Real Madrid komið áfram eftir sigur á PSG | Sjáið sigurmarkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2015 21:45 Nacho fagnar marki sínu. Vísir/EPA Real Madrid tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 1-0 heimasigur á franska liðinu Paris Saint-Germain á Santiago Bernabeu í kvöld. Real Madrid hefur sjö stigum meira en Shakhtar Donetsk sem er í þriðja sæti riðilsins en aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Sigurinn þýðir einnig að Real Madrid þarf bara þrjú stig í viðbót til þess að tryggja sér sigurinn í riðlinum því spænska liðið verður alltaf ofar en PSG á innbyrðisviðureignum verði liðin jöfn að stigum. Eina mark leiksins var að slysalegri gerðinni og leikmenn Paris Saint-Germain fengu svo sannarlega tækifæri til þess að tryggja sér sigur í kvöld. Parísarmenn fengu fyrstu tvö alvöru færi leiksins og komu þau með mínútu millibili um miðjan fyrri hálfleikinn. Keylor Navas varði fyrst frá Blaise Matuidi eftir að Serge Aurier hafði farið illa með Marcelo og mínútu síðar átti Zlatan Ibrahimovic gott skot sem fór frétt framhjá markinu. Zlatan Ibrahimovic var aftur nálægt því að skora á 30. mínútu þegar aukaspyrna hans af 30 metra færi fór rétt framhjá nærstönginni. Það voru hinsvegar heimamenn í Real Madrid sem skoruðu og þar var að verki varamaðurinn Nacho á 35. mínútu en hann hafði komið inná fyrir Marcelo aðeins tveimur mínútum áður. Toni Kroos átti þá skot í varnarmann og Nacho nýtti sér ótrúlega skógarferð hjá Kevin Trapp, markverði Paris Saint-Germain. Aðeins tveimur mínútum síðar átti Adrien Rabiot skot í stöngina og Édinson Cavani fékk síðan tvö frábær færi á lokamínútum hálfleiksins án þess að ná að skora. Isco bar nálægt því að skora í tvígang í seinni hálfleiknum en Kevin Trapp varði vel frá honum í bæði skiptin. Real Madrid hélt aftur af gestunum í seinni og vann gríðarlega mikilvægan sigur.Nacho skorar fyrir Real á móti PSG Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Real Madrid tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 1-0 heimasigur á franska liðinu Paris Saint-Germain á Santiago Bernabeu í kvöld. Real Madrid hefur sjö stigum meira en Shakhtar Donetsk sem er í þriðja sæti riðilsins en aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Sigurinn þýðir einnig að Real Madrid þarf bara þrjú stig í viðbót til þess að tryggja sér sigurinn í riðlinum því spænska liðið verður alltaf ofar en PSG á innbyrðisviðureignum verði liðin jöfn að stigum. Eina mark leiksins var að slysalegri gerðinni og leikmenn Paris Saint-Germain fengu svo sannarlega tækifæri til þess að tryggja sér sigur í kvöld. Parísarmenn fengu fyrstu tvö alvöru færi leiksins og komu þau með mínútu millibili um miðjan fyrri hálfleikinn. Keylor Navas varði fyrst frá Blaise Matuidi eftir að Serge Aurier hafði farið illa með Marcelo og mínútu síðar átti Zlatan Ibrahimovic gott skot sem fór frétt framhjá markinu. Zlatan Ibrahimovic var aftur nálægt því að skora á 30. mínútu þegar aukaspyrna hans af 30 metra færi fór rétt framhjá nærstönginni. Það voru hinsvegar heimamenn í Real Madrid sem skoruðu og þar var að verki varamaðurinn Nacho á 35. mínútu en hann hafði komið inná fyrir Marcelo aðeins tveimur mínútum áður. Toni Kroos átti þá skot í varnarmann og Nacho nýtti sér ótrúlega skógarferð hjá Kevin Trapp, markverði Paris Saint-Germain. Aðeins tveimur mínútum síðar átti Adrien Rabiot skot í stöngina og Édinson Cavani fékk síðan tvö frábær færi á lokamínútum hálfleiksins án þess að ná að skora. Isco bar nálægt því að skora í tvígang í seinni hálfleiknum en Kevin Trapp varði vel frá honum í bæði skiptin. Real Madrid hélt aftur af gestunum í seinni og vann gríðarlega mikilvægan sigur.Nacho skorar fyrir Real á móti PSG
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira