Parísarför borgarinnar eykur loftlagsvandann Kristján már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2015 09:55 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við rætur Snæfellsjökuls. Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, í tilefni af frétt Eyjunnar í gær um að tólf manns muni fara út á vegum Reykjavíkurborgar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í byrjun næsta mánaðar. Haraldur, sem er einn af kunnustu jarðvísindamönnum þjóðarinnar, hefur birt fjölda pistla um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar á heimasíðu sinni og hann spyr: „Hvaða vit hafa oddvitar borgarstjórnarflokkanna á loftslagsbreytingum yfirleitt?“ Hann segir rausnarlegt af borginni að senda tólf manns til Parísar: „Ókeypis flug, fínt hótel, kokkteill, gaman, gaman! Þeir geta gert jólainnkaupin um leið í fínustu magazínum Parísar,“ segir Haraldur. „En bíðum nú við: hvað gerist ef allar borgir jarðar með 120 þúsund íbúa og fleiri senda álíka sendinefnd til Parísar? Einn fulltrúa á hverja tíu þúsund borgara jarðar? Er pláss fyrir milljón manns á fundinum? Og svo í viðbót kemur sendinefndin frá ráðuneytunum og umhverfisstofnunum,“ segir Haraldur Sigurðsson. Í frétt Eyjunnar í gær kom fram að oddvitar allra borgarstjórnarflokkanna muni sækja ráðstefnuna, þau Dagur B. Eggertsson borgarstjóri; Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar; S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar; Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata; Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, starfandi oddviti Framsóknar og flugvallarvina. Auk borgarfulltrúanna sex fari einnig út þau Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, og Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á vegum umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Þá fari einnig út á vegum borgarinnar þau Ellý Katrín Guðmundsdóttir borgarritari, Ólöf Örvarsdóttir, sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, Hrönn Hrafnsdóttir, sérfræðingur í loftslagsmálum, og Pétur Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra. Kostnaður á hvern fulltrúa vegna ferðarinnar er sagður vera um það bil 260.000 krónur og heildarkostnaður vegna ferðarinnar því 3.120.000 krónur. Loftslagsmál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, í tilefni af frétt Eyjunnar í gær um að tólf manns muni fara út á vegum Reykjavíkurborgar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í byrjun næsta mánaðar. Haraldur, sem er einn af kunnustu jarðvísindamönnum þjóðarinnar, hefur birt fjölda pistla um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar á heimasíðu sinni og hann spyr: „Hvaða vit hafa oddvitar borgarstjórnarflokkanna á loftslagsbreytingum yfirleitt?“ Hann segir rausnarlegt af borginni að senda tólf manns til Parísar: „Ókeypis flug, fínt hótel, kokkteill, gaman, gaman! Þeir geta gert jólainnkaupin um leið í fínustu magazínum Parísar,“ segir Haraldur. „En bíðum nú við: hvað gerist ef allar borgir jarðar með 120 þúsund íbúa og fleiri senda álíka sendinefnd til Parísar? Einn fulltrúa á hverja tíu þúsund borgara jarðar? Er pláss fyrir milljón manns á fundinum? Og svo í viðbót kemur sendinefndin frá ráðuneytunum og umhverfisstofnunum,“ segir Haraldur Sigurðsson. Í frétt Eyjunnar í gær kom fram að oddvitar allra borgarstjórnarflokkanna muni sækja ráðstefnuna, þau Dagur B. Eggertsson borgarstjóri; Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar; S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar; Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata; Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, starfandi oddviti Framsóknar og flugvallarvina. Auk borgarfulltrúanna sex fari einnig út þau Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, og Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á vegum umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Þá fari einnig út á vegum borgarinnar þau Ellý Katrín Guðmundsdóttir borgarritari, Ólöf Örvarsdóttir, sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, Hrönn Hrafnsdóttir, sérfræðingur í loftslagsmálum, og Pétur Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra. Kostnaður á hvern fulltrúa vegna ferðarinnar er sagður vera um það bil 260.000 krónur og heildarkostnaður vegna ferðarinnar því 3.120.000 krónur.
Loftslagsmál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira