Ekki gert ráð fyrir aukinni þjónustu á Landsspítala Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2015 13:30 Fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir að í fjáraukalögum sé gert ráð fyrir greiðslum vegna aukinnar þjónustu sérgreinalækna á einkastofum en ekki sé gert ráð fyrir að magnaukningu í þjónustu á Landsspítalanum. Fyrstu umræðu um frumvarp til fjáraukalaga fyrir þetta ár verður framhaldið á Alþingi í dag. Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd og fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir stjórnarflokkana fyrir óvandaða áætlanagerð. Þeir séu að nýta fjáraukalögin með öðrum hætti en lög geri ráð fyrir. „Því í fjárauka á aðeins að vera það sem er ófyrirséð og ekki var hægt að sjá fyrir þegar fjárlagafrumvarpið var samþykkt. En En hér er verið að biðja um fjármagn í liði sem voru fullkomlega fyrirséðir. Eins og í vegi vegna aukins ferðamannastraums og í fjárfestingasjóð ferðamannastaða,“ segir Oddný. En gert er ráð fyrir í fjáraukalagafrumvarpinu fyrir þetta ár að bæta einum milljarði króna til uppbyggingar ferðamannastaða. Oddný segir hins vegar algerlega óleyst hvernig eigi að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða til framtíðar. „Það er ekki búið og stjórnarmeirihlutinn felldi tillögu minnihlutans um hvernig hægt væri að leysa þetta mál. Og í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 er stjórn þessara mála í algerri upplausn eins og hún hefur verið hjá þessari ríkisstjórn,“ segir Oddný. Þá segir Oddný að einum milljarði króna sé bætt á útgjaldahlið fjárlaga til Sjúkratrygginga Íslands vegna framlaga til sérgreinalækna sem starfi á einkastofum vegna kjarasamnings þeirra. Minnihlutinn hafi séð þetta fyrir við gerð fjárlaga en í fjárlagafrumvarpinu hafi verið gert ráð fyrir að þessi umframkostnaður yrði greiddur af sjúklingum. Hins vegar gildi ekki það sama um Landsspítalann þar sem ekki sé gert ráð fyrir neinni aukingu á næsta ári í fjölda aðgerða eða annarri þjónustu spítalans. „Í samningum við sérgreinalækna er gert ráð fyrir magnaukningu og tekið tillit til aldursskiptingar þjóðarinnar. En það er ekki gert þegar Landsspítalanum er skammtað fé,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Þá gagnrýnir Oddný slæma áætlanagerð varðandi arðgreiðslur frá Landsbanakanum en þær eru mun meiri en gert var ráðfyrir í fjárlögum. Þannig að stærsti hluti tekjubata ríkissjóðs upp á 17 milljarða á þessu ári komi til vegna arðgreiðslu frá Landsbankanum. „Þegar við erum að skoða útgjöldin og það er verið að krefjast frekari framlaga til heilbrigðiskerfis, menntakerfis og svo framvegis, segja stjórnvöld að við eigum ekki peningana. Síðan er ákveðið í febrúar að greiða út margfaldan þennan arð sem áætlaður hafði verið (í desember),“ segir Oddný G. Harðardóttir. Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir að í fjáraukalögum sé gert ráð fyrir greiðslum vegna aukinnar þjónustu sérgreinalækna á einkastofum en ekki sé gert ráð fyrir að magnaukningu í þjónustu á Landsspítalanum. Fyrstu umræðu um frumvarp til fjáraukalaga fyrir þetta ár verður framhaldið á Alþingi í dag. Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd og fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir stjórnarflokkana fyrir óvandaða áætlanagerð. Þeir séu að nýta fjáraukalögin með öðrum hætti en lög geri ráð fyrir. „Því í fjárauka á aðeins að vera það sem er ófyrirséð og ekki var hægt að sjá fyrir þegar fjárlagafrumvarpið var samþykkt. En En hér er verið að biðja um fjármagn í liði sem voru fullkomlega fyrirséðir. Eins og í vegi vegna aukins ferðamannastraums og í fjárfestingasjóð ferðamannastaða,“ segir Oddný. En gert er ráð fyrir í fjáraukalagafrumvarpinu fyrir þetta ár að bæta einum milljarði króna til uppbyggingar ferðamannastaða. Oddný segir hins vegar algerlega óleyst hvernig eigi að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða til framtíðar. „Það er ekki búið og stjórnarmeirihlutinn felldi tillögu minnihlutans um hvernig hægt væri að leysa þetta mál. Og í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 er stjórn þessara mála í algerri upplausn eins og hún hefur verið hjá þessari ríkisstjórn,“ segir Oddný. Þá segir Oddný að einum milljarði króna sé bætt á útgjaldahlið fjárlaga til Sjúkratrygginga Íslands vegna framlaga til sérgreinalækna sem starfi á einkastofum vegna kjarasamnings þeirra. Minnihlutinn hafi séð þetta fyrir við gerð fjárlaga en í fjárlagafrumvarpinu hafi verið gert ráð fyrir að þessi umframkostnaður yrði greiddur af sjúklingum. Hins vegar gildi ekki það sama um Landsspítalann þar sem ekki sé gert ráð fyrir neinni aukingu á næsta ári í fjölda aðgerða eða annarri þjónustu spítalans. „Í samningum við sérgreinalækna er gert ráð fyrir magnaukningu og tekið tillit til aldursskiptingar þjóðarinnar. En það er ekki gert þegar Landsspítalanum er skammtað fé,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Þá gagnrýnir Oddný slæma áætlanagerð varðandi arðgreiðslur frá Landsbanakanum en þær eru mun meiri en gert var ráðfyrir í fjárlögum. Þannig að stærsti hluti tekjubata ríkissjóðs upp á 17 milljarða á þessu ári komi til vegna arðgreiðslu frá Landsbankanum. „Þegar við erum að skoða útgjöldin og það er verið að krefjast frekari framlaga til heilbrigðiskerfis, menntakerfis og svo framvegis, segja stjórnvöld að við eigum ekki peningana. Síðan er ákveðið í febrúar að greiða út margfaldan þennan arð sem áætlaður hafði verið (í desember),“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira