Aron ánægður með hvernig Ólafur Stefánsson kemur inn í þjálfarateymið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2015 06:30 Aron Kristjánsson og Ólafur Stefánsson á æfingu íslenska liðsins fyrir Gullmótið í Noregi. Vísir/Anton Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð í öðru sæti í Gulldeildinni, fjögurra þjóða æfingamótinu í Ósló, sem lauk með úrslitaleik Íslendinga og Dana í gær. Íslenska handboltalandsliðið gerði góða hluti í fyrstu æfingaleikjum liðsins fyrir Evrópumótið í Pólland í janúar en íslensku strákarnir náðu silfurverðlaunum í Gulldeildinni, æfingamóti í Ósló, þar sem liðið vann endurkomusigur á Norðmönnum og flottan sigur á ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka. Lokaleikurinn gegn Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans tapaðist reyndar með átta marka mun í gær en það er ljóst að Aron Kristjánsson gat verið ánægður með margt í leik liðsins. „Útkoman á þessu móti er fín þótt við séum ónægðir í dag með bæði byrjunina og endinn í Danaleiknum. Mótið í heild sinni er fínt og það er búin að vera góð vinna í vikunni. Nú tekur bara við gríðarlega mikil vinna fram að EM, bæði hjá leikmönnunum sjálfum og okkur sem erum að undirbúa okkur fyrir þessa mótherja,“ sagði Aron sem vill sjá leikmenn vinna vel í sínum málum. Íslenska liðið var augljóslega bensínlaust á móti Dönum í lokaleiknum í gær og það má ekki gerast á EM í Póllandi. „Leikmennirnir þurfa að passa upp á sig og koma sér í gríðarlega gott form því álagið verður mikið á Evrópumótinu,“ sagði Aron. Hann lítur svo á að íslenska landsliðið hafi eignast tvo nýja landsliðsmenn í þeim Tandra Má Konráðssyni og Guðmundi Hólmari Helgasyni sem komu óvænt inn í liðið og spiluðu saman í miðri vörninni. Árangurinn á mótinu er því enn athyglisverðari fyrir þær sakir að íslenska liðið tefldi fram þessum nýjum mönnum í vörninni. Íslenska liðið náði að vinna ríkjandi heimsmeistara í tíunda skipti í sögunni eins og kemur fram hér á síðunni. Það voru liðin þrjú ár síðan íslenska liðið vann heimsmeistarana síðast en það var eftirminnilegur sigur á Frökkum í riðlakeppni ÓL í London 2012. Strákarnir okkar hafa einnig unnið Vestur-Þjóðverja, Júgóslava, Króata og Þjóðverja á meðan þessar þjóðir hafa borið titilinn heimsmeistari í handbolta. Íslensku markverðirnir áttu báðir góða leiki í sigurleikjunum tveimur. Björgvin Páll Gústavsson lokaði markinu á móti Norðmönnum og Aron Rafn Eðvarðsson varði mjög vel í seinni hálfleik á móti Frökkunum. Flottir seinni hálfleikir í báðum leikjum færðu íslenska liðinu góða sigra. Aron er ánægður með Ólaf Stefánsson, sem er kominn á fullt inn í þjálfarateymið með honum og Gunnari Magnússyni. „Það er frábært og teymið virkar frábærlega. Samvinna okkar þriggja þjálfaranna gengur mjög vel,“ sagði Aron sáttur með stöðu mála tveimur mánuðum fyrir EM. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ísland tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Dönum í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. 8. nóvember 2015 21:15 Aron: Erum að fá tvo nýja varnarmenn út úr þessu móti Það var nokkuð gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska handboltalandsliðsins, þegar Vísir heyrði í honum í kvöld þrátt fyrir átta marka tap á móti Dönum. 8. nóvember 2015 22:13 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð í öðru sæti í Gulldeildinni, fjögurra þjóða æfingamótinu í Ósló, sem lauk með úrslitaleik Íslendinga og Dana í gær. Íslenska handboltalandsliðið gerði góða hluti í fyrstu æfingaleikjum liðsins fyrir Evrópumótið í Pólland í janúar en íslensku strákarnir náðu silfurverðlaunum í Gulldeildinni, æfingamóti í Ósló, þar sem liðið vann endurkomusigur á Norðmönnum og flottan sigur á ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka. Lokaleikurinn gegn Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans tapaðist reyndar með átta marka mun í gær en það er ljóst að Aron Kristjánsson gat verið ánægður með margt í leik liðsins. „Útkoman á þessu móti er fín þótt við séum ónægðir í dag með bæði byrjunina og endinn í Danaleiknum. Mótið í heild sinni er fínt og það er búin að vera góð vinna í vikunni. Nú tekur bara við gríðarlega mikil vinna fram að EM, bæði hjá leikmönnunum sjálfum og okkur sem erum að undirbúa okkur fyrir þessa mótherja,“ sagði Aron sem vill sjá leikmenn vinna vel í sínum málum. Íslenska liðið var augljóslega bensínlaust á móti Dönum í lokaleiknum í gær og það má ekki gerast á EM í Póllandi. „Leikmennirnir þurfa að passa upp á sig og koma sér í gríðarlega gott form því álagið verður mikið á Evrópumótinu,“ sagði Aron. Hann lítur svo á að íslenska landsliðið hafi eignast tvo nýja landsliðsmenn í þeim Tandra Má Konráðssyni og Guðmundi Hólmari Helgasyni sem komu óvænt inn í liðið og spiluðu saman í miðri vörninni. Árangurinn á mótinu er því enn athyglisverðari fyrir þær sakir að íslenska liðið tefldi fram þessum nýjum mönnum í vörninni. Íslenska liðið náði að vinna ríkjandi heimsmeistara í tíunda skipti í sögunni eins og kemur fram hér á síðunni. Það voru liðin þrjú ár síðan íslenska liðið vann heimsmeistarana síðast en það var eftirminnilegur sigur á Frökkum í riðlakeppni ÓL í London 2012. Strákarnir okkar hafa einnig unnið Vestur-Þjóðverja, Júgóslava, Króata og Þjóðverja á meðan þessar þjóðir hafa borið titilinn heimsmeistari í handbolta. Íslensku markverðirnir áttu báðir góða leiki í sigurleikjunum tveimur. Björgvin Páll Gústavsson lokaði markinu á móti Norðmönnum og Aron Rafn Eðvarðsson varði mjög vel í seinni hálfleik á móti Frökkunum. Flottir seinni hálfleikir í báðum leikjum færðu íslenska liðinu góða sigra. Aron er ánægður með Ólaf Stefánsson, sem er kominn á fullt inn í þjálfarateymið með honum og Gunnari Magnússyni. „Það er frábært og teymið virkar frábærlega. Samvinna okkar þriggja þjálfaranna gengur mjög vel,“ sagði Aron sáttur með stöðu mála tveimur mánuðum fyrir EM.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ísland tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Dönum í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. 8. nóvember 2015 21:15 Aron: Erum að fá tvo nýja varnarmenn út úr þessu móti Það var nokkuð gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska handboltalandsliðsins, þegar Vísir heyrði í honum í kvöld þrátt fyrir átta marka tap á móti Dönum. 8. nóvember 2015 22:13 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ísland tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Dönum í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. 8. nóvember 2015 21:15
Aron: Erum að fá tvo nýja varnarmenn út úr þessu móti Það var nokkuð gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska handboltalandsliðsins, þegar Vísir heyrði í honum í kvöld þrátt fyrir átta marka tap á móti Dönum. 8. nóvember 2015 22:13