms verðtryggingarinnar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kvað sér hljóðs í umræðum um störf þingsins þar sem hún ítrekaði beiðni sína um að fá sérstaka umræðu um stöðuna á vinnu við afnám verðtryggingarinnar við forsætisráðherrann. Sagði Sigríður Ingibjörg meðal annars að fréttirnar, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, boðaði í morgun um að mögulega verði gerðar breytingar á samstarfi stjórnarflokkanna á næstu sex mánuðum, væru mögulega stærri en hann gaf til kynna og sagði að forsætisráðherra færi að minnsta kosti enn með verkstjórn í ríkisstjórninni. Sigríður Ingibjörg lagði beiðnina fram í febrúar síðastliðnum. „Ég lagði hana fram aftur nú í haust en hann hefur aldrei viljað taka þessa umræðu við mig. Þau rök að málið sé á borði fjármálaráðherra blæs ég á og neita að hlusta á þau. Það er forsætisráðherra sem fer með verkstjórnarvaldið í þessari ríkisstjórn. Þetta er stefnumál ríkisstjórnar hans, þetta er eitt hans stærsta kosningaloforð og það er sérstaklega furðulegt að fylgjast með hvernig Framsóknarflokkurinn er að hlaupast undan ábyrgð á þessu loforði sínu og búinn að setja það í hendurnar á samstarfsflokknum sem er á móti afnámi verðtryggingarinnar,“ sagði Sigríður.Björgvin G. Sigurðssonvísir/antonSagði Sigmund sitja í stóli forsætisráðherra vegna þessa loforðs Töluverður hiti var á meðal þingmanna. Stjórnarandstaðan sagði Sigmund Davíð hafa svikið þetta stærsta kosningaloforð sitt. Björgvin G. Sigurðsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagðist muna eftir því frá því í kosningabaráttunni árið 2013 að frambjóðendur Framsóknarflokksins hefðu lofað tafarlausu afnámi verðtryggingarinnar strax eftir kosningar. Fullyrti Björgvin að Sigmundur sæti í stóli forsætisráðherra vegna þessa loforðs sem enn hefur ekki verið efnt nú þegar kjörtímabilið er hálfnað. Þingmenn Framsóknarflokksins fóru í pontu á bentu á að þeir væru ekki hræddir við að ræða afnám verðtryggingarinnar. Blésu þeir á þær fullyrðingar stjórnarandstöðunnar að flokkurinn hefði svikið þetta loforð, kjörtímabilið væri aðeins hálfnað og því nægur tími til stefnu.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Píratavísir/vilhelmSagðist hafa skilning á stöðu Sigmundar Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði þingmenn Framsóknarflokksins gera lítið úr sér með því að segja stjórnarandstöðunni að spyrja að leikslokum í þessu máli. Þá sagði hann forsætisráðherra gera lítið úr sér með því að þora ekki að taka umræðuna. Helgi Hrafn sagðist reyndar hafa skilning á stöðu Sigmundar, því sjálfur myndi hann ekki þora að taka þessa umræðu ef hann hefði gefið þetta loforð. Sigríður Ingibjörg steig aftur upp í pontu og sagðist fagna því að þingmenn Framsóknarflokksins væru reiðubúnir að ræða afnám verðtryggingarinnar. „En ósk mín er að tala við formann Framsóknarflokksins sem er hæstvirtur forsætisráðherra um afnám verðtryggingarinnar. Það vil ég gera því þetta var eitt stærsta kosningaloforð hans og flokksins fyrir kosningar um að afnema skyldi verðtryggingu að loknum kosningum,“ sagði Sigríður Ingibjörg. Hún vitnaði því næst í viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í Morgunútvarpi Rásar 2 þar sem hann sagði að það komi vel til greina að breytingar verði gerðar á samstarfi stjórnarflokkanna á næstu sex mánuðum. Sigríður Ingibjörg gaf það í skyn að mögulega yrði Sigmundur Davíð ekki forsætisráðherra lengur þegar kjörtímabilið er afstaðið. „Maður fer að velta því fyrir sér hvort fréttirnar frá því í morgun séu stærri en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gaf í skyn, kannski er verið að fara í einhver stólaskipti í ríkisstjórninni. Hæstvirtur forsætisráðherra fer að minnsta kosti enn með verkstjórn í ríkisstjórn Íslands.“ Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagði að svar frá forsætisráðherra liggja fyrir og forseti Alþingis hefði komið á framfæri. Forsætisráðherra líti svo á að málið sé á borði fjármálaráðherra, um það hafi verið tekin ákvörðun á sínum tíma að færa málið til frekari úrvinnslu í fjármálaráðuneytinu. Alþingi Tengdar fréttir Óttast að verðbólgubál verði til að verðtryggingin verði ekki afnumin Forsætisráðherra fór um víðan völl í viðtali við Reykjavík síðdegis. Hann ræddi tertur, mikilvægi kaupmátts, óánægju stjórnarandstöðunnar og lagði áherslu á að aðkoma ríkisins í vinnulaunadeilu styrki ekki stöðu eins hóps á kostnað annarra. 13. maí 2015 19:51 Oddvitar ósamstíga um afnám verðtryggingar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir unnið að afnámi verðtryggingar. Bjarni Benediktsson segir að ekki standi til að afnema verðtryggingu. 23. apríl 2015 00:01 „Er Sigmundur Davíð að éta köku enn eina ferðina?“ Forsætisráðherra sagður á hröðum flótta undan öllu tali um afnám verðtryggingar. 13. október 2015 14:18 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Það var fast skotið á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Alþingi í dag vegna afnáms verðtryggingarinnar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kvað sér hljóðs í umræðum um störf þingsins þar sem hún ítrekaði beiðni sína um að fá sérstaka umræðu um stöðuna á vinnu við afnám verðtryggingarinnar við forsætisráðherrann. Sagði Sigríður Ingibjörg meðal annars að fréttirnar, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, boðaði í morgun um að mögulega verði gerðar breytingar á samstarfi stjórnarflokkanna á næstu sex mánuðum, væru mögulega stærri en hann gaf til kynna og sagði að forsætisráðherra færi að minnsta kosti enn með verkstjórn í ríkisstjórninni. Sigríður Ingibjörg lagði beiðnina fram í febrúar síðastliðnum. „Ég lagði hana fram aftur nú í haust en hann hefur aldrei viljað taka þessa umræðu við mig. Þau rök að málið sé á borði fjármálaráðherra blæs ég á og neita að hlusta á þau. Það er forsætisráðherra sem fer með verkstjórnarvaldið í þessari ríkisstjórn. Þetta er stefnumál ríkisstjórnar hans, þetta er eitt hans stærsta kosningaloforð og það er sérstaklega furðulegt að fylgjast með hvernig Framsóknarflokkurinn er að hlaupast undan ábyrgð á þessu loforði sínu og búinn að setja það í hendurnar á samstarfsflokknum sem er á móti afnámi verðtryggingarinnar,“ sagði Sigríður.Björgvin G. Sigurðssonvísir/antonSagði Sigmund sitja í stóli forsætisráðherra vegna þessa loforðs Töluverður hiti var á meðal þingmanna. Stjórnarandstaðan sagði Sigmund Davíð hafa svikið þetta stærsta kosningaloforð sitt. Björgvin G. Sigurðsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagðist muna eftir því frá því í kosningabaráttunni árið 2013 að frambjóðendur Framsóknarflokksins hefðu lofað tafarlausu afnámi verðtryggingarinnar strax eftir kosningar. Fullyrti Björgvin að Sigmundur sæti í stóli forsætisráðherra vegna þessa loforðs sem enn hefur ekki verið efnt nú þegar kjörtímabilið er hálfnað. Þingmenn Framsóknarflokksins fóru í pontu á bentu á að þeir væru ekki hræddir við að ræða afnám verðtryggingarinnar. Blésu þeir á þær fullyrðingar stjórnarandstöðunnar að flokkurinn hefði svikið þetta loforð, kjörtímabilið væri aðeins hálfnað og því nægur tími til stefnu.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Píratavísir/vilhelmSagðist hafa skilning á stöðu Sigmundar Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði þingmenn Framsóknarflokksins gera lítið úr sér með því að segja stjórnarandstöðunni að spyrja að leikslokum í þessu máli. Þá sagði hann forsætisráðherra gera lítið úr sér með því að þora ekki að taka umræðuna. Helgi Hrafn sagðist reyndar hafa skilning á stöðu Sigmundar, því sjálfur myndi hann ekki þora að taka þessa umræðu ef hann hefði gefið þetta loforð. Sigríður Ingibjörg steig aftur upp í pontu og sagðist fagna því að þingmenn Framsóknarflokksins væru reiðubúnir að ræða afnám verðtryggingarinnar. „En ósk mín er að tala við formann Framsóknarflokksins sem er hæstvirtur forsætisráðherra um afnám verðtryggingarinnar. Það vil ég gera því þetta var eitt stærsta kosningaloforð hans og flokksins fyrir kosningar um að afnema skyldi verðtryggingu að loknum kosningum,“ sagði Sigríður Ingibjörg. Hún vitnaði því næst í viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í Morgunútvarpi Rásar 2 þar sem hann sagði að það komi vel til greina að breytingar verði gerðar á samstarfi stjórnarflokkanna á næstu sex mánuðum. Sigríður Ingibjörg gaf það í skyn að mögulega yrði Sigmundur Davíð ekki forsætisráðherra lengur þegar kjörtímabilið er afstaðið. „Maður fer að velta því fyrir sér hvort fréttirnar frá því í morgun séu stærri en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gaf í skyn, kannski er verið að fara í einhver stólaskipti í ríkisstjórninni. Hæstvirtur forsætisráðherra fer að minnsta kosti enn með verkstjórn í ríkisstjórn Íslands.“ Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagði að svar frá forsætisráðherra liggja fyrir og forseti Alþingis hefði komið á framfæri. Forsætisráðherra líti svo á að málið sé á borði fjármálaráðherra, um það hafi verið tekin ákvörðun á sínum tíma að færa málið til frekari úrvinnslu í fjármálaráðuneytinu.
Alþingi Tengdar fréttir Óttast að verðbólgubál verði til að verðtryggingin verði ekki afnumin Forsætisráðherra fór um víðan völl í viðtali við Reykjavík síðdegis. Hann ræddi tertur, mikilvægi kaupmátts, óánægju stjórnarandstöðunnar og lagði áherslu á að aðkoma ríkisins í vinnulaunadeilu styrki ekki stöðu eins hóps á kostnað annarra. 13. maí 2015 19:51 Oddvitar ósamstíga um afnám verðtryggingar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir unnið að afnámi verðtryggingar. Bjarni Benediktsson segir að ekki standi til að afnema verðtryggingu. 23. apríl 2015 00:01 „Er Sigmundur Davíð að éta köku enn eina ferðina?“ Forsætisráðherra sagður á hröðum flótta undan öllu tali um afnám verðtryggingar. 13. október 2015 14:18 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Óttast að verðbólgubál verði til að verðtryggingin verði ekki afnumin Forsætisráðherra fór um víðan völl í viðtali við Reykjavík síðdegis. Hann ræddi tertur, mikilvægi kaupmátts, óánægju stjórnarandstöðunnar og lagði áherslu á að aðkoma ríkisins í vinnulaunadeilu styrki ekki stöðu eins hóps á kostnað annarra. 13. maí 2015 19:51
Oddvitar ósamstíga um afnám verðtryggingar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir unnið að afnámi verðtryggingar. Bjarni Benediktsson segir að ekki standi til að afnema verðtryggingu. 23. apríl 2015 00:01
„Er Sigmundur Davíð að éta köku enn eina ferðina?“ Forsætisráðherra sagður á hröðum flótta undan öllu tali um afnám verðtryggingar. 13. október 2015 14:18