Skammist ykkar fyrir að kalla Gísla Martein „skrípi“, „fífl“ og „andskota“ Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2015 14:33 Lindu Pé ofbýður hvernig landsbyggðamenn tala um Gísla Martein -- og skakkar leikinn. Linda Pétursdóttir athafnakona og dýravinur hefur risið upp til varnar Gísla Marteini Baldurssyni, gegn landsbyggðarmönnum sem hafa verið að úthúða sjónvarpsmanninum geðþekka. Linda sýnir nokkurt hugrekki þegar hún skakkar leikinn á Facebook; en téðir landsbyggðarmenn hafa sýnt að þeir eru til alls líklegir. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður vann sér það til óyndis meðal margra á landsbyggðinni að varpa fram spurningunni hvort einhver hafi „spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn?“ Var þetta í tengslum við frétt þess efnis að nýir flóðgarðar á Neskaupsstað kosti 2,5. Þetta var um helgina á Twitter og menn eru ekkert á því að láta Gísla Martein sleppa of snemma með þetta. Og þannig birtir Stefán Guðmundsson athafnamaður á Húsavík mynd af Gísla Marteini á Facebooksíðu sinni undir yfirskriftinni: „Vill einhver taka ungan Reykvíking í sveit í sumar?“Gísli Marteinn er hafður að háði og spotti meðal landsbyggðafólks þessi dægrin, eftir umdeild ummæli.Nokkur umræða skapast á þræði undir þessu skensi Stefáns og eru Gísla Marteini ekki vandaðar kveðjurnar. Hér eru nokkur dæmi: „Er ekki illa við marga, en það alveg kraumar á mer bara við að sjá mynd af þessu skrípi.“ Annar segir: „Stefán - þú ert að leggja fífl í einelti,“ og lætur broskall fylgja en Stefán segir að þetta sé ekki einelti, heldur „betrunar-tillögur“. „Það væri best að heilsa þessum andskota á Sjómannasið,“ segir einn og annar segir: „Menn eins og Gísli sem vísvitandi gera lítið úr og ögra landsbyggðarfólki uppskera eins og þeir sá. þoli illa svona pappakassa sem aldrei hafa sett hendina í kalt vatn nema þá óvart og halda að heimurinn snúist um 101rvk.“ Og enn einn segir: „Forrest Gump sagði "stupid is as stupid does." Og er það eina sem kemur upp í huga mér þegar ég sé eða heyri í þessum blessaða dreng.“ En, þarna þykir Lindu nóg komið. Hún blandar sér óhrædd í þessar einsleitu samræður og hastar á þá karla sem þarna vilja hæðast að Gísla Marteini og kalla öllum illum nöfnum: „Mèr blöskrar hvernig þið fullorðnir menn skrifið hér. Þið getið verið ósammála skoðunum Gísla en að kalla hann "skrípi", "fífl" og "andskota", segir því miður meira um ykkur en hann. Skammist ykkar.“ Og, svo virðist sem heldur sljákki í mannskapnum við þessar skammir Lindu.Hefur einhver spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn? https://t.co/6Kjumdisv9— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 7, 2015 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Linda Pétursdóttir athafnakona og dýravinur hefur risið upp til varnar Gísla Marteini Baldurssyni, gegn landsbyggðarmönnum sem hafa verið að úthúða sjónvarpsmanninum geðþekka. Linda sýnir nokkurt hugrekki þegar hún skakkar leikinn á Facebook; en téðir landsbyggðarmenn hafa sýnt að þeir eru til alls líklegir. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður vann sér það til óyndis meðal margra á landsbyggðinni að varpa fram spurningunni hvort einhver hafi „spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn?“ Var þetta í tengslum við frétt þess efnis að nýir flóðgarðar á Neskaupsstað kosti 2,5. Þetta var um helgina á Twitter og menn eru ekkert á því að láta Gísla Martein sleppa of snemma með þetta. Og þannig birtir Stefán Guðmundsson athafnamaður á Húsavík mynd af Gísla Marteini á Facebooksíðu sinni undir yfirskriftinni: „Vill einhver taka ungan Reykvíking í sveit í sumar?“Gísli Marteinn er hafður að háði og spotti meðal landsbyggðafólks þessi dægrin, eftir umdeild ummæli.Nokkur umræða skapast á þræði undir þessu skensi Stefáns og eru Gísla Marteini ekki vandaðar kveðjurnar. Hér eru nokkur dæmi: „Er ekki illa við marga, en það alveg kraumar á mer bara við að sjá mynd af þessu skrípi.“ Annar segir: „Stefán - þú ert að leggja fífl í einelti,“ og lætur broskall fylgja en Stefán segir að þetta sé ekki einelti, heldur „betrunar-tillögur“. „Það væri best að heilsa þessum andskota á Sjómannasið,“ segir einn og annar segir: „Menn eins og Gísli sem vísvitandi gera lítið úr og ögra landsbyggðarfólki uppskera eins og þeir sá. þoli illa svona pappakassa sem aldrei hafa sett hendina í kalt vatn nema þá óvart og halda að heimurinn snúist um 101rvk.“ Og enn einn segir: „Forrest Gump sagði "stupid is as stupid does." Og er það eina sem kemur upp í huga mér þegar ég sé eða heyri í þessum blessaða dreng.“ En, þarna þykir Lindu nóg komið. Hún blandar sér óhrædd í þessar einsleitu samræður og hastar á þá karla sem þarna vilja hæðast að Gísla Marteini og kalla öllum illum nöfnum: „Mèr blöskrar hvernig þið fullorðnir menn skrifið hér. Þið getið verið ósammála skoðunum Gísla en að kalla hann "skrípi", "fífl" og "andskota", segir því miður meira um ykkur en hann. Skammist ykkar.“ Og, svo virðist sem heldur sljákki í mannskapnum við þessar skammir Lindu.Hefur einhver spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn? https://t.co/6Kjumdisv9— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 7, 2015
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira