Bílasala keyrir langt fram úr væntingum Sæunn Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2015 10:00 Bílasala hefur aukist til muna á þessu ári. Vísir/Stefán Í lok október voru nýskráningar bifreiða á árinu orðnar 13.508. Þetta er vel yfir spá Bílabúðar Benna í byrjun árs um að hátt í 12.000 nýir fólksbílar myndu seljast á árinu. Þetta er einnig mikil aukning frá því í fyrra en þá seldust 10.611 bílar allt árið. Viðsnúningur varð hjá flestum bílasölum landsins árið 2014 meðal annars hjá Brimborg, Heklu, BL, Öskju, og Toyota og skiluðu þær bílasölur sem Markaðurinn skoðaði allar hagnaði á árinu. Mestur hagnaður varð hjá Toyota, en hann nam 510 milljónum króna. Mesta velta var hins vegar hjá BL en hún nam 13,7 milljörðum króna. Minnsta veltan var hjá Suzuki, en rekstrartekjur samstæðunnar námu 1,9 milljarði króna á árinu, hagnaður félagsins nam hins vegar 187,5 milljónum króna. Minnstur hagnaður var hjá Heklu en hann nam 3,9 milljónum króna. Hagnaður sem hlutfall af veltu var hæstur hjá Suzuki-samstæðunni, eða tólf prósent, en lægstur hjá Heklu, eða 0,04 prósent. Á árinu störfuðu flestir hjá Brimborg, en þar voru 170 stöðugildi en fæstir hjá Suzuki, þar sem voru 22 stöðugildi. Margar bílasölur bættu við sig starfsmönnum á árinu og má þar nefna Öskju og Suzuki. Ef bílasala helst svipuð það sem eftir er árs og á haustmánuðum má áætla að rúmlega 15 þúsund nýskráningar muni eiga sér stað á árinu. Það myndi jafngilda nærri tvöföldun í bílasölu á tveimur árum, en árið 2013 seldust aðeins 7.913 nýir bílar. Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessís Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Í lok október voru nýskráningar bifreiða á árinu orðnar 13.508. Þetta er vel yfir spá Bílabúðar Benna í byrjun árs um að hátt í 12.000 nýir fólksbílar myndu seljast á árinu. Þetta er einnig mikil aukning frá því í fyrra en þá seldust 10.611 bílar allt árið. Viðsnúningur varð hjá flestum bílasölum landsins árið 2014 meðal annars hjá Brimborg, Heklu, BL, Öskju, og Toyota og skiluðu þær bílasölur sem Markaðurinn skoðaði allar hagnaði á árinu. Mestur hagnaður varð hjá Toyota, en hann nam 510 milljónum króna. Mesta velta var hins vegar hjá BL en hún nam 13,7 milljörðum króna. Minnsta veltan var hjá Suzuki, en rekstrartekjur samstæðunnar námu 1,9 milljarði króna á árinu, hagnaður félagsins nam hins vegar 187,5 milljónum króna. Minnstur hagnaður var hjá Heklu en hann nam 3,9 milljónum króna. Hagnaður sem hlutfall af veltu var hæstur hjá Suzuki-samstæðunni, eða tólf prósent, en lægstur hjá Heklu, eða 0,04 prósent. Á árinu störfuðu flestir hjá Brimborg, en þar voru 170 stöðugildi en fæstir hjá Suzuki, þar sem voru 22 stöðugildi. Margar bílasölur bættu við sig starfsmönnum á árinu og má þar nefna Öskju og Suzuki. Ef bílasala helst svipuð það sem eftir er árs og á haustmánuðum má áætla að rúmlega 15 þúsund nýskráningar muni eiga sér stað á árinu. Það myndi jafngilda nærri tvöföldun í bílasölu á tveimur árum, en árið 2013 seldust aðeins 7.913 nýir bílar.
Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessís Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira