Nefndarformenn stjórnarflokkanna gagnrýna málaskort frá ráðherrum Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2015 18:52 Tveir nefndarformenn stjórnarflokkanna tóku undir gagnrýni stjórnarandstöðuþingmanna í dag á hversu seint og illa ráðherrar leggja fram mál á Alþingi. Málaþurrðin komi niður á störfum þingsins. Það er ekki oft sem þingmenn stjórnar- og stjórnarandstöðu eru sammála um að kvarta undan því að allt of lítið sé að gera á Alþingi. Samkvæmt málaskrá ríkisstjórnarinnar ætluðu ráðherrarnir að leggja fram 127 frumvörp á haustþingi en aðeins tuttugu og þrjú þeirra hafa litið dagsins ljós. „Mig langar til að gagnrýna skort á þingmálum frá ráðherrum. Fyrir vikið hafa margar nefndir lítið að gera og þetta setur þingstörfin í uppnám,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar við upphaf þingfundar í dag. Hún sagði Bjarta framtíð ekki muna greiða afbrigðum atkvæði sitt til að koma málum að sem komi fram eftir að frestur til að leggja þau fram renni út um mánaðamótin. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar tók undir þetta. Hann vakti líka athygli á að í ofanálag hafi ráðherrar ítrekað óskað eftir fresti til að svara skriflegum fyrirspurnum þingmanna. Menntamálaráðherra hafi t.a.m. tvívegis frestað að svara fyrirspurn frá honum. „Til að svara fyrirspurn minni um forsendur þeirrar ákvörðunar menntamálaráðherra, sem löngu er búið að taka; að hætta að borga fyrir fólk yfir 25 ára aldri í framhaldsskólum,“ sagði Árni Páll. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka tóku undir þessa gagnrýni og það gerðu tveir nefndarformenn stjórnarflokkanna einnig. Vigdís Haulsdóttir formaður fjárlaganefndar gagnrýndi ítrekaðar breytingar á þingsköpum og taldi þing koma óþarflega snemma saman á haustin. „Hér liggja í bunkum óteljandi þingmannamál bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu. En þau komast ekki á dagskrá þingsins þrátt fyrir að það sé málefnaþurrð. Því þá er búið að taka upp eitthvað kvótakerfi í forsætisnefnd sem leiðir það af sér að þingmenn koma ekki málum sínum á dagskrá,“ sagði Vigdís. „Og við þetta verður ekki vel við unað, virðulegur forseti, og tek ég undir með stjórnarandstöðunni í þetta sinn,“ bætti Vigdís við. „Það var boðað í þingmálaskrá ráðherra að fimmtíu stjórnarfrumvörp ættu að koma inn í nefndina (allsherjar- og menntamálanefnd). Nú þegar nóvember er að verða hálfnaður hefur eitt málið komið inn og við erum að sjálfsögðu búin að afgreiða það út,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjar- og menntamálanefndar. „En ég tek undir þá hvatningu til ráðherra að fara nú að koma fleiri málum hérna inn svo við hér í þinginu getum tekið það hlutverk okkar alvarlega að vinna málin vel,“ sagði Unnur Brá. Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Tveir nefndarformenn stjórnarflokkanna tóku undir gagnrýni stjórnarandstöðuþingmanna í dag á hversu seint og illa ráðherrar leggja fram mál á Alþingi. Málaþurrðin komi niður á störfum þingsins. Það er ekki oft sem þingmenn stjórnar- og stjórnarandstöðu eru sammála um að kvarta undan því að allt of lítið sé að gera á Alþingi. Samkvæmt málaskrá ríkisstjórnarinnar ætluðu ráðherrarnir að leggja fram 127 frumvörp á haustþingi en aðeins tuttugu og þrjú þeirra hafa litið dagsins ljós. „Mig langar til að gagnrýna skort á þingmálum frá ráðherrum. Fyrir vikið hafa margar nefndir lítið að gera og þetta setur þingstörfin í uppnám,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar við upphaf þingfundar í dag. Hún sagði Bjarta framtíð ekki muna greiða afbrigðum atkvæði sitt til að koma málum að sem komi fram eftir að frestur til að leggja þau fram renni út um mánaðamótin. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar tók undir þetta. Hann vakti líka athygli á að í ofanálag hafi ráðherrar ítrekað óskað eftir fresti til að svara skriflegum fyrirspurnum þingmanna. Menntamálaráðherra hafi t.a.m. tvívegis frestað að svara fyrirspurn frá honum. „Til að svara fyrirspurn minni um forsendur þeirrar ákvörðunar menntamálaráðherra, sem löngu er búið að taka; að hætta að borga fyrir fólk yfir 25 ára aldri í framhaldsskólum,“ sagði Árni Páll. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka tóku undir þessa gagnrýni og það gerðu tveir nefndarformenn stjórnarflokkanna einnig. Vigdís Haulsdóttir formaður fjárlaganefndar gagnrýndi ítrekaðar breytingar á þingsköpum og taldi þing koma óþarflega snemma saman á haustin. „Hér liggja í bunkum óteljandi þingmannamál bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu. En þau komast ekki á dagskrá þingsins þrátt fyrir að það sé málefnaþurrð. Því þá er búið að taka upp eitthvað kvótakerfi í forsætisnefnd sem leiðir það af sér að þingmenn koma ekki málum sínum á dagskrá,“ sagði Vigdís. „Og við þetta verður ekki vel við unað, virðulegur forseti, og tek ég undir með stjórnarandstöðunni í þetta sinn,“ bætti Vigdís við. „Það var boðað í þingmálaskrá ráðherra að fimmtíu stjórnarfrumvörp ættu að koma inn í nefndina (allsherjar- og menntamálanefnd). Nú þegar nóvember er að verða hálfnaður hefur eitt málið komið inn og við erum að sjálfsögðu búin að afgreiða það út,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjar- og menntamálanefndar. „En ég tek undir þá hvatningu til ráðherra að fara nú að koma fleiri málum hérna inn svo við hér í þinginu getum tekið það hlutverk okkar alvarlega að vinna málin vel,“ sagði Unnur Brá.
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira