Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli Sæunn Gísladóttir skrifar 21. október 2015 07:00 Telati-fjölskyldunni frá Albaníu var synjað um hæli hér á landi á föstudaginn. vísir/gva Ólíklegt er að Telati-fjölskyldan frá Albaníu komi til með að fá dvalarleyfi hér. Þar sem Albanía stendur fyrir utan EES þá njóta íbúar landsins ekki sömu ívilnana og ríkisborgarar EES, þeir geta aftur á móti sótt um dvalarleyfi hér á landi. Margs konar dvalarleyfi eru til, má þar nefna dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar, náms, atvinnu og á grundvelli mannúðar. Svo virðist sem fjölskyldan nái hins vegar ekki að uppfylla skilyrði þeirra. Fjölskyldan hefur gefið það út að hún vilji vinna hörðum höndum og eignast gott líf á Íslandi. „Við viljum gjarnan vinna hörðum höndum og sjá um okkur sjálf. Við þurfum ekki endilega hæli eða styrk frá ríkinu, bara tækifæri til að búa okkur sjálf til líf í landinu,“ sagði Aleka Telati í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku. Á dögunum buðust báðum foreldrunum störf hjá Gló. Ólíklegt er hins vegar að atvinnutilboðið dugi til að fá dvalarleyfi. Hægt er að fá dvalarleyfi á grundvelli atvinnu ef einstaklingur er sérfræðingur, atvinnumaður í íþróttum eða ef ríkir skortur á vinnuafli. Hjónin eru ekki með sérfræðiþekkingu til að fá dvalarleyfi á grundvelli hennar. Hins vegar gætu þau mögulega fengið leyfi vegna skorts á vinnuafli sem ríkir í þjónustugeiranum. Fyrir hrun voru þess háttar dvalarleyfi algeng. „Ef það er skortur á vinnuafli getur fólk sótt um slík leyfi, og það fer í gegnum Vinnumálastofnun að hluta. Það þarf samt að auglýsa það innan EES fyrst,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, lögfræðingur og verkefnastjóri hælissviðs hjá Útlendingastofnun. Jafnvel ef foreldrarnir gætu fengið leyfi vegna skorts á vinnuafli er það dvalarleyfi tímabundið, auk þess gætu börnin ekki fengið að vera með þeim. „Ef þú ert sérfræðingur þá getur fjölskyldan þín fengið að vera hérna sem aðstandandi sérfræðings, en það á ekki við þegar um ræðir skort á vinnuafli,“ segir Skúli. Skúli segir mikilvægt að halda því til haga að hæliskerfið sé neyðarkerfi, það sé einungis ætlað þeim sem er ógnað í heimaríki sínu. „Það er ekki ætlað sem einhvers konar tæki til búferlaflutninga. Það er mjög mikilvægt að greina á milli þeirra sem eru í sárri neyð, annars vegar af því að líf þeirra og frelsi er í hættu, og hins vegar þeirra sem eru að leita sér að vinnu. Þú getur hvergi í heiminum gengið inn í land og fengið að vera þar eins og ekkert sé nema einhverjir gagnkvæmir samningar liggi fyrir um það. Albanía er ekkert undanskilin þessum reglum frekar en önnur ríki. Þegar fólk kemur í rauninni undir því yfirskini að sækja um vernd gegn ógnun sem virðist ekki vera fyrir hendi, þá skapast þar með enginn réttur til einhvers annars leyfis til að vera hérna, þó að það sé þungbært að snúa aftur til síns heima,“ segir Skúli. „Undanfarin ár hefur reynst mjög erfitt að fá dvalarleyfi á grundvelli atvinnu,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður með sérhæfingu í málefnum útlendinga. Hún telur að dvalarleyfi af mannúðarástæðum sé besta lausnin. „Mér fyndist einfaldast að veita þeim dvalarleyfi á grundvelli mannúðar vegna erfiðra aðstæðna heima fyrir og erfiðra aðstæðna barnanna,“ segir hún. Dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru veitt vegna heilbrigðisaðstæðna, íþyngjandi félagslegra aðstæðna í heimalandi og vegna annarra íþyngjandi ástæðna. Aðstæðurnar þurfa hins vegar að vera mjög brýnar, til dæmis mjög knýjandi heilbrigðisástæða þegar ekki er fyrir hendi heilbrigðisþjónusta í heimalandinu. Að sögn Skúla eru mjög sjaldan veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi. Flóttamenn Tengdar fréttir Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Ólíklegt er að Telati-fjölskyldan frá Albaníu komi til með að fá dvalarleyfi hér. Þar sem Albanía stendur fyrir utan EES þá njóta íbúar landsins ekki sömu ívilnana og ríkisborgarar EES, þeir geta aftur á móti sótt um dvalarleyfi hér á landi. Margs konar dvalarleyfi eru til, má þar nefna dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar, náms, atvinnu og á grundvelli mannúðar. Svo virðist sem fjölskyldan nái hins vegar ekki að uppfylla skilyrði þeirra. Fjölskyldan hefur gefið það út að hún vilji vinna hörðum höndum og eignast gott líf á Íslandi. „Við viljum gjarnan vinna hörðum höndum og sjá um okkur sjálf. Við þurfum ekki endilega hæli eða styrk frá ríkinu, bara tækifæri til að búa okkur sjálf til líf í landinu,“ sagði Aleka Telati í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku. Á dögunum buðust báðum foreldrunum störf hjá Gló. Ólíklegt er hins vegar að atvinnutilboðið dugi til að fá dvalarleyfi. Hægt er að fá dvalarleyfi á grundvelli atvinnu ef einstaklingur er sérfræðingur, atvinnumaður í íþróttum eða ef ríkir skortur á vinnuafli. Hjónin eru ekki með sérfræðiþekkingu til að fá dvalarleyfi á grundvelli hennar. Hins vegar gætu þau mögulega fengið leyfi vegna skorts á vinnuafli sem ríkir í þjónustugeiranum. Fyrir hrun voru þess háttar dvalarleyfi algeng. „Ef það er skortur á vinnuafli getur fólk sótt um slík leyfi, og það fer í gegnum Vinnumálastofnun að hluta. Það þarf samt að auglýsa það innan EES fyrst,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, lögfræðingur og verkefnastjóri hælissviðs hjá Útlendingastofnun. Jafnvel ef foreldrarnir gætu fengið leyfi vegna skorts á vinnuafli er það dvalarleyfi tímabundið, auk þess gætu börnin ekki fengið að vera með þeim. „Ef þú ert sérfræðingur þá getur fjölskyldan þín fengið að vera hérna sem aðstandandi sérfræðings, en það á ekki við þegar um ræðir skort á vinnuafli,“ segir Skúli. Skúli segir mikilvægt að halda því til haga að hæliskerfið sé neyðarkerfi, það sé einungis ætlað þeim sem er ógnað í heimaríki sínu. „Það er ekki ætlað sem einhvers konar tæki til búferlaflutninga. Það er mjög mikilvægt að greina á milli þeirra sem eru í sárri neyð, annars vegar af því að líf þeirra og frelsi er í hættu, og hins vegar þeirra sem eru að leita sér að vinnu. Þú getur hvergi í heiminum gengið inn í land og fengið að vera þar eins og ekkert sé nema einhverjir gagnkvæmir samningar liggi fyrir um það. Albanía er ekkert undanskilin þessum reglum frekar en önnur ríki. Þegar fólk kemur í rauninni undir því yfirskini að sækja um vernd gegn ógnun sem virðist ekki vera fyrir hendi, þá skapast þar með enginn réttur til einhvers annars leyfis til að vera hérna, þó að það sé þungbært að snúa aftur til síns heima,“ segir Skúli. „Undanfarin ár hefur reynst mjög erfitt að fá dvalarleyfi á grundvelli atvinnu,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður með sérhæfingu í málefnum útlendinga. Hún telur að dvalarleyfi af mannúðarástæðum sé besta lausnin. „Mér fyndist einfaldast að veita þeim dvalarleyfi á grundvelli mannúðar vegna erfiðra aðstæðna heima fyrir og erfiðra aðstæðna barnanna,“ segir hún. Dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru veitt vegna heilbrigðisaðstæðna, íþyngjandi félagslegra aðstæðna í heimalandi og vegna annarra íþyngjandi ástæðna. Aðstæðurnar þurfa hins vegar að vera mjög brýnar, til dæmis mjög knýjandi heilbrigðisástæða þegar ekki er fyrir hendi heilbrigðisþjónusta í heimalandinu. Að sögn Skúla eru mjög sjaldan veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi.
Flóttamenn Tengdar fréttir Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31
Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31