Hundrað þingmál ráðherra ekki komin fram og ekkert frá þremur ráðherrum Sveinn Arnarsson skrifar 4. nóvember 2015 07:00 Aðeins 29 þingmál ráðherra eru komin fram til þings af þeim 127 sem þeir áætluðu að leggja fram á þessu haustþingi. Sautján reglulegir þingfundardagar eru eftir af þingfundum Alþingis þar til þingið fer í jólafrí. Alls bíða því 98 lagafrumvörp, skýrslur og þingsályktunartillögur ráðherra í ríkisstjórninni eftir að koma til þings. Samkvæmt starfsáætlun þingsins þurfa mál að berast skrifstofu þingsins fyrir lok nóvembermánaðar eigi að taka þau á dagskrá fyrir jól. Síðasti þingfundur er áætlaður 11. desember. Þarf því þingið að halda vel á spöðunum ef öll þessi mál eiga að komast á dagskrá þingsins á þessu hausti. Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar farmtíðar, segir ólíklegt að allur þessi fjöldi komi fram. „Ég lít á þennan þingmálalista ríkisstjórnarinnar sem einhvers konar óskalista hennar um mál sem hún gæti hugsað sér að koma með fyrir þingið,“ segir Brynhildur. „Rólegt hefur verið yfir þessari ríkisstjórn á yfirstandandi þingi og líklegt að við munum sjá fjölda þessara mála koma fram á vorþingi.“ Þrír ráðherrar hafa ekki komið fram með neitt af þeim málum sem þeir ætluðu sér að koma fram með á þessu þingi. Það eru Eygló Harðardóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Illugi Gunnarsson. Hins vegar hafa Gunnar Bragi Sveinsson, Ólöf Nordal og Bjarni Benediktsson lagt fram flest mál. Þessir þrír ráðherrar hafa samtals komið fram með 20 þingmál af þeim 29 sem hafa komið til kasta þingsins það sem af er. Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati tekur í sama streng og Brynhildur um vinnubrögð þingsins og spyr hvar ríkisstjórnin sé því lítið sé að gera í þinginu nú um stundir. „Miðað við þau þing sem ég hef setið finn ég hvað það kemur lítið af málum frá ríkisstjórninni. Svo koma þau fram kannski löngu eftir sett tímamörk þannig að við getum alveg séð þau koma fram einhvern tímann seinna,“ segir Helgi, en telur þetta geta komið niður á vinnunni. „Þessi rólega tíð gefur manni að minnsta kosti tíma til að skoða vel þau mál sem hafa þó komið fyrir þingið. En ég hef miklar áhyggjur af því að fjöldi mála komi seint og það kosti mikla orku og tíma að komast yfir allan málafjöldann. Því mun ekki gefast tími fyrir lítinn þingflokk að kafa ofan í mál og vinna vinnuna sína nægilega vel,“ segir Helgi Hrafn. Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Aðeins 29 þingmál ráðherra eru komin fram til þings af þeim 127 sem þeir áætluðu að leggja fram á þessu haustþingi. Sautján reglulegir þingfundardagar eru eftir af þingfundum Alþingis þar til þingið fer í jólafrí. Alls bíða því 98 lagafrumvörp, skýrslur og þingsályktunartillögur ráðherra í ríkisstjórninni eftir að koma til þings. Samkvæmt starfsáætlun þingsins þurfa mál að berast skrifstofu þingsins fyrir lok nóvembermánaðar eigi að taka þau á dagskrá fyrir jól. Síðasti þingfundur er áætlaður 11. desember. Þarf því þingið að halda vel á spöðunum ef öll þessi mál eiga að komast á dagskrá þingsins á þessu hausti. Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar farmtíðar, segir ólíklegt að allur þessi fjöldi komi fram. „Ég lít á þennan þingmálalista ríkisstjórnarinnar sem einhvers konar óskalista hennar um mál sem hún gæti hugsað sér að koma með fyrir þingið,“ segir Brynhildur. „Rólegt hefur verið yfir þessari ríkisstjórn á yfirstandandi þingi og líklegt að við munum sjá fjölda þessara mála koma fram á vorþingi.“ Þrír ráðherrar hafa ekki komið fram með neitt af þeim málum sem þeir ætluðu sér að koma fram með á þessu þingi. Það eru Eygló Harðardóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Illugi Gunnarsson. Hins vegar hafa Gunnar Bragi Sveinsson, Ólöf Nordal og Bjarni Benediktsson lagt fram flest mál. Þessir þrír ráðherrar hafa samtals komið fram með 20 þingmál af þeim 29 sem hafa komið til kasta þingsins það sem af er. Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati tekur í sama streng og Brynhildur um vinnubrögð þingsins og spyr hvar ríkisstjórnin sé því lítið sé að gera í þinginu nú um stundir. „Miðað við þau þing sem ég hef setið finn ég hvað það kemur lítið af málum frá ríkisstjórninni. Svo koma þau fram kannski löngu eftir sett tímamörk þannig að við getum alveg séð þau koma fram einhvern tímann seinna,“ segir Helgi, en telur þetta geta komið niður á vinnunni. „Þessi rólega tíð gefur manni að minnsta kosti tíma til að skoða vel þau mál sem hafa þó komið fyrir þingið. En ég hef miklar áhyggjur af því að fjöldi mála komi seint og það kosti mikla orku og tíma að komast yfir allan málafjöldann. Því mun ekki gefast tími fyrir lítinn þingflokk að kafa ofan í mál og vinna vinnuna sína nægilega vel,“ segir Helgi Hrafn.
Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira