„Mig langar til að öskra á feðraveldið að hætta þessu djöfulsins rugli“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2015 14:46 Heiða Kristín Helgadóttir vísir/vilhelm Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gerði nýja rannsókn Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur og Þorgerðar Einarsdóttur, að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Rannsóknin, sem var gerð á meðal stjórnenda í 245 stærstu fyrirtækjum landsins, sýnir mikinn kynjahalla á meðal stjórnenda þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Að þeirra mati skýrist kynjahallinn meðal annars af því að konur taka fjölskylduna fram yfir framann en konur aftur á móti segja skýringuna liggja meðal annars í því að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum. „Þetta er gríðarlega alvarlegt og sláandi og ég skil ekki af hverju við erum ekki að tala um þetta öllum stundum. Því ef þetta eru viðhorfin í atvinnulífinu hvernig er þá staðan til dæmis í opinbera kerfinu? Í eina röndina fallast mér gjörsamlega hendur og mig langar til að öskra á feðraveldið að hætta þessu djöfulsins rugli en þar sem ég er einstaklega góð í því að vinna undir álagi og sinni vanalega ekki heimilisstörfum án þess að gera eitthvað annað á meðan, velti ég því fyrir mér hvað við getum gert hérna til þess að breyta þessu og þá sérstaklega þessum viðhorfum,“ sagði Heiða Kristín.„Kynjalausir ofurkarlmenn“ í Hæstarétti Nefndi hún í þessu samhengi Hæstarétt sem sætt hefur mikilli gagnrýna fyrir að virða ekki jafnréttislög við skipan í nefnd þeirra sem meta hæfi umsækjenda um dómarastöður. Sagði Heiða Hæstarétt vera ömurlegt partý sem konur virtust ekki hafa aðgang að. „Þar eru einhvers konar kynjalausir ofurkarlmenn sem láta kynjasjónarmið ekki trufla sig, öfugt okkur konunum sem látum álag og heimilisstörf og kyn okkar þvælast fyrir í einu og öllu.“ Heiða nefndi einnig hlutfall kvenna á þingi og í ríkisstjórn og sagði að árið 2015 og í framtíðinni ætti það hlutfall einfaldlega að vera jafnt. Þá sagði hún kynjakvóta hafa verið jákvætt skref í að breyta ríkjandi viðhorfum. Þegar Heiða hafði lokið máli sínu bað Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, þingmenn um að bölva hvorki né blóta í ræðustól Alþingis. Alþingi Tengdar fréttir Konur telja að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum Karlar eru í miklum meirihluta í stjórnunarstöðum íslenskra fyrirtækja. Þeir telja meðal annars fjölskylduna vera hindrun fyrir konur á vinnumarkaði. 29. október 2015 14:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gerði nýja rannsókn Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur og Þorgerðar Einarsdóttur, að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Rannsóknin, sem var gerð á meðal stjórnenda í 245 stærstu fyrirtækjum landsins, sýnir mikinn kynjahalla á meðal stjórnenda þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Að þeirra mati skýrist kynjahallinn meðal annars af því að konur taka fjölskylduna fram yfir framann en konur aftur á móti segja skýringuna liggja meðal annars í því að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum. „Þetta er gríðarlega alvarlegt og sláandi og ég skil ekki af hverju við erum ekki að tala um þetta öllum stundum. Því ef þetta eru viðhorfin í atvinnulífinu hvernig er þá staðan til dæmis í opinbera kerfinu? Í eina röndina fallast mér gjörsamlega hendur og mig langar til að öskra á feðraveldið að hætta þessu djöfulsins rugli en þar sem ég er einstaklega góð í því að vinna undir álagi og sinni vanalega ekki heimilisstörfum án þess að gera eitthvað annað á meðan, velti ég því fyrir mér hvað við getum gert hérna til þess að breyta þessu og þá sérstaklega þessum viðhorfum,“ sagði Heiða Kristín.„Kynjalausir ofurkarlmenn“ í Hæstarétti Nefndi hún í þessu samhengi Hæstarétt sem sætt hefur mikilli gagnrýna fyrir að virða ekki jafnréttislög við skipan í nefnd þeirra sem meta hæfi umsækjenda um dómarastöður. Sagði Heiða Hæstarétt vera ömurlegt partý sem konur virtust ekki hafa aðgang að. „Þar eru einhvers konar kynjalausir ofurkarlmenn sem láta kynjasjónarmið ekki trufla sig, öfugt okkur konunum sem látum álag og heimilisstörf og kyn okkar þvælast fyrir í einu og öllu.“ Heiða nefndi einnig hlutfall kvenna á þingi og í ríkisstjórn og sagði að árið 2015 og í framtíðinni ætti það hlutfall einfaldlega að vera jafnt. Þá sagði hún kynjakvóta hafa verið jákvætt skref í að breyta ríkjandi viðhorfum. Þegar Heiða hafði lokið máli sínu bað Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, þingmenn um að bölva hvorki né blóta í ræðustól Alþingis.
Alþingi Tengdar fréttir Konur telja að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum Karlar eru í miklum meirihluta í stjórnunarstöðum íslenskra fyrirtækja. Þeir telja meðal annars fjölskylduna vera hindrun fyrir konur á vinnumarkaði. 29. október 2015 14:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira
Konur telja að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum Karlar eru í miklum meirihluta í stjórnunarstöðum íslenskra fyrirtækja. Þeir telja meðal annars fjölskylduna vera hindrun fyrir konur á vinnumarkaði. 29. október 2015 14:00