Segir innanríkisráðherra tefja uppbyggingu nýrra íbúða sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 20:00 Heiða Kristín Helgadóttir. vísir/pjetur Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sakaði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra á Alþingi í dag um að draga lappirnar varðandi málefni Reykjavíkurflugvallar. Ráðherrann hafi með því tafið framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu og þannig meðal annars stöðvað uppbyggingu 400 lítilla íbúða á sama tíma og mikill húsnæðisskortur sé ríkjandi á höfuðborgarsvæðinu. „Mig langar aðeins að varpa ljósi á þann tvískinnung sem ég upplifi í verkum ríkisstjórnarinnar við að leysa þann brýna húsnæðisvanda sem fyrir liggur, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Eina stundina tala flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar fyrir mikilvægi þess að leysa húsnæðisvandann sem upp er kominn eftir áralangt frost á húsnæðismarkaði, en aðra stundina gera þeir fátt annað en að tefja og standa í vegi fyrir nauðsynlegri uppbyggingu,“ sagði Heiða Kristín og spurði hvort innanríkisráðherra hyggist standa í vegi fyrir að þessar íbúðir fái að rísa við Hlíðarenda í Reykjavík.Ábyrgð innanríkisráðherra ekki gagnvart byggingu íbúða Ólöf Nordal svaraði á þá leið að það væri á ábyrgð innanríkisráðuneytisins að halda uppi innanlandsflugi á Íslandi. Ríkið reki flugvöll í Vatnsmýri í Reykjavík og að það sé ákvörðun innanríkisráðherra hvers tíma hvernig á því máli skuli halda. Ekki sé hægt að hefja frekari framkvæmdir fyrr en tekin hefur verið ákvörðun um að loka neyðarbrautinni.Ólöf Nordal segir að byrja verði á því að tryggja öryggi innanlandsflugsins.vísir/anton brink„Það skiptir máli fyrir yfirvöld flugmála í landinu að hafa einhvern fyrirsjáanleika í því hvernig skipulagningu innanlandsflugs verður háttað. Það er ekki hægt fyrir ráðherra flugmála að taka ákvaraðnir sem eru til þess fallnar að draga svo verulega úr öryggi innanlandsflugs að því sé hætta búin,“ sagði Ólöf. Byrja þurfi á því að tryggja öryggi áður en frekari ákvarðanir séu teknar. „Ábyrgð innanríkisráðherra sem yfirmanns flugmála er fyrst og fremst sú að gæta að því að hægt sé að reka hér innanlandsflug og að það sé gert með öruggum hætti, bæði þegar litið er til almenns flugöryggis og til öryggis landsmanna í heild sinni. Þar liggur ábyrgð innanríkisráðuneytis númer eitt, tvö og þrjú. Þótt ég myndi gjarnan vilja stýra öllum húsnæðismálum í landinu þá hefur mér ekki verið falið að gera það, en fram að þeim tíma ætla ég að einbeita mér að þessu verkefni. Svona stendur það.“ Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sakaði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra á Alþingi í dag um að draga lappirnar varðandi málefni Reykjavíkurflugvallar. Ráðherrann hafi með því tafið framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu og þannig meðal annars stöðvað uppbyggingu 400 lítilla íbúða á sama tíma og mikill húsnæðisskortur sé ríkjandi á höfuðborgarsvæðinu. „Mig langar aðeins að varpa ljósi á þann tvískinnung sem ég upplifi í verkum ríkisstjórnarinnar við að leysa þann brýna húsnæðisvanda sem fyrir liggur, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Eina stundina tala flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar fyrir mikilvægi þess að leysa húsnæðisvandann sem upp er kominn eftir áralangt frost á húsnæðismarkaði, en aðra stundina gera þeir fátt annað en að tefja og standa í vegi fyrir nauðsynlegri uppbyggingu,“ sagði Heiða Kristín og spurði hvort innanríkisráðherra hyggist standa í vegi fyrir að þessar íbúðir fái að rísa við Hlíðarenda í Reykjavík.Ábyrgð innanríkisráðherra ekki gagnvart byggingu íbúða Ólöf Nordal svaraði á þá leið að það væri á ábyrgð innanríkisráðuneytisins að halda uppi innanlandsflugi á Íslandi. Ríkið reki flugvöll í Vatnsmýri í Reykjavík og að það sé ákvörðun innanríkisráðherra hvers tíma hvernig á því máli skuli halda. Ekki sé hægt að hefja frekari framkvæmdir fyrr en tekin hefur verið ákvörðun um að loka neyðarbrautinni.Ólöf Nordal segir að byrja verði á því að tryggja öryggi innanlandsflugsins.vísir/anton brink„Það skiptir máli fyrir yfirvöld flugmála í landinu að hafa einhvern fyrirsjáanleika í því hvernig skipulagningu innanlandsflugs verður háttað. Það er ekki hægt fyrir ráðherra flugmála að taka ákvaraðnir sem eru til þess fallnar að draga svo verulega úr öryggi innanlandsflugs að því sé hætta búin,“ sagði Ólöf. Byrja þurfi á því að tryggja öryggi áður en frekari ákvarðanir séu teknar. „Ábyrgð innanríkisráðherra sem yfirmanns flugmála er fyrst og fremst sú að gæta að því að hægt sé að reka hér innanlandsflug og að það sé gert með öruggum hætti, bæði þegar litið er til almenns flugöryggis og til öryggis landsmanna í heild sinni. Þar liggur ábyrgð innanríkisráðuneytis númer eitt, tvö og þrjú. Þótt ég myndi gjarnan vilja stýra öllum húsnæðismálum í landinu þá hefur mér ekki verið falið að gera það, en fram að þeim tíma ætla ég að einbeita mér að þessu verkefni. Svona stendur það.“
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira