Nefndarformenn stjórnarflokkanna gagnrýna málaskort frá ráðherrum Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2015 18:52 Tveir nefndarformenn stjórnarflokkanna tóku undir gagnrýni stjórnarandstöðuþingmanna í dag á hversu seint og illa ráðherrar leggja fram mál á Alþingi. Málaþurrðin komi niður á störfum þingsins. Það er ekki oft sem þingmenn stjórnar- og stjórnarandstöðu eru sammála um að kvarta undan því að allt of lítið sé að gera á Alþingi. Samkvæmt málaskrá ríkisstjórnarinnar ætluðu ráðherrarnir að leggja fram 127 frumvörp á haustþingi en aðeins tuttugu og þrjú þeirra hafa litið dagsins ljós. „Mig langar til að gagnrýna skort á þingmálum frá ráðherrum. Fyrir vikið hafa margar nefndir lítið að gera og þetta setur þingstörfin í uppnám,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar við upphaf þingfundar í dag. Hún sagði Bjarta framtíð ekki muna greiða afbrigðum atkvæði sitt til að koma málum að sem komi fram eftir að frestur til að leggja þau fram renni út um mánaðamótin. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar tók undir þetta. Hann vakti líka athygli á að í ofanálag hafi ráðherrar ítrekað óskað eftir fresti til að svara skriflegum fyrirspurnum þingmanna. Menntamálaráðherra hafi t.a.m. tvívegis frestað að svara fyrirspurn frá honum. „Til að svara fyrirspurn minni um forsendur þeirrar ákvörðunar menntamálaráðherra, sem löngu er búið að taka; að hætta að borga fyrir fólk yfir 25 ára aldri í framhaldsskólum,“ sagði Árni Páll. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka tóku undir þessa gagnrýni og það gerðu tveir nefndarformenn stjórnarflokkanna einnig. Vigdís Haulsdóttir formaður fjárlaganefndar gagnrýndi ítrekaðar breytingar á þingsköpum og taldi þing koma óþarflega snemma saman á haustin. „Hér liggja í bunkum óteljandi þingmannamál bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu. En þau komast ekki á dagskrá þingsins þrátt fyrir að það sé málefnaþurrð. Því þá er búið að taka upp eitthvað kvótakerfi í forsætisnefnd sem leiðir það af sér að þingmenn koma ekki málum sínum á dagskrá,“ sagði Vigdís. „Og við þetta verður ekki vel við unað, virðulegur forseti, og tek ég undir með stjórnarandstöðunni í þetta sinn,“ bætti Vigdís við. „Það var boðað í þingmálaskrá ráðherra að fimmtíu stjórnarfrumvörp ættu að koma inn í nefndina (allsherjar- og menntamálanefnd). Nú þegar nóvember er að verða hálfnaður hefur eitt málið komið inn og við erum að sjálfsögðu búin að afgreiða það út,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjar- og menntamálanefndar. „En ég tek undir þá hvatningu til ráðherra að fara nú að koma fleiri málum hérna inn svo við hér í þinginu getum tekið það hlutverk okkar alvarlega að vinna málin vel,“ sagði Unnur Brá. Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Tveir nefndarformenn stjórnarflokkanna tóku undir gagnrýni stjórnarandstöðuþingmanna í dag á hversu seint og illa ráðherrar leggja fram mál á Alþingi. Málaþurrðin komi niður á störfum þingsins. Það er ekki oft sem þingmenn stjórnar- og stjórnarandstöðu eru sammála um að kvarta undan því að allt of lítið sé að gera á Alþingi. Samkvæmt málaskrá ríkisstjórnarinnar ætluðu ráðherrarnir að leggja fram 127 frumvörp á haustþingi en aðeins tuttugu og þrjú þeirra hafa litið dagsins ljós. „Mig langar til að gagnrýna skort á þingmálum frá ráðherrum. Fyrir vikið hafa margar nefndir lítið að gera og þetta setur þingstörfin í uppnám,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar við upphaf þingfundar í dag. Hún sagði Bjarta framtíð ekki muna greiða afbrigðum atkvæði sitt til að koma málum að sem komi fram eftir að frestur til að leggja þau fram renni út um mánaðamótin. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar tók undir þetta. Hann vakti líka athygli á að í ofanálag hafi ráðherrar ítrekað óskað eftir fresti til að svara skriflegum fyrirspurnum þingmanna. Menntamálaráðherra hafi t.a.m. tvívegis frestað að svara fyrirspurn frá honum. „Til að svara fyrirspurn minni um forsendur þeirrar ákvörðunar menntamálaráðherra, sem löngu er búið að taka; að hætta að borga fyrir fólk yfir 25 ára aldri í framhaldsskólum,“ sagði Árni Páll. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka tóku undir þessa gagnrýni og það gerðu tveir nefndarformenn stjórnarflokkanna einnig. Vigdís Haulsdóttir formaður fjárlaganefndar gagnrýndi ítrekaðar breytingar á þingsköpum og taldi þing koma óþarflega snemma saman á haustin. „Hér liggja í bunkum óteljandi þingmannamál bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu. En þau komast ekki á dagskrá þingsins þrátt fyrir að það sé málefnaþurrð. Því þá er búið að taka upp eitthvað kvótakerfi í forsætisnefnd sem leiðir það af sér að þingmenn koma ekki málum sínum á dagskrá,“ sagði Vigdís. „Og við þetta verður ekki vel við unað, virðulegur forseti, og tek ég undir með stjórnarandstöðunni í þetta sinn,“ bætti Vigdís við. „Það var boðað í þingmálaskrá ráðherra að fimmtíu stjórnarfrumvörp ættu að koma inn í nefndina (allsherjar- og menntamálanefnd). Nú þegar nóvember er að verða hálfnaður hefur eitt málið komið inn og við erum að sjálfsögðu búin að afgreiða það út,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjar- og menntamálanefndar. „En ég tek undir þá hvatningu til ráðherra að fara nú að koma fleiri málum hérna inn svo við hér í þinginu getum tekið það hlutverk okkar alvarlega að vinna málin vel,“ sagði Unnur Brá.
Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira