Sannað að ketillinn hefur stækkað mikið Svavar Hávarðsson skrifar 30. október 2015 06:00 Hlaupið er metið helmingi stærra en þau stærstu sem á undan því komu. vísir/vilhelm Grunur jarðvísindamanna hefur verið staðfestur um að ástæðan fyrir hinu stóra Skaftárhlaupi sem hófst fyrir réttum mánuði er veruleg stækkun á Eystri-Skaftárkatli sem liggur undir vestanverðum Vatnajökli. „Skýr merki eru um stækkun ketilsins til vesturs, austurs og suðurs,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, og bætir við að ástæður hins mjög svo stóra Skaftárhlaups liggi að mestu ljósar fyrir. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur „Vatnsborð reis með venjulegum hætti fyrst eftir síðasta hlaup á undan, sem varð sumarið 2010. En frá og með 2011 var risið hægara en áður hefur sést og eftir 2013 hefur miðjan nánast ekkert risið. Ástæðan fyrir þessu virðist vera tilfærsla á jarðhitanum, einkum til suðausturs og e.t.v. til vesturs líka. Jarðhitinn virðist ekki hafa aukist að afli til, bara færst til,“ segir Magnús Tumi og bætir við að tilfærslan hafi valdið því að bráðnun var að mestu leyti við jaðra ketilsins svo hann víkkaði án þess að hækka. „Fyrir vikið safnast meira vatn fyrir og þegar hlaupið loks kom, var það stærra en áður hefur sést úr Skaftárkötlum. Við vitum ekki hvað veldur tilfærslu jarðhitans, en það er ekkert einsdæmi að hann taki breytingum, t.d. höfum við séð mun stærri breytingar í Grímsvötnum á síðustu 70 árum.“ Magnús Tumi, ásamt samstarfsmönnum, vinnur þessa dagana úr gögnum sem fengust í rannsóknarflugi með TF-FMS, flugvél Isavia, á mánudaginn var. Verið er að draga upp kort af katlinum út frá þeim gögnum sem þá söfnuðust þar sem lagt verður mat á rúmmálsbreytingar á katlinum. Spurður hvort þessar niðurstöður taki af allan vafa um að nýr taktur sé kominn til frambúðar í hlaup úr eystri Skaftárkatli, en hlaupið nú var alla vega helmingi stærra en flóðið á undan, árið 2010, segir Magnús: „Ef þessi þróun heldur áfram þá er líklegt að í framtíðinni verði stærri hlaup með lengra millibili. En það er engu hægt að slá föstu. Við eigum eftir að skoða þetta almennilega og bera saman við fleiri gögn, t.d. eru til íssjármælingar sem gerðar voru yfir ketilinn sem geta varpað betra ljósi á þessi mál,“ segir Magnús og vísar til gagna sem var safnað í vorferð Jöklarannsóknafélagsins í vor. Fréttir af flugi Hlaup í Skaftá Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Grunur jarðvísindamanna hefur verið staðfestur um að ástæðan fyrir hinu stóra Skaftárhlaupi sem hófst fyrir réttum mánuði er veruleg stækkun á Eystri-Skaftárkatli sem liggur undir vestanverðum Vatnajökli. „Skýr merki eru um stækkun ketilsins til vesturs, austurs og suðurs,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, og bætir við að ástæður hins mjög svo stóra Skaftárhlaups liggi að mestu ljósar fyrir. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur „Vatnsborð reis með venjulegum hætti fyrst eftir síðasta hlaup á undan, sem varð sumarið 2010. En frá og með 2011 var risið hægara en áður hefur sést og eftir 2013 hefur miðjan nánast ekkert risið. Ástæðan fyrir þessu virðist vera tilfærsla á jarðhitanum, einkum til suðausturs og e.t.v. til vesturs líka. Jarðhitinn virðist ekki hafa aukist að afli til, bara færst til,“ segir Magnús Tumi og bætir við að tilfærslan hafi valdið því að bráðnun var að mestu leyti við jaðra ketilsins svo hann víkkaði án þess að hækka. „Fyrir vikið safnast meira vatn fyrir og þegar hlaupið loks kom, var það stærra en áður hefur sést úr Skaftárkötlum. Við vitum ekki hvað veldur tilfærslu jarðhitans, en það er ekkert einsdæmi að hann taki breytingum, t.d. höfum við séð mun stærri breytingar í Grímsvötnum á síðustu 70 árum.“ Magnús Tumi, ásamt samstarfsmönnum, vinnur þessa dagana úr gögnum sem fengust í rannsóknarflugi með TF-FMS, flugvél Isavia, á mánudaginn var. Verið er að draga upp kort af katlinum út frá þeim gögnum sem þá söfnuðust þar sem lagt verður mat á rúmmálsbreytingar á katlinum. Spurður hvort þessar niðurstöður taki af allan vafa um að nýr taktur sé kominn til frambúðar í hlaup úr eystri Skaftárkatli, en hlaupið nú var alla vega helmingi stærra en flóðið á undan, árið 2010, segir Magnús: „Ef þessi þróun heldur áfram þá er líklegt að í framtíðinni verði stærri hlaup með lengra millibili. En það er engu hægt að slá föstu. Við eigum eftir að skoða þetta almennilega og bera saman við fleiri gögn, t.d. eru til íssjármælingar sem gerðar voru yfir ketilinn sem geta varpað betra ljósi á þessi mál,“ segir Magnús og vísar til gagna sem var safnað í vorferð Jöklarannsóknafélagsins í vor.
Fréttir af flugi Hlaup í Skaftá Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira