Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Bjarki Ármannsson skrifar 3. nóvember 2015 23:34 Meðal flutningsmanna tillögunnar er Katrín Jakobsdóttir, sem kallaði eftir rannsókn á Kleppjárnsreykjum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í síðasta mánuði. Vísir Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hafa lagt fram þingályktunartillögu um að vistheimilisnefnd kanni starfsemi á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum á árunum 1942 og 1943. Jafnframt hlutist forsætisráðherra til um að rannsakað verði hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot við að sporna við samskiptum íslenskra kvenna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. Starfsemin á Kleppjárnsreykjum hefur verið talsvert til umræðu undanfarið í tengslum við nýja heimildarmynd sem fjallar um ungar íslenskar konur sem voru fordæmdar í dagblöðum og margar sendar á vinnuhælið fyrir að hafa haft samneyti við setulið Bandaríkjahers. Alma Ómarsdóttir fréttamaður gerði myndina en hún segir gríðarleg mannréttindabrot hafa átt sér stað við yfirheyrslur kvennanna og vistun á Kleppjárnsreykjum. Þá hefur Þór Whitehead sagnfræðiprófessor einnig farið yfir skjöl um þessar aðgerðir stjórnvalda, sem voru gerð opinber að hluta árið 2012, og sagt þær víðtækustu njósnir um einkalíf manna hér á landi.Alma Ómarsdóttir gerði heimildarmynd um Kleppjárnsreyki, sem komið hefur af stað miklu umtali.Vísir/PjeturEkki of seint að biðjast opinberlega afsökunar Meðal flutningsmanna tillögunnar er Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sem kallaði eftir rannsókn á Kleppjárnsreykjum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í síðasta mánuði. Fyrsti flutningsmaður er Heiða Kristín Helgadóttir úr Bjartri framtíð. „Brýna nauðsyn ber til þess að upplýst verði með opinberri rannsókn hvað raunverulega átti sér stað á Kleppjárnsreykjum og við lögreglurannsóknir á ungum konum í kjölfar komu erlendra herliða til landsins,“ segir meðal annars í greinargerð tillögunnar. „Enn eimir af fordómum í garð þeirra kvenna sem voru viðfangsefni þessara rannsókna og sættu jafnvel frelsissviptingu í kjölfarið. Sumar þessara kvenna eru enn á lífi og ekki of seint að þeim verði veitt opinber afsökunarbeiðni.“ Alþingi Tengdar fréttir Vill rannsókn á aðgerðum yfirvalda gegn stúlkum á hernámsárunum „Tökum á þessum svarta bletti í sögunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á þingi í dag. 14. október 2015 16:45 Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50 Njósnir og ofsóknir gegn saklausum stúlkum Alma Ómarsdóttir hefur gert heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – Lauslæti og landráð. Í myndinni er fjallað um gróf mannréttindabrot af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart ungum konum á stríðsárunum. 8. október 2015 10:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Sjá meira
Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hafa lagt fram þingályktunartillögu um að vistheimilisnefnd kanni starfsemi á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum á árunum 1942 og 1943. Jafnframt hlutist forsætisráðherra til um að rannsakað verði hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot við að sporna við samskiptum íslenskra kvenna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. Starfsemin á Kleppjárnsreykjum hefur verið talsvert til umræðu undanfarið í tengslum við nýja heimildarmynd sem fjallar um ungar íslenskar konur sem voru fordæmdar í dagblöðum og margar sendar á vinnuhælið fyrir að hafa haft samneyti við setulið Bandaríkjahers. Alma Ómarsdóttir fréttamaður gerði myndina en hún segir gríðarleg mannréttindabrot hafa átt sér stað við yfirheyrslur kvennanna og vistun á Kleppjárnsreykjum. Þá hefur Þór Whitehead sagnfræðiprófessor einnig farið yfir skjöl um þessar aðgerðir stjórnvalda, sem voru gerð opinber að hluta árið 2012, og sagt þær víðtækustu njósnir um einkalíf manna hér á landi.Alma Ómarsdóttir gerði heimildarmynd um Kleppjárnsreyki, sem komið hefur af stað miklu umtali.Vísir/PjeturEkki of seint að biðjast opinberlega afsökunar Meðal flutningsmanna tillögunnar er Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sem kallaði eftir rannsókn á Kleppjárnsreykjum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í síðasta mánuði. Fyrsti flutningsmaður er Heiða Kristín Helgadóttir úr Bjartri framtíð. „Brýna nauðsyn ber til þess að upplýst verði með opinberri rannsókn hvað raunverulega átti sér stað á Kleppjárnsreykjum og við lögreglurannsóknir á ungum konum í kjölfar komu erlendra herliða til landsins,“ segir meðal annars í greinargerð tillögunnar. „Enn eimir af fordómum í garð þeirra kvenna sem voru viðfangsefni þessara rannsókna og sættu jafnvel frelsissviptingu í kjölfarið. Sumar þessara kvenna eru enn á lífi og ekki of seint að þeim verði veitt opinber afsökunarbeiðni.“
Alþingi Tengdar fréttir Vill rannsókn á aðgerðum yfirvalda gegn stúlkum á hernámsárunum „Tökum á þessum svarta bletti í sögunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á þingi í dag. 14. október 2015 16:45 Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50 Njósnir og ofsóknir gegn saklausum stúlkum Alma Ómarsdóttir hefur gert heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – Lauslæti og landráð. Í myndinni er fjallað um gróf mannréttindabrot af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart ungum konum á stríðsárunum. 8. október 2015 10:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Sjá meira
Vill rannsókn á aðgerðum yfirvalda gegn stúlkum á hernámsárunum „Tökum á þessum svarta bletti í sögunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á þingi í dag. 14. október 2015 16:45
Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50
Njósnir og ofsóknir gegn saklausum stúlkum Alma Ómarsdóttir hefur gert heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – Lauslæti og landráð. Í myndinni er fjallað um gróf mannréttindabrot af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart ungum konum á stríðsárunum. 8. október 2015 10:30