Bílasala keyrir langt fram úr væntingum Sæunn Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2015 10:00 Bílasala hefur aukist til muna á þessu ári. Vísir/Stefán Í lok október voru nýskráningar bifreiða á árinu orðnar 13.508. Þetta er vel yfir spá Bílabúðar Benna í byrjun árs um að hátt í 12.000 nýir fólksbílar myndu seljast á árinu. Þetta er einnig mikil aukning frá því í fyrra en þá seldust 10.611 bílar allt árið. Viðsnúningur varð hjá flestum bílasölum landsins árið 2014 meðal annars hjá Brimborg, Heklu, BL, Öskju, og Toyota og skiluðu þær bílasölur sem Markaðurinn skoðaði allar hagnaði á árinu. Mestur hagnaður varð hjá Toyota, en hann nam 510 milljónum króna. Mesta velta var hins vegar hjá BL en hún nam 13,7 milljörðum króna. Minnsta veltan var hjá Suzuki, en rekstrartekjur samstæðunnar námu 1,9 milljarði króna á árinu, hagnaður félagsins nam hins vegar 187,5 milljónum króna. Minnstur hagnaður var hjá Heklu en hann nam 3,9 milljónum króna. Hagnaður sem hlutfall af veltu var hæstur hjá Suzuki-samstæðunni, eða tólf prósent, en lægstur hjá Heklu, eða 0,04 prósent. Á árinu störfuðu flestir hjá Brimborg, en þar voru 170 stöðugildi en fæstir hjá Suzuki, þar sem voru 22 stöðugildi. Margar bílasölur bættu við sig starfsmönnum á árinu og má þar nefna Öskju og Suzuki. Ef bílasala helst svipuð það sem eftir er árs og á haustmánuðum má áætla að rúmlega 15 þúsund nýskráningar muni eiga sér stað á árinu. Það myndi jafngilda nærri tvöföldun í bílasölu á tveimur árum, en árið 2013 seldust aðeins 7.913 nýir bílar. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Í lok október voru nýskráningar bifreiða á árinu orðnar 13.508. Þetta er vel yfir spá Bílabúðar Benna í byrjun árs um að hátt í 12.000 nýir fólksbílar myndu seljast á árinu. Þetta er einnig mikil aukning frá því í fyrra en þá seldust 10.611 bílar allt árið. Viðsnúningur varð hjá flestum bílasölum landsins árið 2014 meðal annars hjá Brimborg, Heklu, BL, Öskju, og Toyota og skiluðu þær bílasölur sem Markaðurinn skoðaði allar hagnaði á árinu. Mestur hagnaður varð hjá Toyota, en hann nam 510 milljónum króna. Mesta velta var hins vegar hjá BL en hún nam 13,7 milljörðum króna. Minnsta veltan var hjá Suzuki, en rekstrartekjur samstæðunnar námu 1,9 milljarði króna á árinu, hagnaður félagsins nam hins vegar 187,5 milljónum króna. Minnstur hagnaður var hjá Heklu en hann nam 3,9 milljónum króna. Hagnaður sem hlutfall af veltu var hæstur hjá Suzuki-samstæðunni, eða tólf prósent, en lægstur hjá Heklu, eða 0,04 prósent. Á árinu störfuðu flestir hjá Brimborg, en þar voru 170 stöðugildi en fæstir hjá Suzuki, þar sem voru 22 stöðugildi. Margar bílasölur bættu við sig starfsmönnum á árinu og má þar nefna Öskju og Suzuki. Ef bílasala helst svipuð það sem eftir er árs og á haustmánuðum má áætla að rúmlega 15 þúsund nýskráningar muni eiga sér stað á árinu. Það myndi jafngilda nærri tvöföldun í bílasölu á tveimur árum, en árið 2013 seldust aðeins 7.913 nýir bílar.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira