Forysta Samfylkingarinnar þarf að líta í eigin barm Heimir Már Pétursson skrifar 15. nóvember 2015 13:11 Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Akranesi í gær. Mynd/Eva Bjarnadóttir Formaður Samfylkingarinnar segir mikla samstöðu hafa verið um það á flokksstjórnarfundi flokksins um helgina að endurnýjun þyrfti að eiga sér stað í Samfylkingunni og yngra fólk hvatt til framboðs. Þá segist hann reiðubúinn að leggja sín störf í dóm flokksmanna í almennri formannskosningu undir loka næsta árs. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Akranesi í gær. Fyrir fundinum lá tillaga frá Natani Þúrunnar-Kolbeinssyni og fleirum um að settur yrði aldurskvóti á frambjóðendur í þremur efstu sætum flokksins fyrir komandi kosningar til Alþingis árið 2017, þannig að fjölga mætti fulltrúum flokksins á aldrinum 35 ára og yngri. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að þessi mál hafi verið rædd ítarlega á flokksstjórnarfundinum. „Það var mikil samstaða á fundinum um mikilvægi þess að það yrði endurnýjun í Samfylkingunni. Við höfum tekið mjög vel á móti öflugum hópi ungs fólks sem hefur verið duglegt í starfinu. Við viljum mjög gjarnan að ungt fólk upplifi sig velkomið í framvarðarsveit Samfylkingarinnar,“ segir Árni Páll. Enda væri Samfylkingin opinn flokkur og tilbúinn að takast á við endurnýjun. Flokksstjórnarfundurinn hafi beint því til kjördæmisráða flokksins að hafa þetta í huga þegar aðferðir við val á framboðslista verði mótaðar. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins í þessari viku mældist flokkurinn með sögulega lítið fylgi eða rétt rúm átta prósent.Þarf ekki forysta flokksins líka að horfa svolítið í eigin barm? „Hún þarf að gera það líka. Aðalatriðið er að við sendum þau skilaboð með skýrum hætti að Samfylkingin er opinn flokkur. Það á jafnt við um þingflokkinn sem og forystuna. Við erum tilbúin að leggja verk okkar í dóm flokksmanna. Það er ekki vandamálið,“ segir Árni Páll. Allir geti komið að starfi flokksins og látið til sín taka með sínum hugmyndum. Næsti landsfundur fer fram í upphafi árs 2017, nokkrum mánuðum fyrir næstu alþingiskosningar. „Það er mjög mikilvægt að við höfum ákveðið að það verði tækifæri til allsherjaratkvæðagreiðslu í lok næsta árs. Vel í tíma fyrir næstu kosningar. Ef einhver hefur áhuga á að bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni annar en ég mun það koma í ljós þá,“ segir Árni Páll. Þar sé byggt á lýðræðislegri og mikilvægri hefð Samfylkingarinnar um að allir flokksmenn velji formann flokksins sem hafi styrkt flokkinn.Ert þú þá reiðubúinn til að bjóða þig fram áfram til formennsku?„Ég hef hingað til stefnt að því að bjóða fram krafta mína til að leiða flokkinn í næstu kosningum. Sú stefna er óbreytt. En ég sit auðvitað ekki lengur en flokksmenn Samfylkingarinnar vilja hafa mig sem formann,“ segir Árni Páll Árnason. Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir mikla samstöðu hafa verið um það á flokksstjórnarfundi flokksins um helgina að endurnýjun þyrfti að eiga sér stað í Samfylkingunni og yngra fólk hvatt til framboðs. Þá segist hann reiðubúinn að leggja sín störf í dóm flokksmanna í almennri formannskosningu undir loka næsta árs. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Akranesi í gær. Fyrir fundinum lá tillaga frá Natani Þúrunnar-Kolbeinssyni og fleirum um að settur yrði aldurskvóti á frambjóðendur í þremur efstu sætum flokksins fyrir komandi kosningar til Alþingis árið 2017, þannig að fjölga mætti fulltrúum flokksins á aldrinum 35 ára og yngri. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að þessi mál hafi verið rædd ítarlega á flokksstjórnarfundinum. „Það var mikil samstaða á fundinum um mikilvægi þess að það yrði endurnýjun í Samfylkingunni. Við höfum tekið mjög vel á móti öflugum hópi ungs fólks sem hefur verið duglegt í starfinu. Við viljum mjög gjarnan að ungt fólk upplifi sig velkomið í framvarðarsveit Samfylkingarinnar,“ segir Árni Páll. Enda væri Samfylkingin opinn flokkur og tilbúinn að takast á við endurnýjun. Flokksstjórnarfundurinn hafi beint því til kjördæmisráða flokksins að hafa þetta í huga þegar aðferðir við val á framboðslista verði mótaðar. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins í þessari viku mældist flokkurinn með sögulega lítið fylgi eða rétt rúm átta prósent.Þarf ekki forysta flokksins líka að horfa svolítið í eigin barm? „Hún þarf að gera það líka. Aðalatriðið er að við sendum þau skilaboð með skýrum hætti að Samfylkingin er opinn flokkur. Það á jafnt við um þingflokkinn sem og forystuna. Við erum tilbúin að leggja verk okkar í dóm flokksmanna. Það er ekki vandamálið,“ segir Árni Páll. Allir geti komið að starfi flokksins og látið til sín taka með sínum hugmyndum. Næsti landsfundur fer fram í upphafi árs 2017, nokkrum mánuðum fyrir næstu alþingiskosningar. „Það er mjög mikilvægt að við höfum ákveðið að það verði tækifæri til allsherjaratkvæðagreiðslu í lok næsta árs. Vel í tíma fyrir næstu kosningar. Ef einhver hefur áhuga á að bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni annar en ég mun það koma í ljós þá,“ segir Árni Páll. Þar sé byggt á lýðræðislegri og mikilvægri hefð Samfylkingarinnar um að allir flokksmenn velji formann flokksins sem hafi styrkt flokkinn.Ert þú þá reiðubúinn til að bjóða þig fram áfram til formennsku?„Ég hef hingað til stefnt að því að bjóða fram krafta mína til að leiða flokkinn í næstu kosningum. Sú stefna er óbreytt. En ég sit auðvitað ekki lengur en flokksmenn Samfylkingarinnar vilja hafa mig sem formann,“ segir Árni Páll Árnason.
Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira