Aron: Mikill sigurvilji í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2015 21:54 Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Vísir/Getty Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var ánægður eftir eins marks endurkomu sigur íslensku strákanna á Noregi í kvöld á æfingamótinu í Osló. Íslensku strákarnir unnu síðustu ellefu mínútur leiksins 7-2 og tryggðu sér nauman sigur. Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í markinu en hann varði alls 24 skot í leiknum. „Það var mikill sigurvilji í liðinu og karakter að ná að snúa þessu við og klára þetta. Við vorum lengi vel í erfiðleikum með hraðaupphlaupin þeirra og vorum að klúðra nokkrum ágætis færum. Við hefðum því getað verið nær þeim," sagði Aron og hann hrósaði Björgvini. „Þetta var frábær markvarsla hjá honum og gríðarlega góð frammistaða í lokin," sagði Aron. Björgvin Páll varði 7 af síðustu 9 skotum Norðmanna í leiknum í kvöld. Íslenska liðið er með Noregi í riðli á EM í Póllandi í upphafi næsta árs og það hafði sín áhrif á þennan leik. „Það var erfitt fyrir bæði lið að vera í þeirri stöðu en það er gott að vinna ekki síst andlega. Við höfum oft í gegnum tíðina verið undir á móti þeim en náð að klára þetta í lokin," sagði Aron en hann segir Norðmenn vera í sókn. „Síðast þegar við mættum þeim þá unnum við frekar sannfærandi á EM í Danmörku en Norðmenn eru gríðarlega sterkir í dag. Þeir eru með mjög vel mannað lið, vel skipulagðir og vel þjálfaðir. Þeir eru flottir," sagði Aron. „Það er frábært að ná að vinna. Það er líka ánægjulegt að sjá að miðjuvörnina halda eins og hún hélt í leiknum. Það er alltaf hægt að finna einhvern atriði enda fara menn ekki á tveimur æfingum fullskapaðir inn í leik. Þeir voru að standa sig fínt sem var mjög gott," sagði Aron. „Það voru aðallega hraðaupphlaupin þeirra sem voru að valda okkur vandræðum því það var mjög erfitt fyrir okkur að skipta tveimur leikmönnum milli varnar og sóknar. Þegar við fækkuðum skiptingum og fengum Tandra aðeins inn í sóknina þá gerði það aðeins lífið auðveldara að hlaupa til baka," sagði Aron. „Við þurfum að fá fleiri leikmenn sem geta spilað vörn og sókn og helst miðjuna í vörninni," sagði Aron. Aron Pálmarsson skoraði sex af fyrstu sjö mörkum íslenska liðsins í leiknum en svo fékk hann meiri hjálp þegar leið á leikinn. „Rúnar (Kárason) kom sterkur inn af bekknum og Kári (Kristjánsson) líka. Það var mjög gott," sagði Aron. Framundan eru síðan leikir við Frakkland og Danmörku um helgina og það verður þungur róður á móti tveimur af bestum handboltalandsliðum í heimi. „Þetta snýst um það hjá okkur að taka bara eitt skref í einu. Við ætlum að bæta okkar leik í hverjum leik á þessu móti. Nú eru tveir gríðarlega erfiðir leikir eftir við heimsmeistara Frakka og Dani," sagði Aron. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Peningurinn sem fer í handboltaliðið er bara dropi í hafið hjá þeim Róbert Gunnarsson hefur mátt sætta sig við mikla bekkjarsetu hjá dýrasta handboltaliði sögunnar í vetur. Hann reynir að vera jákvæður þrátt fyrir mótlætið. Mikið hefur breyst hjá félaginu síðan hann kom. 4. nóvember 2015 06:00 Snorri Steinn fer ekki með til Noregs - 18 manna hópurinn klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið átján manna hóp fyrir æfingamótið í Osló. 3. nóvember 2015 20:33 Umfjöllun: Noregur - Ísland 27-28 | Björgvin skellti í lás á lokakaflanum Ísland lagði Noreg að velli, 27-28, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í kvöld. 5. nóvember 2015 20:30 Þriggja leikmanna útkall hjá íslenska handboltalandsliðinu Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur þurft að gera þrjár breytingar á æfingahóp landsliðsins í dag. 3. nóvember 2015 17:56 Þetta er lúxuslíf Aron Pálmarsson segist njóta lífsins í botn hjá ungverska liðinu Veszprém. Það er hugsað um allt fyrir íslenska landsliðsmanninn sem þarf ekki einu sinni að ná í mömmu og pabba út á flugvöll. 5. nóvember 2015 06:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var ánægður eftir eins marks endurkomu sigur íslensku strákanna á Noregi í kvöld á æfingamótinu í Osló. Íslensku strákarnir unnu síðustu ellefu mínútur leiksins 7-2 og tryggðu sér nauman sigur. Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í markinu en hann varði alls 24 skot í leiknum. „Það var mikill sigurvilji í liðinu og karakter að ná að snúa þessu við og klára þetta. Við vorum lengi vel í erfiðleikum með hraðaupphlaupin þeirra og vorum að klúðra nokkrum ágætis færum. Við hefðum því getað verið nær þeim," sagði Aron og hann hrósaði Björgvini. „Þetta var frábær markvarsla hjá honum og gríðarlega góð frammistaða í lokin," sagði Aron. Björgvin Páll varði 7 af síðustu 9 skotum Norðmanna í leiknum í kvöld. Íslenska liðið er með Noregi í riðli á EM í Póllandi í upphafi næsta árs og það hafði sín áhrif á þennan leik. „Það var erfitt fyrir bæði lið að vera í þeirri stöðu en það er gott að vinna ekki síst andlega. Við höfum oft í gegnum tíðina verið undir á móti þeim en náð að klára þetta í lokin," sagði Aron en hann segir Norðmenn vera í sókn. „Síðast þegar við mættum þeim þá unnum við frekar sannfærandi á EM í Danmörku en Norðmenn eru gríðarlega sterkir í dag. Þeir eru með mjög vel mannað lið, vel skipulagðir og vel þjálfaðir. Þeir eru flottir," sagði Aron. „Það er frábært að ná að vinna. Það er líka ánægjulegt að sjá að miðjuvörnina halda eins og hún hélt í leiknum. Það er alltaf hægt að finna einhvern atriði enda fara menn ekki á tveimur æfingum fullskapaðir inn í leik. Þeir voru að standa sig fínt sem var mjög gott," sagði Aron. „Það voru aðallega hraðaupphlaupin þeirra sem voru að valda okkur vandræðum því það var mjög erfitt fyrir okkur að skipta tveimur leikmönnum milli varnar og sóknar. Þegar við fækkuðum skiptingum og fengum Tandra aðeins inn í sóknina þá gerði það aðeins lífið auðveldara að hlaupa til baka," sagði Aron. „Við þurfum að fá fleiri leikmenn sem geta spilað vörn og sókn og helst miðjuna í vörninni," sagði Aron. Aron Pálmarsson skoraði sex af fyrstu sjö mörkum íslenska liðsins í leiknum en svo fékk hann meiri hjálp þegar leið á leikinn. „Rúnar (Kárason) kom sterkur inn af bekknum og Kári (Kristjánsson) líka. Það var mjög gott," sagði Aron. Framundan eru síðan leikir við Frakkland og Danmörku um helgina og það verður þungur róður á móti tveimur af bestum handboltalandsliðum í heimi. „Þetta snýst um það hjá okkur að taka bara eitt skref í einu. Við ætlum að bæta okkar leik í hverjum leik á þessu móti. Nú eru tveir gríðarlega erfiðir leikir eftir við heimsmeistara Frakka og Dani," sagði Aron.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Peningurinn sem fer í handboltaliðið er bara dropi í hafið hjá þeim Róbert Gunnarsson hefur mátt sætta sig við mikla bekkjarsetu hjá dýrasta handboltaliði sögunnar í vetur. Hann reynir að vera jákvæður þrátt fyrir mótlætið. Mikið hefur breyst hjá félaginu síðan hann kom. 4. nóvember 2015 06:00 Snorri Steinn fer ekki með til Noregs - 18 manna hópurinn klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið átján manna hóp fyrir æfingamótið í Osló. 3. nóvember 2015 20:33 Umfjöllun: Noregur - Ísland 27-28 | Björgvin skellti í lás á lokakaflanum Ísland lagði Noreg að velli, 27-28, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í kvöld. 5. nóvember 2015 20:30 Þriggja leikmanna útkall hjá íslenska handboltalandsliðinu Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur þurft að gera þrjár breytingar á æfingahóp landsliðsins í dag. 3. nóvember 2015 17:56 Þetta er lúxuslíf Aron Pálmarsson segist njóta lífsins í botn hjá ungverska liðinu Veszprém. Það er hugsað um allt fyrir íslenska landsliðsmanninn sem þarf ekki einu sinni að ná í mömmu og pabba út á flugvöll. 5. nóvember 2015 06:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Peningurinn sem fer í handboltaliðið er bara dropi í hafið hjá þeim Róbert Gunnarsson hefur mátt sætta sig við mikla bekkjarsetu hjá dýrasta handboltaliði sögunnar í vetur. Hann reynir að vera jákvæður þrátt fyrir mótlætið. Mikið hefur breyst hjá félaginu síðan hann kom. 4. nóvember 2015 06:00
Snorri Steinn fer ekki með til Noregs - 18 manna hópurinn klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið átján manna hóp fyrir æfingamótið í Osló. 3. nóvember 2015 20:33
Umfjöllun: Noregur - Ísland 27-28 | Björgvin skellti í lás á lokakaflanum Ísland lagði Noreg að velli, 27-28, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í kvöld. 5. nóvember 2015 20:30
Þriggja leikmanna útkall hjá íslenska handboltalandsliðinu Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur þurft að gera þrjár breytingar á æfingahóp landsliðsins í dag. 3. nóvember 2015 17:56
Þetta er lúxuslíf Aron Pálmarsson segist njóta lífsins í botn hjá ungverska liðinu Veszprém. Það er hugsað um allt fyrir íslenska landsliðsmanninn sem þarf ekki einu sinni að ná í mömmu og pabba út á flugvöll. 5. nóvember 2015 06:30