Framsókn vill innleiða ríkisstyrki við kaup á fyrstu íbúð að breskri fyrirmynd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2015 13:58 Ríkisstyrkirnir eiga að auðvelda fólki sem ekki á fasteign fyrir að kaupa sína fyrstu eign. Vísir/Getty Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela fjármála- og efnahagsráðherra að móta áætlun um innleiðingu opinberra mótframlaga í húsnæðissparnaði. Með því á að auðvelda fólki sem ekki á fasteign fyrir að kaupa sína fyrstu eign. Fyrirmyndin er sótt til Bretlands en ný húsnæðissparnaðarleið sem ríkisstjórnin kynnti í mars kemur til framkvæmda í desember. Tillaga Framsóknar, sem lögð var fram á Alþingi í dag, miðar að því að nýting á séreignarsparnaði verði að varanlegu úrræði í húsnæðissparnaði. Vilja Framsóknarmenn að ráðherra kynni áætlunina fyrir Alþingi eigi síðar en í maí 2016. Í greinargerð sem fylgir ályktuninni er grunnhugmynd bresku leiðarinnar útskýrð. Frá og með 1. desember munu breskir einstaklingar 16 ára og eldri, sem aldrei hafa átt fasteign, geta stofnað húsnæðissparnaðarreikning sem lýtur sérstökum skilmálum sem hér fylgja:David Cameron og Sigmundur Davíð ræddu meira en Legó á ráðherrafundi í Reykjavík í síðustu viku.vísir/stefánÍ upphafi býðst reikningsstofnanda að setja allt að 1.000 bresk pund (um 200.000 kr.) inn á reikninginn og mánaðarlegur sparnaður getur orðið allt að 200 pund (um 40.000 kr.). Engin neðri mörk eru skilgreind á innborgunum, heldur eru aðeins tilgreindar hámarksupphæðir.Ríkið greiðir innstæðueigendum 25% mótframlag við uppsafnaðan sparnað að því gefnu að hann sé nýttur til kaupa á fasteign í Bretlandi. Kaupandi þarf að hafa safnað a.m.k. 1.600 pundum (um 320.000 kr.) til að öðlast rétt á mótframlagi, sem þá næmi 400 pundum (um 80.000 kr.). Mótframlagið getur í hæsta lagi numið 3.000 pundum (um 600.000 kr.), sem miðast við að einstaklingur hafi sparað 12.000 pund (um 2.400.000 kr.) áður en til fasteignakaupa kemur. Ríkisstyrkur þessi er einstaklingsbundinn og heimilt er að nýta styrk tveggja einstaklinga til kaupa á einni íbúð, standi þeir í sameiningu að sínum fyrstu íbúðarkaupum. Styrkurinn er skattfrjáls.Áætlað er að opið verði fyrir stofnun nýs reiknings af þessu tagi í fjögur ár frá og með 1. desember 2015. Eftir að reikningur hefur verið stofnaður eru hins vegar engin tímamörk á nýtingu úrræðisins.Forsætisráðherra og efnahagsráðherra við kynningu á „Leiðréttingunni“.Vísir/GVABrýn þörfFramsóknarmenn segja þörfina á nýjum úrræðum fyrir ungt fólk á leið inn á fasteignamarkaðinn löngu orðna ljósa. Ör hækkun fasteignaverðs undanfarin ár, auknar kröfur lánveitenda til lántaka um að standast greiðslumat, lækkun lánshlutfalls lánastofnana við fasteignakaup og mikil hækkun leiguverðs séu meðal þeirra þátta sem gera ungu fólki erfitt að fóta sig á húsnæðismarkaði og kalla á aðgerðir hins opinbera. Möguleikinn á nýtingu séreignarsparnaðar til uppgreiðslu lána eða útborgunar í fasteign sé skref í rétta átt en nýtist ekki öllum þjóðfélagshópum. Þannig nýtist sú leið tæplega námsmönnum eða nýútskrifuðum nemum sem hafi ekki aflað tekna á vinnumarkaði nema að takmörkuðu leyti. Flutningsmenn þessarar tillögu telja brýna nauðsyn á nýjum úrræðum og leggja til að þegar verði hafin vinna í þá veru. Alþingi Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela fjármála- og efnahagsráðherra að móta áætlun um innleiðingu opinberra mótframlaga í húsnæðissparnaði. Með því á að auðvelda fólki sem ekki á fasteign fyrir að kaupa sína fyrstu eign. Fyrirmyndin er sótt til Bretlands en ný húsnæðissparnaðarleið sem ríkisstjórnin kynnti í mars kemur til framkvæmda í desember. Tillaga Framsóknar, sem lögð var fram á Alþingi í dag, miðar að því að nýting á séreignarsparnaði verði að varanlegu úrræði í húsnæðissparnaði. Vilja Framsóknarmenn að ráðherra kynni áætlunina fyrir Alþingi eigi síðar en í maí 2016. Í greinargerð sem fylgir ályktuninni er grunnhugmynd bresku leiðarinnar útskýrð. Frá og með 1. desember munu breskir einstaklingar 16 ára og eldri, sem aldrei hafa átt fasteign, geta stofnað húsnæðissparnaðarreikning sem lýtur sérstökum skilmálum sem hér fylgja:David Cameron og Sigmundur Davíð ræddu meira en Legó á ráðherrafundi í Reykjavík í síðustu viku.vísir/stefánÍ upphafi býðst reikningsstofnanda að setja allt að 1.000 bresk pund (um 200.000 kr.) inn á reikninginn og mánaðarlegur sparnaður getur orðið allt að 200 pund (um 40.000 kr.). Engin neðri mörk eru skilgreind á innborgunum, heldur eru aðeins tilgreindar hámarksupphæðir.Ríkið greiðir innstæðueigendum 25% mótframlag við uppsafnaðan sparnað að því gefnu að hann sé nýttur til kaupa á fasteign í Bretlandi. Kaupandi þarf að hafa safnað a.m.k. 1.600 pundum (um 320.000 kr.) til að öðlast rétt á mótframlagi, sem þá næmi 400 pundum (um 80.000 kr.). Mótframlagið getur í hæsta lagi numið 3.000 pundum (um 600.000 kr.), sem miðast við að einstaklingur hafi sparað 12.000 pund (um 2.400.000 kr.) áður en til fasteignakaupa kemur. Ríkisstyrkur þessi er einstaklingsbundinn og heimilt er að nýta styrk tveggja einstaklinga til kaupa á einni íbúð, standi þeir í sameiningu að sínum fyrstu íbúðarkaupum. Styrkurinn er skattfrjáls.Áætlað er að opið verði fyrir stofnun nýs reiknings af þessu tagi í fjögur ár frá og með 1. desember 2015. Eftir að reikningur hefur verið stofnaður eru hins vegar engin tímamörk á nýtingu úrræðisins.Forsætisráðherra og efnahagsráðherra við kynningu á „Leiðréttingunni“.Vísir/GVABrýn þörfFramsóknarmenn segja þörfina á nýjum úrræðum fyrir ungt fólk á leið inn á fasteignamarkaðinn löngu orðna ljósa. Ör hækkun fasteignaverðs undanfarin ár, auknar kröfur lánveitenda til lántaka um að standast greiðslumat, lækkun lánshlutfalls lánastofnana við fasteignakaup og mikil hækkun leiguverðs séu meðal þeirra þátta sem gera ungu fólki erfitt að fóta sig á húsnæðismarkaði og kalla á aðgerðir hins opinbera. Möguleikinn á nýtingu séreignarsparnaðar til uppgreiðslu lána eða útborgunar í fasteign sé skref í rétta átt en nýtist ekki öllum þjóðfélagshópum. Þannig nýtist sú leið tæplega námsmönnum eða nýútskrifuðum nemum sem hafi ekki aflað tekna á vinnumarkaði nema að takmörkuðu leyti. Flutningsmenn þessarar tillögu telja brýna nauðsyn á nýjum úrræðum og leggja til að þegar verði hafin vinna í þá veru.
Alþingi Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent