Telur að endurmennta þurfi dómara landsins Snærós Sindradóttir skrifar 28. nóvember 2015 07:00 Þolendum reynist oft erfitt að gróa eftir nauðgun eða annað kynferðisbrot því viðurkenningu skortir á brotinu. Unnur Brá vill auðvelda þessa viðurkenningu í kerfinu. Fréttablaðið/Andri Marinó „Mér finnst alveg hægt að fara að endurskoða lögin hjá okkur, en það er engin lausn,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, um lög um kynferðisbrot. Ítrekaðir sýknudómar í kynferðisbrotamálum hafa vakið athygli á síðustu dögum. Unnur segir að lausnin felist í margþættari breytingum á framkvæmd en ekki lagabreytingum einum saman. „Í fyrsta lagi þurfum við að gæta að því að það séu næg efni og aðstæður fyrir þá sem eru að vinna í þessum málum. Bæði í rannsóknum, hjá ákæruvaldinu og dómstólum.“ Unnur segir að helmingur mála á borði ríkissaksóknara séu kynferðisbrotamál. Það sé því nærri ómögulegt að setja þau í forgang hjá embættinu eins og reglur kveða á um. „Ef það eru aðeins meiri fjárveitingar og aðeins fleiri starfsmenn þá verða málin ekki jafn gömul og þá ónýtast vonandi færri mál,“ segir hún. Unnur Brá Konráðsdóttirvísir/vilhelm „Annað sem myndi hjálpa er að gera eins og Svíar varðandi endurmenntun og símenntun dómara. Ef þú ert með nýja brotaflokka, eins og til dæmis mansal, þá er mjög eðlilegt að það fari fram einhver umræða og fræðsla.“ Hún segir að þriðja leiðin til að bæta meðferð þessara mála væri ef réttargæslumaður brotaþola hefði meira vægi í dómssal. Í norskri dómaframkvæmd geti réttargæslumaður komið að málflutningi og brotaþolar upplifi sig þá frekar hafa rödd innan dómssalarins. Í einhverjum tilfellum sé refsing ekki raunhæf eða rétt leið heldur þurfi að hugsa út fyrir boxið. „Þá höfum við tvær leiðir. Annars vegar að brotaþolar fari hreinlega í einkamál og krefjist miskabóta. Það eru minni sönnunarkröfur í einkamálum. Þar er ekki verið að dæma neinn til refsingar heldur til greiðslu bóta. Þetta er eitthvað sem réttargæslumenn gætu farið að gera í auknum mæli." Þá segir hún að svokölluð uppbyggileg réttvísi, sem reynd hefur verið í Danmörku og Noregi, geti gagnast þolendum sem ekki komast í gegnum réttarkerfið. Þá sé málið rætt með lögfræðingum, brotaþola og geranda. Gerandi hafi tækifæri til að sýna iðrun og það geti veitt þolanda ákveðna lokun. Það gæti sérstaklega gagnast í eldri málum. „Það sem við getum gert í þinginu er að segjast hafa pólitískan vilja til að breyta og að við ætlum að gera það í samvinnu við alla aðila.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Fleiri fréttir Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Sjá meira
„Mér finnst alveg hægt að fara að endurskoða lögin hjá okkur, en það er engin lausn,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, um lög um kynferðisbrot. Ítrekaðir sýknudómar í kynferðisbrotamálum hafa vakið athygli á síðustu dögum. Unnur segir að lausnin felist í margþættari breytingum á framkvæmd en ekki lagabreytingum einum saman. „Í fyrsta lagi þurfum við að gæta að því að það séu næg efni og aðstæður fyrir þá sem eru að vinna í þessum málum. Bæði í rannsóknum, hjá ákæruvaldinu og dómstólum.“ Unnur segir að helmingur mála á borði ríkissaksóknara séu kynferðisbrotamál. Það sé því nærri ómögulegt að setja þau í forgang hjá embættinu eins og reglur kveða á um. „Ef það eru aðeins meiri fjárveitingar og aðeins fleiri starfsmenn þá verða málin ekki jafn gömul og þá ónýtast vonandi færri mál,“ segir hún. Unnur Brá Konráðsdóttirvísir/vilhelm „Annað sem myndi hjálpa er að gera eins og Svíar varðandi endurmenntun og símenntun dómara. Ef þú ert með nýja brotaflokka, eins og til dæmis mansal, þá er mjög eðlilegt að það fari fram einhver umræða og fræðsla.“ Hún segir að þriðja leiðin til að bæta meðferð þessara mála væri ef réttargæslumaður brotaþola hefði meira vægi í dómssal. Í norskri dómaframkvæmd geti réttargæslumaður komið að málflutningi og brotaþolar upplifi sig þá frekar hafa rödd innan dómssalarins. Í einhverjum tilfellum sé refsing ekki raunhæf eða rétt leið heldur þurfi að hugsa út fyrir boxið. „Þá höfum við tvær leiðir. Annars vegar að brotaþolar fari hreinlega í einkamál og krefjist miskabóta. Það eru minni sönnunarkröfur í einkamálum. Þar er ekki verið að dæma neinn til refsingar heldur til greiðslu bóta. Þetta er eitthvað sem réttargæslumenn gætu farið að gera í auknum mæli." Þá segir hún að svokölluð uppbyggileg réttvísi, sem reynd hefur verið í Danmörku og Noregi, geti gagnast þolendum sem ekki komast í gegnum réttarkerfið. Þá sé málið rætt með lögfræðingum, brotaþola og geranda. Gerandi hafi tækifæri til að sýna iðrun og það geti veitt þolanda ákveðna lokun. Það gæti sérstaklega gagnast í eldri málum. „Það sem við getum gert í þinginu er að segjast hafa pólitískan vilja til að breyta og að við ætlum að gera það í samvinnu við alla aðila.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Fleiri fréttir Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Sjá meira