Körfubolti

Steph Curry búinn að ná pabba sínum | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dell Curry og Stephen Curry.
Dell Curry og Stephen Curry. Vísir/Getty
Stephen Curry hefur farið á kostum með Golden State Warriors liðinu í upphafi NBA-tímabilsins og tekið upp þráðinn frá því á síðasta tímabili þegar hann var bæði kosinn besti leikmaður deildarinnar og vann titilinn.

Stephen Curry hefur verið óstöðvandi í fyrstu ellefu leikjum Golden State Warriors og er ein af aðalástæðunum fyrir því að NBA-meistararnir hafa unnið alla ellefu leiki sína.

Curry skoraði fimm þrista í síðasta leik sem þýddi að hann var búinn að skora 57 þriggja stiga körfur í fyrstu ellefu leikjum tímabilsins eða 5,2 þrista í leik.

Stephen Curry náði með þessu að komast fram úr föður sínum Dell Curry en Stephen Curry hefur nú skorað 1248 þrista á NBA-ferlinum eða þremur meira en pabbi sinn.   

Dell Curry spilaði í NBA-deildinni frá 1986 til 2000 með Utah Jazz, Cleveland Cavaliers, Charlotte Hornets, Milwaukee Bucks og Toronto Raptors.

Dell Curry hitti úr 1245 af 3098 þriggja stiga skotum á NBA-ferlinum sem gerir 40,2 prósent nýtingu.

Stephen Curry hefur nú hitt úr 1248 af 2830 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 44,41 prósent nýtingu.

Þetta er aðeins sjöunda tímabil Stephen Curry á ferlinum en strákurinn er bara 27 ára gamall og á því eftir að bæta mörgum þristum við á ferlinum.

Metið á Ray Allen sem eru 2973 þristar. Curry er eins og er í 40. sæti listans ásamt Derek Fisher en vantar bara átta þrista til að komast upp í 36. sæti.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem NBA-deildin setti saman í tilefni þess að Stephen Curry fór fram úr föður sínum.

NBA

Tengdar fréttir

Sigurganga Golden State heldur áfram | Cleveland tapaði

Golden State Warriors er óstöðvandi í NBA-körfuboltanum, en þeir unnu sinn ellefta leik í röð í nótt. Þeir hafa enn ekki tapað leik á tímabilinu. Stephen Curyr fór sem fyrr fyrir liði Warriors.

NBA: Curry byrjaði nýtt tímabil á 40 stiga leik | Myndbönd

Hvernig byrjar maður næsta tímabil eftir að hafa unnið sinn fyrsta meistaratitil og verið kosinn besti maður NBA-deildarinnar? Stephen Curry var með fyrirmyndar frammistöðu í nótt þegar hann skoraði 40 stig þegar meistarar Golden State Warriors byrjuðu tímabilið á sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×