Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2015 12:36 Frá Jökulsárlóni. vísir/valli Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns. Kanadísk kona á sextugsaldri, Shelagh Denise Donovar, lést samstundis þegar hún varð undir hjólabát á planinu milli Jökulsárlóns og kaffihússins sem þar stendur. Ekki er hægt að ljúka rannsókn fyrr en krufningarskýrslan í málinu liggur fyrir en senda þurfti niðurstöður krufningar til útlanda þar sem enginn réttarlæknir starfar á Íslandi. „Krufningarskýrslan er ókomin en við vonumst til að það fari nú að styttast í hana. Vonandi kemur hún í þessum mánuði án þess að það sé þó nokkuð hægt að fullyrða um það,“ segir Þorgrímur Óli. Búið er að taka skýrslur af öllum þeim sem tengjast málinu. Um tíu manns er að ræða, en þar er á meðal voru eiginmaður og sonur konunnar sem voru með henni hér á landi.Rannsókn beinist að því að upplýsa af hverju bakkað var yfir konuna „Það liggur alveg fyrir hvað gerðist og svo þegar rannsókn lýkur verður málið sent til ríkissaksóknara sem ákveður framhaldið.“ Aðspurður hver tildrög slyssins hafi verið segir Þorgrímur að bátnum hafi verið bakkað yfir konuna þegar fara átti með bátinn út á lónið. Rannsókn lögreglu hefur meðal annars miðað að því að upplýsa af hverju bakkað var yfir konuna en Þorgrímur Óli segist ekki geta tjáð sig um hvaða svör lögregla hafi fengið við því. Atvikið er rannsakað sem slys. „Við skoðum alla þætti málsins og hvort að það er um eitthvað saknæmt að ræða, eins og er oft í slysum, það mun rannsóknin bara leiða í ljós. Við erum ekki komnir á það stig að geta sagt neitt til um það en í sakamálalögum segir að lögreglu sé skylt að rannsaka slys óháð því hvort um sé að ræða saknæmt athæfi eða ekki.“ Tengdar fréttir Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40 Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ 10. september 2015 10:34 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Banaslys við Jökulsárlón Erlend kona á sextugsaldri lét lífið við lónið í dag. 27. ágúst 2015 21:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns. Kanadísk kona á sextugsaldri, Shelagh Denise Donovar, lést samstundis þegar hún varð undir hjólabát á planinu milli Jökulsárlóns og kaffihússins sem þar stendur. Ekki er hægt að ljúka rannsókn fyrr en krufningarskýrslan í málinu liggur fyrir en senda þurfti niðurstöður krufningar til útlanda þar sem enginn réttarlæknir starfar á Íslandi. „Krufningarskýrslan er ókomin en við vonumst til að það fari nú að styttast í hana. Vonandi kemur hún í þessum mánuði án þess að það sé þó nokkuð hægt að fullyrða um það,“ segir Þorgrímur Óli. Búið er að taka skýrslur af öllum þeim sem tengjast málinu. Um tíu manns er að ræða, en þar er á meðal voru eiginmaður og sonur konunnar sem voru með henni hér á landi.Rannsókn beinist að því að upplýsa af hverju bakkað var yfir konuna „Það liggur alveg fyrir hvað gerðist og svo þegar rannsókn lýkur verður málið sent til ríkissaksóknara sem ákveður framhaldið.“ Aðspurður hver tildrög slyssins hafi verið segir Þorgrímur að bátnum hafi verið bakkað yfir konuna þegar fara átti með bátinn út á lónið. Rannsókn lögreglu hefur meðal annars miðað að því að upplýsa af hverju bakkað var yfir konuna en Þorgrímur Óli segist ekki geta tjáð sig um hvaða svör lögregla hafi fengið við því. Atvikið er rannsakað sem slys. „Við skoðum alla þætti málsins og hvort að það er um eitthvað saknæmt að ræða, eins og er oft í slysum, það mun rannsóknin bara leiða í ljós. Við erum ekki komnir á það stig að geta sagt neitt til um það en í sakamálalögum segir að lögreglu sé skylt að rannsaka slys óháð því hvort um sé að ræða saknæmt athæfi eða ekki.“
Tengdar fréttir Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40 Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ 10. september 2015 10:34 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Banaslys við Jökulsárlón Erlend kona á sextugsaldri lét lífið við lónið í dag. 27. ágúst 2015 21:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40
Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ 10. september 2015 10:34
Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00