Flókið regluverk ekki afsökun fyrir því að brjóta lög 12. nóvember 2015 19:30 Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Sprenging hefur orðið í skammtímaleigu íbúða til ferðamanna í gegnum vefsíðuna airbnb. Í nýrri skýrslu Háskólans á Bifröst kemur fram að í Reykjavík séu yfir 1.900 herbergi og íbúðir í útleigu. Samtök ferðaþjónustunnar benda á að í mörgum íbúðum séu fleiri en eitt herbergi svo ætla megi að hlutdeild airbnb slagi upp í að vera á pari við hótelmarkaðinn, en um 3.900 hótelherbergi eru nú á höfuðborgarsvæðinu. Munurinn er sá að hátt í 90% leiguíbúða eru rekin í leyfisleysi. „Þannig að þetta er helmingurinn af framboðinu og það má segja að þegar aðeins 13% þeirra eru með tilskylin leyfi og skili sköttum og skyldum, þá er samkeppnisstaðan mjög skökk á þessum markaði og við gerum þá sjálfsögðu og skýlausu kröfu að það sé leiðrétt," segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir þær tölur sem fram komu í skýrslunni, að 4% allra íbúða í Reykjavík séu í útleigu til ferðamanna, ekki koma á óvart. „Þessi íbúðagisting er að sjálfsögðu komin til að vera hér eins og annars staðar í heiminum, en það sem er þó sérstakt hér á Íslandi er að hvergi annars staðar, allavega ekki í þeim öndum sem eru næst okkur, er þetta hlutfall svona svakalega hátt. En það má líka að segja að annars staðar hefur ekki verið jafnsvakalegur vöxtur frá ári til árs í fjölda ferðamana, svo það er að hluta til eðlilegt."Mikilvægt að gera greinarmun á frístundaleigu og atvinnurekstri Iðnaðarráðherra greindi frá því í Íslandi í dag í vikunni að unnið sé að því að einfalda regluverkið þannig að fólki verði heimilt að leigja út heimili sín í allt að 90 daga á ári án þess að þurfa sömu leyfi og hótel eða gistiheimili. Samtök ferðaþjónustunnar telja jákvætt að koma til móts við þá sem stunda svo kallaða frístundaleigu. „En hinsvegar þeir sem eru í fullum atvinnurekstri við það að leigja út íbúðir, það er eðlilegt að þeir sitji við sama borð og þeir sem eru í sömu starfsemi, það er að segja, hvort sem verið er að leigja út hótelherbergi, eða herbergi og íbúðir. Það er ekkert óeðlilegt við það og við gerum kröfu um það að sjálfsögðu að menn sitji við sama borð hvað það varðar," segir Helga. Það eitt að regluverkið sé flókið sé ekki afsökun til þess að brjóta lög. Helga segir þetta í raun þríþætt. Í fyrsta lagi að allir sem hafi atvinnu af rekstri gistinga búi við sama skattaumhverfi. Í öðru lagi að regluverkið tryggi öryggi ferðamanna sem best. Í þriðja lagi þurfi svo að gæta þess að reglunum sé fylgt. „Til þess að þetta komi allt heim og saman þá verðum við að tryggja eftirlit og viðurlög. Það er eitthvað sem við teljum að hafi verið verulega ábótavant." Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Airbnb á Íslandi sækir á Mikil aukning í framboði og eftirspurn eftir Airbnb-íbúðum hér á landi. 30. október 2015 10:39 Hegðun neytenda í deilihagkerfinu er að breytast Deilihagkerfið er farið að snúast minna um félagsleg tengsl og meira um peninga. 30. október 2015 16:30 Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00 4% allra íbúða í Reykjavík í útleigu til ferðamanna Um 3400 íbúðir og herbergi á Íslandi eru skráð á Airbnb. 6. nóvember 2015 16:03 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Sprenging hefur orðið í skammtímaleigu íbúða til ferðamanna í gegnum vefsíðuna airbnb. Í nýrri skýrslu Háskólans á Bifröst kemur fram að í Reykjavík séu yfir 1.900 herbergi og íbúðir í útleigu. Samtök ferðaþjónustunnar benda á að í mörgum íbúðum séu fleiri en eitt herbergi svo ætla megi að hlutdeild airbnb slagi upp í að vera á pari við hótelmarkaðinn, en um 3.900 hótelherbergi eru nú á höfuðborgarsvæðinu. Munurinn er sá að hátt í 90% leiguíbúða eru rekin í leyfisleysi. „Þannig að þetta er helmingurinn af framboðinu og það má segja að þegar aðeins 13% þeirra eru með tilskylin leyfi og skili sköttum og skyldum, þá er samkeppnisstaðan mjög skökk á þessum markaði og við gerum þá sjálfsögðu og skýlausu kröfu að það sé leiðrétt," segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir þær tölur sem fram komu í skýrslunni, að 4% allra íbúða í Reykjavík séu í útleigu til ferðamanna, ekki koma á óvart. „Þessi íbúðagisting er að sjálfsögðu komin til að vera hér eins og annars staðar í heiminum, en það sem er þó sérstakt hér á Íslandi er að hvergi annars staðar, allavega ekki í þeim öndum sem eru næst okkur, er þetta hlutfall svona svakalega hátt. En það má líka að segja að annars staðar hefur ekki verið jafnsvakalegur vöxtur frá ári til árs í fjölda ferðamana, svo það er að hluta til eðlilegt."Mikilvægt að gera greinarmun á frístundaleigu og atvinnurekstri Iðnaðarráðherra greindi frá því í Íslandi í dag í vikunni að unnið sé að því að einfalda regluverkið þannig að fólki verði heimilt að leigja út heimili sín í allt að 90 daga á ári án þess að þurfa sömu leyfi og hótel eða gistiheimili. Samtök ferðaþjónustunnar telja jákvætt að koma til móts við þá sem stunda svo kallaða frístundaleigu. „En hinsvegar þeir sem eru í fullum atvinnurekstri við það að leigja út íbúðir, það er eðlilegt að þeir sitji við sama borð og þeir sem eru í sömu starfsemi, það er að segja, hvort sem verið er að leigja út hótelherbergi, eða herbergi og íbúðir. Það er ekkert óeðlilegt við það og við gerum kröfu um það að sjálfsögðu að menn sitji við sama borð hvað það varðar," segir Helga. Það eitt að regluverkið sé flókið sé ekki afsökun til þess að brjóta lög. Helga segir þetta í raun þríþætt. Í fyrsta lagi að allir sem hafi atvinnu af rekstri gistinga búi við sama skattaumhverfi. Í öðru lagi að regluverkið tryggi öryggi ferðamanna sem best. Í þriðja lagi þurfi svo að gæta þess að reglunum sé fylgt. „Til þess að þetta komi allt heim og saman þá verðum við að tryggja eftirlit og viðurlög. Það er eitthvað sem við teljum að hafi verið verulega ábótavant."
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Airbnb á Íslandi sækir á Mikil aukning í framboði og eftirspurn eftir Airbnb-íbúðum hér á landi. 30. október 2015 10:39 Hegðun neytenda í deilihagkerfinu er að breytast Deilihagkerfið er farið að snúast minna um félagsleg tengsl og meira um peninga. 30. október 2015 16:30 Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00 4% allra íbúða í Reykjavík í útleigu til ferðamanna Um 3400 íbúðir og herbergi á Íslandi eru skráð á Airbnb. 6. nóvember 2015 16:03 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Airbnb á Íslandi sækir á Mikil aukning í framboði og eftirspurn eftir Airbnb-íbúðum hér á landi. 30. október 2015 10:39
Hegðun neytenda í deilihagkerfinu er að breytast Deilihagkerfið er farið að snúast minna um félagsleg tengsl og meira um peninga. 30. október 2015 16:30
Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00
4% allra íbúða í Reykjavík í útleigu til ferðamanna Um 3400 íbúðir og herbergi á Íslandi eru skráð á Airbnb. 6. nóvember 2015 16:03
Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30