Mun meiri afgangur af ríkisrekstri Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2015 21:07 Frá kynningu fjárlaganna 2015 í fyrra. Vísir/GVA Útlit er fyrir að afkoma ríkissjóðs verði mun betri en gert var fyrir í fjárlagafrumvarpinu fyrir fjárlög 2015. Í frumvarpi til fjáraukalaga sem birt var á vef Alþingis í gær er gert ráð fyrir að afgangur af ríkisrekstri aukist um 17,1 milljarð króna. Stærstur hluti þess er vegna um 15 milljarða hærri arðgreiðslum frá fjármálastofnunum. Þessi greiðsla kemur að mestu frá Landsbanka Íslands. Án áðurnefndra arðgreiðslna er gert ráð fyrir að niðurstaða fjáraukafrumvarpsins sé svipuð og í fjárlögum. Hins vegar eru miklar veltubreytingar og innbyrðis breytingar á milli ýmissa stærða, bæði á tekju- og útgjaldahliðinni. Heildartekjur ríkissjóðs munu, samkvæmt frumvarpinu, hækka um 26,4 milljarða frá fjárlögum og útgjöld um 9,4 milljarða.Greiða niður skuldir Miðað við frumvarpið er talið að ríkissjóður ætli að greiða niður skuldir um 141,6 milljarð króna, sem er 101,4 milljörðum meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. Þá er ein stærsta breytingin í frumvarpinu frá fjárlögum endurmat á áætlun um vaxtagjöldum ríkissjóðs. Áætlað er að vaxtagjöldin verði 76,8 milljarðar og lækki um 5,7 milljarða frá fjárlögum. Mesta lækkunina má rekja til lægri vaxtagjalda af innlendum lánum. Það er til komið vegna lægra vaxtastigs á árinu en gert var ráð fyrir við gerð fjárlaga. Í frumvarpinu er ekki tekið tillit til hugsanleg fjárhagsáhrif á ríkissjóð í tengslum við losun fjármagnshafta. Líklegra þykir að þau muni hafa áhrif á fjárlagafrumvarp næsta árs. „Slitabú föllnu bankanna hafa samþykkt að greiða stöðugleikaframlög á yfirstandandi ári til að geta gengið til nauðasamninga. Gangi það eftir þurfa þau ekki að greiða 39% stöðugleikaskatt á næsta ári.“ Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Útlit er fyrir að afkoma ríkissjóðs verði mun betri en gert var fyrir í fjárlagafrumvarpinu fyrir fjárlög 2015. Í frumvarpi til fjáraukalaga sem birt var á vef Alþingis í gær er gert ráð fyrir að afgangur af ríkisrekstri aukist um 17,1 milljarð króna. Stærstur hluti þess er vegna um 15 milljarða hærri arðgreiðslum frá fjármálastofnunum. Þessi greiðsla kemur að mestu frá Landsbanka Íslands. Án áðurnefndra arðgreiðslna er gert ráð fyrir að niðurstaða fjáraukafrumvarpsins sé svipuð og í fjárlögum. Hins vegar eru miklar veltubreytingar og innbyrðis breytingar á milli ýmissa stærða, bæði á tekju- og útgjaldahliðinni. Heildartekjur ríkissjóðs munu, samkvæmt frumvarpinu, hækka um 26,4 milljarða frá fjárlögum og útgjöld um 9,4 milljarða.Greiða niður skuldir Miðað við frumvarpið er talið að ríkissjóður ætli að greiða niður skuldir um 141,6 milljarð króna, sem er 101,4 milljörðum meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. Þá er ein stærsta breytingin í frumvarpinu frá fjárlögum endurmat á áætlun um vaxtagjöldum ríkissjóðs. Áætlað er að vaxtagjöldin verði 76,8 milljarðar og lækki um 5,7 milljarða frá fjárlögum. Mesta lækkunina má rekja til lægri vaxtagjalda af innlendum lánum. Það er til komið vegna lægra vaxtastigs á árinu en gert var ráð fyrir við gerð fjárlaga. Í frumvarpinu er ekki tekið tillit til hugsanleg fjárhagsáhrif á ríkissjóð í tengslum við losun fjármagnshafta. Líklegra þykir að þau muni hafa áhrif á fjárlagafrumvarp næsta árs. „Slitabú föllnu bankanna hafa samþykkt að greiða stöðugleikaframlög á yfirstandandi ári til að geta gengið til nauðasamninga. Gangi það eftir þurfa þau ekki að greiða 39% stöðugleikaskatt á næsta ári.“
Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira