Menntamálaráðherra segir skipulag RÚV ekki greypt í stein Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2015 19:45 Þingflokksformaður Vinstri grænna segir suma Framsóknarmenn hafa lagst á sveif með Sjálfstæðisflokknum sem lengi hafi haft horn í síðu Ríkisútvarpsins. Menntamálaráðherra segist styðja rekstur ríkisútvarps, en það sé þó ekki óbreytanlegt frekar en aðrar stofnanir. Svandís Svavarsdóttir hóf sérstaka umræðu um umdeilda skýrslu undir formennsku Eyþórs Arnalds um Ríkisútvarpið á Alþingi í dag. Stjórnarandstöðuþingmenn sem tóku til máls voru flestir þeirrar skoðunar að trúverðugleiki skýrslunnar væri lítill. „Ríkisútvarpið hefur búið við þann veruleika í íslensku samfélagi um langt árabil að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sérstaklega haft horn í síðu þeirrar stofnunar,“ segir Svandís. Landsfundir flokksins hafi beinlínis ályktað að selja Ríkisútvarpið eða koma því út af kortinu sem fjölmiðli í almannaþágu. Það væri hins vegar yfirlýst markmið stjórnenda Ríkisútvarpsins að búa við öruggt rekstrarumhverfi og samninga við stjórnvöld til langs tíma. „Og ég spyr háttvirtan ráðherra hvernig hann sér fyrir sér að geta tryggt þennan stöðugleika í rekstrarumhverfi og fjárhagslegum grundvelli Ríkisútvarpsins. Eða hvort hann sér það fyrir sér að fara í endurskoðun á lögum og þar með hlutverki Ríkisútvarpsins,“ sagði Svandís. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra boðar að hann muni leggja fram frumvarp um Ríkisútvarpið á vorþingi. „Í upphafi máls síns hélt háttvirtur þingmaður því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sérstakt horn í síðu Ríkisútvarpsins. Ég held að þetta sé full einfölduð orðræða,“ segir menntamálaráðherra. Málið snérist um þau markmið sem sett væru Ríkisútvarpinu um vernd menningar, tungu og grundvöll lýðræðislegrar umræðu í þjóðfélaginu. Menn gætu greint á um leiðir að því markmiði. „Ég lít svo á að Ríkisútvarpið sé leið að markmiði. Ég tel reyndar að þetta sé góð leið og er í hópi þeirra sem telja að það sé þörf fyrir ríkisútvarp. En ég er ekki þeirrar skoðunar að það sé mótað í eitt skipti fyrir öll. Greypt í stein og óbreytanlegt,“ segir Illugi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru flestir sammála um að létta þyrfti 3,5 milljarða lífeyrisskuldbindingum af Ríkisútvarpinu. Menntamálaráðherra sagði þá stöðu til umhugsunar. Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir suma Framsóknarmenn hafa lagst á sveif með Sjálfstæðisflokknum sem lengi hafi haft horn í síðu Ríkisútvarpsins. Menntamálaráðherra segist styðja rekstur ríkisútvarps, en það sé þó ekki óbreytanlegt frekar en aðrar stofnanir. Svandís Svavarsdóttir hóf sérstaka umræðu um umdeilda skýrslu undir formennsku Eyþórs Arnalds um Ríkisútvarpið á Alþingi í dag. Stjórnarandstöðuþingmenn sem tóku til máls voru flestir þeirrar skoðunar að trúverðugleiki skýrslunnar væri lítill. „Ríkisútvarpið hefur búið við þann veruleika í íslensku samfélagi um langt árabil að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sérstaklega haft horn í síðu þeirrar stofnunar,“ segir Svandís. Landsfundir flokksins hafi beinlínis ályktað að selja Ríkisútvarpið eða koma því út af kortinu sem fjölmiðli í almannaþágu. Það væri hins vegar yfirlýst markmið stjórnenda Ríkisútvarpsins að búa við öruggt rekstrarumhverfi og samninga við stjórnvöld til langs tíma. „Og ég spyr háttvirtan ráðherra hvernig hann sér fyrir sér að geta tryggt þennan stöðugleika í rekstrarumhverfi og fjárhagslegum grundvelli Ríkisútvarpsins. Eða hvort hann sér það fyrir sér að fara í endurskoðun á lögum og þar með hlutverki Ríkisútvarpsins,“ sagði Svandís. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra boðar að hann muni leggja fram frumvarp um Ríkisútvarpið á vorþingi. „Í upphafi máls síns hélt háttvirtur þingmaður því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sérstakt horn í síðu Ríkisútvarpsins. Ég held að þetta sé full einfölduð orðræða,“ segir menntamálaráðherra. Málið snérist um þau markmið sem sett væru Ríkisútvarpinu um vernd menningar, tungu og grundvöll lýðræðislegrar umræðu í þjóðfélaginu. Menn gætu greint á um leiðir að því markmiði. „Ég lít svo á að Ríkisútvarpið sé leið að markmiði. Ég tel reyndar að þetta sé góð leið og er í hópi þeirra sem telja að það sé þörf fyrir ríkisútvarp. En ég er ekki þeirrar skoðunar að það sé mótað í eitt skipti fyrir öll. Greypt í stein og óbreytanlegt,“ segir Illugi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru flestir sammála um að létta þyrfti 3,5 milljarða lífeyrisskuldbindingum af Ríkisútvarpinu. Menntamálaráðherra sagði þá stöðu til umhugsunar.
Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira