Hálfnuð á leiðinni í mikil vandræði Svavar Hávarðsson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Ársins 2015 verður sennilega minnst sem þess fyrsta sem hitastig jarðar verður rúmlega einni gráðu yfir meðaltalshita áranna 1850-1900. Við tveggja gráða hlýnun er mannkyn í verulegum vandræðum sem vart verður undið ofan af. Fyrr í þessum mánuði vakti breska veðurstofan (UK Met Office) athygli á því að hitastig jarðar árið 2015 hafi á fyrstu níu mánuðum ársins verið rúmlega einni gráðu yfir meðaltalshita áranna 1850-1990 og á því verði ekki breyting til ársloka. Gangi spár eftir verður 2015 því árið þar sem þeim „áfanga“ var náð að mannkyn sé hálfnað á leið sinni að tveggja gráða hlýnun – þeirri hækkun á meðalhitastigi á heimsvísu sem skilgreint hefur verið sem hámark þess sem þolanlegt er.Málamiðlun um tjónHalldór Björnsson, hópstjóri veðurs- og loftslagsbreytinga hjá Veðurstofu Íslands, segir að eftir að ljóst varð að hnötturinn færi hlýnandi vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa hafi menn fljótlega tekið að velta fyrir sér hversu mikið mætti hlýna áður en afleiðingar yrðu verulega slæmar. Slíkt mat er hins vegar gildishlaðið, segir Halldór, enda ráði hlýjustu svæði heimsins, eða láglendar eyjar í hitabeltinu, illa við nokkra hlýnun. Á kaldari svæðum séu áhrifin hins vegar varla öll neikvæð. „Flestir komast samt að þeirri niðurstöðu að ef hlýni meira en tvær gráður þá verði afleiðingarnar fyrir heiminn í heild sinni neikvæðar. Tilfellið er samt að tveggja gráða markið er einhvers konar málamiðlun um ásættanlegt tjón. Þetta er með öðrum orðum ekki raunvísindi heldur pólitísk málamiðlun sem studd er þó einhverjum rökum,“ segir Halldór.IllyfirstíganlegtÍ bók sinni, Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar, gerir Halldór grein fyrir því hvað tveggja gráða markið þýðir í raun. Ef hlýnunin verður minni verða afleiðingarnar ekki öllum þjóðum jafn erfiðar – góðu fréttirnar séu að afrakstur ræktarlands aukist utan hitabeltisins við hóflega hlýnun öfugt við svæði í hitabeltinu og á þurrkasvæðum. „Gera má ráð fyrir að skemmdir á kóralrifjum verði verulegar, aukið tjón verði á strandsvæðum vegna flóða og óveðra. Tjón vegna öflugra fellibylja mun líklega aukast, og hækkandi sjávarstaða mun gera ástandið verra. Fleiri deyja af völdum flóða, hitabylgna og þurrka, og sjúkdómar munu taka aukinn toll. Samfélög eru oft háð staðbundnum matar- og vatnsforða sem kann að rýrna vegna loftslagsbreytinga. Þetta getur leitt til fólksflutninga og aukið líkur á átökum,“ skrifar Halldór en jafnframt að ef hlýnunin verður meiri versni afleiðingarnar stig af stigi, og að því er virðist, verður vandi heimsbyggðarinnar illyfirstíganlegur eftir að þriggja gráða hlýnun er náð. Breska veðurstofan, sem og fjölmiðlar, vísa til meðaltals hnattræns hita milli áranna 1850 til 1900 sem viðmiðunarpunkts – og þá er litið svo á að útblástur gróðurhúsalofttegunda hafi ekki verið farinn að hafa veruleg áhrif á hnattrænan hita á þessum tíma. Halldór segir að frá þeim tíma hafi hins vegar hlýnað verulega, framan af skrykkjótt, en eindregnara frá sjöunda áratugnum að telja. „Þrátt fyrir hlýnunina eru sveiflur í meðalhita milli ára, og áratuga, en þegar við færumst nær einnar gráðu markinu þá kemur að því að eitt ár nær að fara uppfyrir þetta mark. Allt útlit er fyrir að það verði árið í ár,“ segir Halldór en útskýrir jafnframt að ekki sé allt sem sýnist.Halldór Björnsson, sérfræðingur hjá Veðurstofu ÍslandsEl Niño skekkir myndina„Árið í ár er óvenjulegt því nú er í gangi mjög öflugur El Niño [heitið á hlýnun sjávar í hitabeltinu í Kyrrahafi sem á sér stað á þriggja til sjö ára fresti] og hér má því hafa stóra fyrirvara. Við erum ef til vill ekkert nær því en við vorum í fyrra, því þegar rætt er um tveggja gráða markið er alltaf verið að tala um hina þvinguðu gróðurhúsahlýnun, ekki hvernig einstök ár stökkva upp eða niður. Við erum ekki enn þá komin í þær aðstæður að hnattræn hlýnun sé að jafnaði meiri en ein gráða. Það er þannig mjög líklegt að þegar þessi El Niño gengur yfir verði meðalhitinn aftur undir einni gráðu – og það mun taka nokkur ár til viðbótar fyrir meðalhita jarðar að ná einni gráðu að jafnaði. Loftslagsmál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði vakti breska veðurstofan (UK Met Office) athygli á því að hitastig jarðar árið 2015 hafi á fyrstu níu mánuðum ársins verið rúmlega einni gráðu yfir meðaltalshita áranna 1850-1990 og á því verði ekki breyting til ársloka. Gangi spár eftir verður 2015 því árið þar sem þeim „áfanga“ var náð að mannkyn sé hálfnað á leið sinni að tveggja gráða hlýnun – þeirri hækkun á meðalhitastigi á heimsvísu sem skilgreint hefur verið sem hámark þess sem þolanlegt er.Málamiðlun um tjónHalldór Björnsson, hópstjóri veðurs- og loftslagsbreytinga hjá Veðurstofu Íslands, segir að eftir að ljóst varð að hnötturinn færi hlýnandi vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa hafi menn fljótlega tekið að velta fyrir sér hversu mikið mætti hlýna áður en afleiðingar yrðu verulega slæmar. Slíkt mat er hins vegar gildishlaðið, segir Halldór, enda ráði hlýjustu svæði heimsins, eða láglendar eyjar í hitabeltinu, illa við nokkra hlýnun. Á kaldari svæðum séu áhrifin hins vegar varla öll neikvæð. „Flestir komast samt að þeirri niðurstöðu að ef hlýni meira en tvær gráður þá verði afleiðingarnar fyrir heiminn í heild sinni neikvæðar. Tilfellið er samt að tveggja gráða markið er einhvers konar málamiðlun um ásættanlegt tjón. Þetta er með öðrum orðum ekki raunvísindi heldur pólitísk málamiðlun sem studd er þó einhverjum rökum,“ segir Halldór.IllyfirstíganlegtÍ bók sinni, Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar, gerir Halldór grein fyrir því hvað tveggja gráða markið þýðir í raun. Ef hlýnunin verður minni verða afleiðingarnar ekki öllum þjóðum jafn erfiðar – góðu fréttirnar séu að afrakstur ræktarlands aukist utan hitabeltisins við hóflega hlýnun öfugt við svæði í hitabeltinu og á þurrkasvæðum. „Gera má ráð fyrir að skemmdir á kóralrifjum verði verulegar, aukið tjón verði á strandsvæðum vegna flóða og óveðra. Tjón vegna öflugra fellibylja mun líklega aukast, og hækkandi sjávarstaða mun gera ástandið verra. Fleiri deyja af völdum flóða, hitabylgna og þurrka, og sjúkdómar munu taka aukinn toll. Samfélög eru oft háð staðbundnum matar- og vatnsforða sem kann að rýrna vegna loftslagsbreytinga. Þetta getur leitt til fólksflutninga og aukið líkur á átökum,“ skrifar Halldór en jafnframt að ef hlýnunin verður meiri versni afleiðingarnar stig af stigi, og að því er virðist, verður vandi heimsbyggðarinnar illyfirstíganlegur eftir að þriggja gráða hlýnun er náð. Breska veðurstofan, sem og fjölmiðlar, vísa til meðaltals hnattræns hita milli áranna 1850 til 1900 sem viðmiðunarpunkts – og þá er litið svo á að útblástur gróðurhúsalofttegunda hafi ekki verið farinn að hafa veruleg áhrif á hnattrænan hita á þessum tíma. Halldór segir að frá þeim tíma hafi hins vegar hlýnað verulega, framan af skrykkjótt, en eindregnara frá sjöunda áratugnum að telja. „Þrátt fyrir hlýnunina eru sveiflur í meðalhita milli ára, og áratuga, en þegar við færumst nær einnar gráðu markinu þá kemur að því að eitt ár nær að fara uppfyrir þetta mark. Allt útlit er fyrir að það verði árið í ár,“ segir Halldór en útskýrir jafnframt að ekki sé allt sem sýnist.Halldór Björnsson, sérfræðingur hjá Veðurstofu ÍslandsEl Niño skekkir myndina„Árið í ár er óvenjulegt því nú er í gangi mjög öflugur El Niño [heitið á hlýnun sjávar í hitabeltinu í Kyrrahafi sem á sér stað á þriggja til sjö ára fresti] og hér má því hafa stóra fyrirvara. Við erum ef til vill ekkert nær því en við vorum í fyrra, því þegar rætt er um tveggja gráða markið er alltaf verið að tala um hina þvinguðu gróðurhúsahlýnun, ekki hvernig einstök ár stökkva upp eða niður. Við erum ekki enn þá komin í þær aðstæður að hnattræn hlýnun sé að jafnaði meiri en ein gráða. Það er þannig mjög líklegt að þegar þessi El Niño gengur yfir verði meðalhitinn aftur undir einni gráðu – og það mun taka nokkur ár til viðbótar fyrir meðalhita jarðar að ná einni gráðu að jafnaði.
Loftslagsmál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira