Átta mörk í ótrúlegum leik | Alfreð fékk ekkert að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2015 21:00 Roma skoraði fjögur mörk í röð en tókst samt ekki að fagna sigri í Þýskalandi í kvöld. Vísir/EPA Leikur kvöldsins í Meistaradeildinni var átta marka jafntefli Bayer Leverkusen og Roma í Þýskalandi en bæði Zenit St. Petersburg og Porto eru í góðum málum í sínum riðlum eftir sigra á heimavelli. Alfrepð Finnbogason fékk ekkert að koma við sögu þegar Olympiakos vann 1-0 útisigur á Dinamo Zagreb en það var Brown Ideye, maðurinn sem heldur Alfeð út úr liðinu sem skoraði eina mark leiksins. Zenit St. Petersburg er með fullt hús í H-riðli eftir 3-1 sigur á Lyon og nú átta stigum meira en Lyon og Gent sem eru í tveimur neðstu sætum riðilsins. Bæði Bayer Leverkusen og Roma komust tveimur mörkum yfir í ótrúlegum átta marka leik í Þýskalandi en liðin urðu á endanum að sættast á 4-4 jafntefli. Javier Hernández kom Leverkusen í 2-0 á fyrstu 19. mínútum og fékk síðan tækifæri til að skora þrennuna í fyrri hálfleik. Daniele De Rossi jafnaði metin með tveimur mörkum með átta mínútna kafla og staðan var 2-2 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum skoraði Miralem Pjanic frábært mark beint úr aukaspyrnu og varamaðurinn Iago Falque kom gestunum síðan í 2-0 á 73. mínútu eftir frábæran undirbúning Gervinho. Þjóðverjarnir gáfust hinsvegar ekki upp og mörk frá Kevin Kampl og Admir Mehmedi með aðeins tveggja mínútna millibili tryggðu Leverkusen jafntefli í þessum magnaða fótboltaleik. Porto vann 2-0 heimasigur á stigalausu liði Maccabi Tel Aviv og hefur nú tveggja stiga forskot á Dynamo Kiev og þriggja stiga forskot á Chelsea. Barcelona er með þriggja stiga forskot í E-riðli eftir 2-0 sigur á útivelli á móti BATE Borisov á sama tíma og hin lið riðilsins, Bayer Leverkusen og Roma gerðu 4-4 jafntefli.Meistaradeildin - Úrslit í leikjum kvöldsins:E-riðillBATE Borisov - Barcelona 0-2 0-1 Ivan Rakitic (48.), 0-2 Ivan Rakitic (65.),Bayer Leverkusen - Roma 4-4 1-0 Javier Hernández, víti (4.), 2-0 Javier Hernández (19.), 2-1 Daniele De Rossi (30.), 2-2 Daniele De Rossi (38.), 2-3 Miralem Pjanic (54.), 2-4 Iago Falque (73.), 3-4 Kevin Kampl (84.), 4-4 Admir Mehmedi (86.),F-riðillArsenal - Bayern München 2-0 1-0 Olivier Giroud (77.), 2-0 Mesut Özil (90.+4)Dinamo Zagreb - Olympiakos 0-1 0-1 Brown Ideye (79.)G-riðillDynamo Kiev - Chelsea 0-0Porto - Maccabi Tel Aviv 2-0 1-0 Vincent Aboubakar (38.), 2-0 Yacine Brahimi (41.),H-riðilValencia - Gent 2-1 1-0 Sofiane Feghouli (15.), 1-1 Thomas Foket (40.), 2-1 Sjálfsmark (72.)Zenit St. Petersburg - Lyon 3-1 1-0 Artyom Dzyuba (3.), 1-1 Alexandre Lacazette (49.), 2-1 Hulk (57.), 3-1 Danny (83.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira
Leikur kvöldsins í Meistaradeildinni var átta marka jafntefli Bayer Leverkusen og Roma í Þýskalandi en bæði Zenit St. Petersburg og Porto eru í góðum málum í sínum riðlum eftir sigra á heimavelli. Alfrepð Finnbogason fékk ekkert að koma við sögu þegar Olympiakos vann 1-0 útisigur á Dinamo Zagreb en það var Brown Ideye, maðurinn sem heldur Alfeð út úr liðinu sem skoraði eina mark leiksins. Zenit St. Petersburg er með fullt hús í H-riðli eftir 3-1 sigur á Lyon og nú átta stigum meira en Lyon og Gent sem eru í tveimur neðstu sætum riðilsins. Bæði Bayer Leverkusen og Roma komust tveimur mörkum yfir í ótrúlegum átta marka leik í Þýskalandi en liðin urðu á endanum að sættast á 4-4 jafntefli. Javier Hernández kom Leverkusen í 2-0 á fyrstu 19. mínútum og fékk síðan tækifæri til að skora þrennuna í fyrri hálfleik. Daniele De Rossi jafnaði metin með tveimur mörkum með átta mínútna kafla og staðan var 2-2 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum skoraði Miralem Pjanic frábært mark beint úr aukaspyrnu og varamaðurinn Iago Falque kom gestunum síðan í 2-0 á 73. mínútu eftir frábæran undirbúning Gervinho. Þjóðverjarnir gáfust hinsvegar ekki upp og mörk frá Kevin Kampl og Admir Mehmedi með aðeins tveggja mínútna millibili tryggðu Leverkusen jafntefli í þessum magnaða fótboltaleik. Porto vann 2-0 heimasigur á stigalausu liði Maccabi Tel Aviv og hefur nú tveggja stiga forskot á Dynamo Kiev og þriggja stiga forskot á Chelsea. Barcelona er með þriggja stiga forskot í E-riðli eftir 2-0 sigur á útivelli á móti BATE Borisov á sama tíma og hin lið riðilsins, Bayer Leverkusen og Roma gerðu 4-4 jafntefli.Meistaradeildin - Úrslit í leikjum kvöldsins:E-riðillBATE Borisov - Barcelona 0-2 0-1 Ivan Rakitic (48.), 0-2 Ivan Rakitic (65.),Bayer Leverkusen - Roma 4-4 1-0 Javier Hernández, víti (4.), 2-0 Javier Hernández (19.), 2-1 Daniele De Rossi (30.), 2-2 Daniele De Rossi (38.), 2-3 Miralem Pjanic (54.), 2-4 Iago Falque (73.), 3-4 Kevin Kampl (84.), 4-4 Admir Mehmedi (86.),F-riðillArsenal - Bayern München 2-0 1-0 Olivier Giroud (77.), 2-0 Mesut Özil (90.+4)Dinamo Zagreb - Olympiakos 0-1 0-1 Brown Ideye (79.)G-riðillDynamo Kiev - Chelsea 0-0Porto - Maccabi Tel Aviv 2-0 1-0 Vincent Aboubakar (38.), 2-0 Yacine Brahimi (41.),H-riðilValencia - Gent 2-1 1-0 Sofiane Feghouli (15.), 1-1 Thomas Foket (40.), 2-1 Sjálfsmark (72.)Zenit St. Petersburg - Lyon 3-1 1-0 Artyom Dzyuba (3.), 1-1 Alexandre Lacazette (49.), 2-1 Hulk (57.), 3-1 Danny (83.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira