Ásta Guðrún: „Að stjórna internetinu eins og að smala köttum“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. nóvember 2015 11:16 Ásta Guðrún gerði orð Eyglóar að umtalsefni á þingi í morgun. Vísir/Vilhelm Tvær grímur runnu á Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingkonu Pírata, þegar hún las orð Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að ræða þurfi takmörkun tjáningarfrelsisins. Þetta gerði hún að umtalsefni í umræðum um störf þingsins í morgun. Sjá einnig: Eygló vill koma böndum á netiðUmmælin sem Ásta Guðrún vísaði til lét Eygló falla á jafnréttisþingi sem haldið var í gær. Þar kallaði Eygló eftir aðgerðum gegn hatursorðræðu. Eygló velti því upp í gær hvort takmarka eigi tjáningarfrelsið.Vísir/Vilhelm Gæti verið nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið „Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón að grassera í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður og vinnur þannig gegn markmiðum okkar um jöfn tækifæri allra til þátttöku í lýðræðislegri umræðu,“ sagði ráðherrann í ræðu sinni á þinginu. „Við þurfum einnig að ræða hvenær geti talist nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið og við þurfum að ræða hvernig við getum komið böndum á hatursorðræðu á netinu þar sem gerendur eiga auðvelt með að komast hjá lögum og reglum, til dæmis með því að vista klámsíður í löndum með takmarkaða löggjöf og oftar en ekki fela þeir sig í skjóli nafnleysis,“ sagði hún einnig. Uppræta hatrið með tjáningu Ásta Guðrún tók undir að taka þyrfti umræðu um hvort grípa ætti til einhverra aðgerða. „Já, ég held að það sé alveg rétt hjá hæstvirtum velferðarráðherra að við þurfum að ræða það hvort eða hvernig við ætlum að takmarka eina af grunnstoðum lýðræðisins sem er forsenda fyrir því að við getum átt í upplýstum samræðum,“ sagði hún. „Eins og við Píratar höfum oft bent á þá er það að stjórna internetinu eins og að smala köttum og það er ekkert sem er að fara að gerast; hvorki fræðilega séð né í raunveruleikanum. Internetið hagar sér bara þannig að það er ekki hægt að stjórna því eins og maður vill stjórna öllu öðru fólki,“ sagði hún. Ásta sagði að eina vopnið gegn tjáningu sem við viljum ekki að sé á yfirborðinu sé að ræða málin meira. „Uppræta hatursorðræðu með tjáningu,“ sagði hún. Alþingi Tengdar fréttir Eygló vill koma böndum á netið Orð Eyglóar Harðardóttur ráðherra vekja hörð viðbrögð en hún vill reisa tjáningarfrelsinu skorður. 26. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
Tvær grímur runnu á Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingkonu Pírata, þegar hún las orð Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að ræða þurfi takmörkun tjáningarfrelsisins. Þetta gerði hún að umtalsefni í umræðum um störf þingsins í morgun. Sjá einnig: Eygló vill koma böndum á netiðUmmælin sem Ásta Guðrún vísaði til lét Eygló falla á jafnréttisþingi sem haldið var í gær. Þar kallaði Eygló eftir aðgerðum gegn hatursorðræðu. Eygló velti því upp í gær hvort takmarka eigi tjáningarfrelsið.Vísir/Vilhelm Gæti verið nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið „Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón að grassera í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður og vinnur þannig gegn markmiðum okkar um jöfn tækifæri allra til þátttöku í lýðræðislegri umræðu,“ sagði ráðherrann í ræðu sinni á þinginu. „Við þurfum einnig að ræða hvenær geti talist nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið og við þurfum að ræða hvernig við getum komið böndum á hatursorðræðu á netinu þar sem gerendur eiga auðvelt með að komast hjá lögum og reglum, til dæmis með því að vista klámsíður í löndum með takmarkaða löggjöf og oftar en ekki fela þeir sig í skjóli nafnleysis,“ sagði hún einnig. Uppræta hatrið með tjáningu Ásta Guðrún tók undir að taka þyrfti umræðu um hvort grípa ætti til einhverra aðgerða. „Já, ég held að það sé alveg rétt hjá hæstvirtum velferðarráðherra að við þurfum að ræða það hvort eða hvernig við ætlum að takmarka eina af grunnstoðum lýðræðisins sem er forsenda fyrir því að við getum átt í upplýstum samræðum,“ sagði hún. „Eins og við Píratar höfum oft bent á þá er það að stjórna internetinu eins og að smala köttum og það er ekkert sem er að fara að gerast; hvorki fræðilega séð né í raunveruleikanum. Internetið hagar sér bara þannig að það er ekki hægt að stjórna því eins og maður vill stjórna öllu öðru fólki,“ sagði hún. Ásta sagði að eina vopnið gegn tjáningu sem við viljum ekki að sé á yfirborðinu sé að ræða málin meira. „Uppræta hatursorðræðu með tjáningu,“ sagði hún.
Alþingi Tengdar fréttir Eygló vill koma böndum á netið Orð Eyglóar Harðardóttur ráðherra vekja hörð viðbrögð en hún vill reisa tjáningarfrelsinu skorður. 26. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
Eygló vill koma böndum á netið Orð Eyglóar Harðardóttur ráðherra vekja hörð viðbrögð en hún vill reisa tjáningarfrelsinu skorður. 26. nóvember 2015 11:46