Byggja þarf 10.000 íbúðir næstu þrjú árin Una Sighvatsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 20:00 Samtök iðnaðarins framkvæma árlega talningu á íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Eftir langvarandi skort virðist nú skriður að komast á framkvæmdir og má búast við að 10.000 íbúðir verði framleiddar á höfuðborgarsvæðinu á næstu þremur árum. Þetta kom fram á fundi Samtaka iðnaðarins í dag, undir yfirskriftinni „Mætum þörfinni - Íbúðamarkaður í brennidepli". „Góðu fréttirnar eru klárlega þær að sú spá sem við gerum um framleiðslu á húsnæði næstu þrjú árin bendir til þess að hún dugi til að mæta þeirri þörf sem framundan er," segir Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Síðri fréttirnar eru hinsvegar þær að eftir stendur uppsöfnuð þörf vegna þess hve lítið hefur verið byggt síðust ár. Á árunum 2009-2015 var lokið við um 950 íbúðir árlega á höfuðborgarsvæðinu, en þörfin miðað við fólksfjölgun var fyrir um 1.500-1.800 íbúðir. Miðað er við að á móti hverjum 1000 sem bætast í mannfjöldann þurfi að byggja um 500 íbúðir, og íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um 2500 mann að jafnaði á ári. Því er langt frá því að þörfinni hafi verið mætt. Afleiðingin er meðal annars sú að húsnæðisleit verður sífellt erfiðari sem kemur ekki síst niður á ungu fólki. Fram kom á fundinum að á síðastliðnum áratug hefur ungu fólki, 25-34 ára, sem býr í foreldrahúsum fjölgað um 60%, eða úr 10% aldurshópsins í 14%. Til að brúa bilið sem hefur myndast þyrfti að byggja 2500-3000 íbúðir, til viðbótar við þörf næstu ára. Samtök iðnaðarins telja það mikla áskorun að mæta þessari þörf. „Ég held að það sé hægt að orða það þannig að það sé ákveðin úrslitastund núna," segir Almar. „Þetta er mál sem fær mjög mikið pláss í þjóðfélaginu og það er vegna þess að það er brýn þörf. Úrslitastundin hlýtur að felast í því að opinberir aðilar, við hjá Samtökum iðnaðarins og fleiri, tökum höndum saman og förum í ákveðin umbótaverkefni. Þau skila sér ekki öll á morgun, en þau munu skila sér á næstu árum."Frá fundi Samtaka iðnaðarins um íbúðamál í morgunSamtök iðnaðarins setja fram fimm umbótaskref sem þau telja nauðsynleg, en þau eru:Sveigjanlegri umgjörð og markaðsdrifið umhverfiByggjum á bættri framleiðni og gerum beturNýjar og fjölbreyttari byggingaraðferðirLækkun fjármagnskostnaðarBættar upplýsingar = betri ákvörðunartaka Ekkert af þeim sex frumvörpum til húsnæðismála sem boðað var að lögð yrðu fram á haustþingi hafa enn litið dagsins ljós. Eygló Harðardóttir ráðherra húsnæðismála sagði á Alþingi í morgun að unni væri hörðum höndum að því að koma frumvörpunum inn í þingið. Friðrik Ólafsson forstöðumaður byggingasviðs Samtaka iðnaðarins segir vonir bundnar við að eitthvað útspil komi fljótlega. „Ríkisvaldið allavega hefur lofað því að rýna í reglugerðir og lög til að laga þetta umhverfi sem við búum við. Það sem við köllum eftir er að regluverkið verði að leyfa okkur fjölbreytni. En það eru ekki komin nein konkret úrræði. Við bíðum, við vonum og við erum búin að gera það lengi, en það verður eitthvað útspil að koma núna fljótt." Alþingi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Samtök iðnaðarins framkvæma árlega talningu á íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Eftir langvarandi skort virðist nú skriður að komast á framkvæmdir og má búast við að 10.000 íbúðir verði framleiddar á höfuðborgarsvæðinu á næstu þremur árum. Þetta kom fram á fundi Samtaka iðnaðarins í dag, undir yfirskriftinni „Mætum þörfinni - Íbúðamarkaður í brennidepli". „Góðu fréttirnar eru klárlega þær að sú spá sem við gerum um framleiðslu á húsnæði næstu þrjú árin bendir til þess að hún dugi til að mæta þeirri þörf sem framundan er," segir Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Síðri fréttirnar eru hinsvegar þær að eftir stendur uppsöfnuð þörf vegna þess hve lítið hefur verið byggt síðust ár. Á árunum 2009-2015 var lokið við um 950 íbúðir árlega á höfuðborgarsvæðinu, en þörfin miðað við fólksfjölgun var fyrir um 1.500-1.800 íbúðir. Miðað er við að á móti hverjum 1000 sem bætast í mannfjöldann þurfi að byggja um 500 íbúðir, og íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um 2500 mann að jafnaði á ári. Því er langt frá því að þörfinni hafi verið mætt. Afleiðingin er meðal annars sú að húsnæðisleit verður sífellt erfiðari sem kemur ekki síst niður á ungu fólki. Fram kom á fundinum að á síðastliðnum áratug hefur ungu fólki, 25-34 ára, sem býr í foreldrahúsum fjölgað um 60%, eða úr 10% aldurshópsins í 14%. Til að brúa bilið sem hefur myndast þyrfti að byggja 2500-3000 íbúðir, til viðbótar við þörf næstu ára. Samtök iðnaðarins telja það mikla áskorun að mæta þessari þörf. „Ég held að það sé hægt að orða það þannig að það sé ákveðin úrslitastund núna," segir Almar. „Þetta er mál sem fær mjög mikið pláss í þjóðfélaginu og það er vegna þess að það er brýn þörf. Úrslitastundin hlýtur að felast í því að opinberir aðilar, við hjá Samtökum iðnaðarins og fleiri, tökum höndum saman og förum í ákveðin umbótaverkefni. Þau skila sér ekki öll á morgun, en þau munu skila sér á næstu árum."Frá fundi Samtaka iðnaðarins um íbúðamál í morgunSamtök iðnaðarins setja fram fimm umbótaskref sem þau telja nauðsynleg, en þau eru:Sveigjanlegri umgjörð og markaðsdrifið umhverfiByggjum á bættri framleiðni og gerum beturNýjar og fjölbreyttari byggingaraðferðirLækkun fjármagnskostnaðarBættar upplýsingar = betri ákvörðunartaka Ekkert af þeim sex frumvörpum til húsnæðismála sem boðað var að lögð yrðu fram á haustþingi hafa enn litið dagsins ljós. Eygló Harðardóttir ráðherra húsnæðismála sagði á Alþingi í morgun að unni væri hörðum höndum að því að koma frumvörpunum inn í þingið. Friðrik Ólafsson forstöðumaður byggingasviðs Samtaka iðnaðarins segir vonir bundnar við að eitthvað útspil komi fljótlega. „Ríkisvaldið allavega hefur lofað því að rýna í reglugerðir og lög til að laga þetta umhverfi sem við búum við. Það sem við köllum eftir er að regluverkið verði að leyfa okkur fjölbreytni. En það eru ekki komin nein konkret úrræði. Við bíðum, við vonum og við erum búin að gera það lengi, en það verður eitthvað útspil að koma núna fljótt."
Alþingi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira