Landlæknir telur staðgöngumæðrun ranga forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2015 10:13 Birgir Jakobsson, landlæknir. Vísir/Stefán Birgir Jakobsson, landlæknir, telur að sú þjónusta sem frumvarp heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér muni auka flækjustig og kostnað innan heilbrigðisþjónustunnar. Þetta kemur fram í umsögn embættis landlæknis um frumvarpið sem skilað var til nefndasviðs Alþingis í gær. Að mati landlæknis er frumvarpið ekki rétt forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu í dag þar sem íslensk heilbrigðisþjónusta á við margvíslegar áskoranir að etja, eins og það er orðað í umsögninni.Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni ótímabær Þá bendir landlæknir á að staðgöngumæðrun sé ekki leyfð í neinu Norðurlandanna og metur hann það sem svo að sú staðreynd endurspegli flókin læknisfræði-, siðfræði-, og samfélagslegu álitaefni sem staðgöngumæðrun vekur spurningar um. Árið 2013 lagði Geir Gunnlaugsson, þáverandi landlæknir, fram svör embættisins við spurningum frá velferðarráðuneytinu vegna álitaefna um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þá var niðurstaða embættisins sú að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni væri ekki tímabær. Segir núverandi landlæknir að sú afstaða embættisins sé óbreytt.Telja frumvarpið fela í sér óbeina mismunun Auk landlæknis hafa Samtökin ´78, Barnaverndarstofa og Óháði söfnuðurinn skilað inn umsögn um frumvarpið. Samtökin ´78 leggjast gegn frumvarpinu í nýverandi mynd þar sem þau telja að frumvarpið feli í sér óbeina mismunun gagnvart hinsegin fólki þar sem kveðið er á um það í frumvarpinu að annað væntanlegra foreldra skuli leggja til kynfrumur. Segir í umsögn samtakanna að sumir hópar í samfélaginu, svo sem hinsegin fólk, hafi verulega takmarkaða eða enga möguleika á að ættleiða börn. Þá séu þessir hópar jafnframt líklegri en aðrir til að geta ekki lagt fram kynfrumur og benda samtökin sérstaklega á stöðu transfólks sem farið hefur í gegnum kynleiðréttingarferli. Það ferli útilokar gjarnan barneignir og framleiðslu á kynfrumum. Alþingi Hinsegin Tengdar fréttir Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15 Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00 Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00 „Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30 Staðgöngumóðir má ekki vera skyld barninu í beinan legg Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. 13. október 2015 15:26 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Birgir Jakobsson, landlæknir, telur að sú þjónusta sem frumvarp heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér muni auka flækjustig og kostnað innan heilbrigðisþjónustunnar. Þetta kemur fram í umsögn embættis landlæknis um frumvarpið sem skilað var til nefndasviðs Alþingis í gær. Að mati landlæknis er frumvarpið ekki rétt forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu í dag þar sem íslensk heilbrigðisþjónusta á við margvíslegar áskoranir að etja, eins og það er orðað í umsögninni.Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni ótímabær Þá bendir landlæknir á að staðgöngumæðrun sé ekki leyfð í neinu Norðurlandanna og metur hann það sem svo að sú staðreynd endurspegli flókin læknisfræði-, siðfræði-, og samfélagslegu álitaefni sem staðgöngumæðrun vekur spurningar um. Árið 2013 lagði Geir Gunnlaugsson, þáverandi landlæknir, fram svör embættisins við spurningum frá velferðarráðuneytinu vegna álitaefna um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þá var niðurstaða embættisins sú að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni væri ekki tímabær. Segir núverandi landlæknir að sú afstaða embættisins sé óbreytt.Telja frumvarpið fela í sér óbeina mismunun Auk landlæknis hafa Samtökin ´78, Barnaverndarstofa og Óháði söfnuðurinn skilað inn umsögn um frumvarpið. Samtökin ´78 leggjast gegn frumvarpinu í nýverandi mynd þar sem þau telja að frumvarpið feli í sér óbeina mismunun gagnvart hinsegin fólki þar sem kveðið er á um það í frumvarpinu að annað væntanlegra foreldra skuli leggja til kynfrumur. Segir í umsögn samtakanna að sumir hópar í samfélaginu, svo sem hinsegin fólk, hafi verulega takmarkaða eða enga möguleika á að ættleiða börn. Þá séu þessir hópar jafnframt líklegri en aðrir til að geta ekki lagt fram kynfrumur og benda samtökin sérstaklega á stöðu transfólks sem farið hefur í gegnum kynleiðréttingarferli. Það ferli útilokar gjarnan barneignir og framleiðslu á kynfrumum.
Alþingi Hinsegin Tengdar fréttir Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15 Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00 Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00 „Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30 Staðgöngumóðir má ekki vera skyld barninu í beinan legg Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. 13. október 2015 15:26 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15
Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00
Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00
„Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30
Staðgöngumóðir má ekki vera skyld barninu í beinan legg Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. 13. október 2015 15:26