Guðbjörg: Læknarnir stoppuðu mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2015 17:12 Guðbjörg með bikarana tvo um helgina. Mynd/Facebook.com/lskkvinner Guðbjörg Gunnarsdóttir mun ekki spila með liði sínu, Lilleström, þegar það mætir Frankfurt í Meistaradeild Evrópu á morgun. Það var ákveðið á æfingu nú síðdegis. Þetta kom fram í Akraborginni á X-inu í dag en Guðbjörg brákaði rifbein í leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Hún varð meistari með Lilleström í ár og var þar að auki valin besti markvörður deildarinnar.Sjá einnig: Guðbjörg fékk tvo bikara í fangið í gær „Rifbeinin hafa verið betri. Þetta gerðist fyrir rúmum tveimur vikum en það var fyrst í byrjun þessari viku sem ég hef eitthvað getað æft. Ég gerði æfingar með sjúkraþjálfara í gær og það gekk vonum framar,“ sagði Guðjbörg en henni hefur þó enn ekki verið hleypt í spil af ótta við að hún lendi í samstuði.Vísir/GettyMissi af stærsta leik sumarsins „Það sem er mest svekkjandi við þetta er að stærsti leikur sumarsins er á morgun og því er erfitt að vera ánægður út af verðlaunum þegar maður missir af honum,“ segir hún.Sjá einnig: Sætur sigur eftir erfitt tímabil „Ég var að velta því fyrir mér að láta bara reyna á það og spila. En ég verð að taka með í reikninginn að útileikurinn við Frankfurt er eftir sem og bikarúrslitaleikur. Þetta er líka ekki aðeins undir mér komið heldur verða læknarnir að samþykkja þetta líka.“ Guðbjörg segist hafa beðið um deyfingu en að læknar ytra vilji ekki gera það því að frekari meiðsli gætu orðið til þess að lungun falli saman. „Það gæti verið stórhættulegt og læknarnir stoppuðu mig í þessu,“ sagði Guðbjörg.Vísir/AFPVissi ekki hvort ég ætti að fagna Lilleström steinlá fyrir Kolbotn, 4-0, um helgina en eftir leikinn fékk liðið afhentan bikarinn fyrir norska meistaratitilinn og Guðbjörg verðlaun sín sem besti markvörðurinn. Hún segir að það hafi verið skrýtin tilfinning að horfa upp á lið sitt tapa svo stórt. „Maður vissi ekki alveg hvað maður átti að gera. Átti að maður að koma hlaupandi inn á völlinn til að fagna titlinum eða hvað? Maður vissi ekki hvað maður átti að gera,“ sagði Guðbjörg. „En við náðum að gleyma þessum leik og þetta varð skemmtilegt í lokin.“Sjá einnig: Fríða getur gleymt því að vera fyrst til að skora hjá mér Guðbjörg á raunhæfan möguleika að ná bikarúrslitaleiknum gegn Avaldsnes en hann fer fram eftir ellefu daga. Hún segir þó óvíst hvað tekur við að tímabilinu loknu. „Það er í raun engin ástæða til að fara en ég mun að sjálfsögðu skoða allt sem kemur upp. En ég ætla að einbeita mér að leikjunum sem eftir eru fyrst.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir mun ekki spila með liði sínu, Lilleström, þegar það mætir Frankfurt í Meistaradeild Evrópu á morgun. Það var ákveðið á æfingu nú síðdegis. Þetta kom fram í Akraborginni á X-inu í dag en Guðbjörg brákaði rifbein í leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Hún varð meistari með Lilleström í ár og var þar að auki valin besti markvörður deildarinnar.Sjá einnig: Guðbjörg fékk tvo bikara í fangið í gær „Rifbeinin hafa verið betri. Þetta gerðist fyrir rúmum tveimur vikum en það var fyrst í byrjun þessari viku sem ég hef eitthvað getað æft. Ég gerði æfingar með sjúkraþjálfara í gær og það gekk vonum framar,“ sagði Guðjbörg en henni hefur þó enn ekki verið hleypt í spil af ótta við að hún lendi í samstuði.Vísir/GettyMissi af stærsta leik sumarsins „Það sem er mest svekkjandi við þetta er að stærsti leikur sumarsins er á morgun og því er erfitt að vera ánægður út af verðlaunum þegar maður missir af honum,“ segir hún.Sjá einnig: Sætur sigur eftir erfitt tímabil „Ég var að velta því fyrir mér að láta bara reyna á það og spila. En ég verð að taka með í reikninginn að útileikurinn við Frankfurt er eftir sem og bikarúrslitaleikur. Þetta er líka ekki aðeins undir mér komið heldur verða læknarnir að samþykkja þetta líka.“ Guðbjörg segist hafa beðið um deyfingu en að læknar ytra vilji ekki gera það því að frekari meiðsli gætu orðið til þess að lungun falli saman. „Það gæti verið stórhættulegt og læknarnir stoppuðu mig í þessu,“ sagði Guðbjörg.Vísir/AFPVissi ekki hvort ég ætti að fagna Lilleström steinlá fyrir Kolbotn, 4-0, um helgina en eftir leikinn fékk liðið afhentan bikarinn fyrir norska meistaratitilinn og Guðbjörg verðlaun sín sem besti markvörðurinn. Hún segir að það hafi verið skrýtin tilfinning að horfa upp á lið sitt tapa svo stórt. „Maður vissi ekki alveg hvað maður átti að gera. Átti að maður að koma hlaupandi inn á völlinn til að fagna titlinum eða hvað? Maður vissi ekki hvað maður átti að gera,“ sagði Guðbjörg. „En við náðum að gleyma þessum leik og þetta varð skemmtilegt í lokin.“Sjá einnig: Fríða getur gleymt því að vera fyrst til að skora hjá mér Guðbjörg á raunhæfan möguleika að ná bikarúrslitaleiknum gegn Avaldsnes en hann fer fram eftir ellefu daga. Hún segir þó óvíst hvað tekur við að tímabilinu loknu. „Það er í raun engin ástæða til að fara en ég mun að sjálfsögðu skoða allt sem kemur upp. En ég ætla að einbeita mér að leikjunum sem eftir eru fyrst.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira