Loftslagsgangan þrýstir á um róttækar aðgerðir í loftlagsmálum Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2015 20:15 Fjölmörg samtök sem stóðu fyrir loftlagsgöngu í Reykjavík í dag þrýsta á að íslensk stjórnvöld gangi lengra í loftslagsmálum en gert er ráð fyrir í því umboði sem samninganefnd Íslands fer með á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París. Fólk kom saman í fimmtán hundruð borgum heimsins í dag til að brýna þjóðarleiðtoga heimsins sem hittast í París á morgun til aðgerða í loftslagsmálum og Reykjavík var þar engin undantekning. Það var táknrænt að fólk safnaðist saman við söluturninn Drekann í Þingholtunum, eða á drekasvæðinu eins og skipuleggjendur göngunnar kölluðu það. þaðan var gengið upp Kárastíg og niður Skólavörðustíg að Lækjartorgi. Hópurinn vill að íslenska sendinefndin gangi lengra en gert er ráð fyrir í markmiðum íslensku sendinefndarinnar, að sögn Hildar Knútsdóttur verkefnisstjóra hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. „Það eru þrjár megin kröfur. Að Ísland dragi úr losun um 40 prósent fyrir 2030 og að Ísland stefni að kolefnisleysi fyrir 2050. Síðan að ekki verði leitað að olíu á Drekasvæðinuog við höldum á svörtum dreka til að minna á það. Vegna þess að það samræmist ekki að draga úr losun og ætla svo að leita að meiri olíu til að brenna,“ segir Hildur. Meiri vonir séu bundnar við Parísar ráðstefnuna en Kaupmannahafnarráðstefnunnar fyrir sex árum. „Já, það má náttúrlega ekki tapa voninni vegna þess að þá fyrst er baráttan töpuð. Það er rosalega margt búið að gerast. Það voru allir mjög svektir eftir ráðstefnuna í Kaupmannahöfn og héldu að þetta væri bara búið. En núna virðist alla vega vera kominn vilji til að ná samningum,“ segir Hildur. Ein afdrifaríkustu áhrif hlýnunar jarðar hér á landi er súrnun sjávar sem getur haft gríðarlega skaðleg áhrif á allt lífríkið. Hrönn Egilsdóttir doktorsnemi er sérfræðingur í þeim málum. Þegar hún ávarpaði fundinn á Lækjartorgi sagði hún litla sögu sem hófst með jarðeldsneytisveislu sem byrjaði í heiminum upp úr 1950. „Á endanum sammæltust flestir í veilsunni um að jarðeldsneytis partýið hefði verið fínt framan afen væri orðið ömurlegt. Það var nefninlega verið að tala um nýtt partý. Partý þar sem hollari orkugjafar væru á boðstólnum. Sólarepli, vindorkustangir, vatnsorkustyrkir. Þetta hljómaði æðislega,“ sagði Hrönn Egilsdóttir.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór í gönguna og tók þessar myndir af þeim sem þar voru. Loftslagsmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Fjölmörg samtök sem stóðu fyrir loftlagsgöngu í Reykjavík í dag þrýsta á að íslensk stjórnvöld gangi lengra í loftslagsmálum en gert er ráð fyrir í því umboði sem samninganefnd Íslands fer með á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París. Fólk kom saman í fimmtán hundruð borgum heimsins í dag til að brýna þjóðarleiðtoga heimsins sem hittast í París á morgun til aðgerða í loftslagsmálum og Reykjavík var þar engin undantekning. Það var táknrænt að fólk safnaðist saman við söluturninn Drekann í Þingholtunum, eða á drekasvæðinu eins og skipuleggjendur göngunnar kölluðu það. þaðan var gengið upp Kárastíg og niður Skólavörðustíg að Lækjartorgi. Hópurinn vill að íslenska sendinefndin gangi lengra en gert er ráð fyrir í markmiðum íslensku sendinefndarinnar, að sögn Hildar Knútsdóttur verkefnisstjóra hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. „Það eru þrjár megin kröfur. Að Ísland dragi úr losun um 40 prósent fyrir 2030 og að Ísland stefni að kolefnisleysi fyrir 2050. Síðan að ekki verði leitað að olíu á Drekasvæðinuog við höldum á svörtum dreka til að minna á það. Vegna þess að það samræmist ekki að draga úr losun og ætla svo að leita að meiri olíu til að brenna,“ segir Hildur. Meiri vonir séu bundnar við Parísar ráðstefnuna en Kaupmannahafnarráðstefnunnar fyrir sex árum. „Já, það má náttúrlega ekki tapa voninni vegna þess að þá fyrst er baráttan töpuð. Það er rosalega margt búið að gerast. Það voru allir mjög svektir eftir ráðstefnuna í Kaupmannahöfn og héldu að þetta væri bara búið. En núna virðist alla vega vera kominn vilji til að ná samningum,“ segir Hildur. Ein afdrifaríkustu áhrif hlýnunar jarðar hér á landi er súrnun sjávar sem getur haft gríðarlega skaðleg áhrif á allt lífríkið. Hrönn Egilsdóttir doktorsnemi er sérfræðingur í þeim málum. Þegar hún ávarpaði fundinn á Lækjartorgi sagði hún litla sögu sem hófst með jarðeldsneytisveislu sem byrjaði í heiminum upp úr 1950. „Á endanum sammæltust flestir í veilsunni um að jarðeldsneytis partýið hefði verið fínt framan afen væri orðið ömurlegt. Það var nefninlega verið að tala um nýtt partý. Partý þar sem hollari orkugjafar væru á boðstólnum. Sólarepli, vindorkustangir, vatnsorkustyrkir. Þetta hljómaði æðislega,“ sagði Hrönn Egilsdóttir.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór í gönguna og tók þessar myndir af þeim sem þar voru.
Loftslagsmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira