Ráðuneytið vill frest til að svara fyrir andstöðu gegn kjarnorkuvopnabanni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. nóvember 2015 10:42 Fyrirspurn frá Steinunni Þóru liggur fyrir í þinginu um hvaða rök voru á bak við þá ákvörðun að greiða atkvæði gegn kjarnorkuvopnabanni. Vísir/Heiða Utanríkisráðuneytið hefur farið fram á frest til að svara fyrirspurn um af hverju Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum í einni af aðalnefndum Sameinuðu þjóðanna í nóvember. Þetta kom fram við upphaf þingfundar í morgun. Ísland sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar atkvæðagreiðslunnar ásamt 25 öðrum ríkjum, þar sem löndin sögðu að ekki væri deilt um að notkun kjarnorkuvopna væri ómannúðleg. Ályktunin endurspeglaði hins vegar ekki þann veruleika að mannúðar- og öryggismál tengdust órjúfanlegum böndum. Utanríkisráðuneytið bað um frest.Vísir/VG 29 lönd greiddu atkvæði gegn tillögunni en 128 með. Öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá.Vill svör um rök Fyrirspurnin sem um ræðir er frá Steinunni Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna, en hún biður meðal annars um að fá að vita hvaða rök lágu fyrir því að Ísland greiddi atkvæði gegn tillögunni og af hverju það kom ekki til greina að sitja hjá líkt og Noregur gerði, sem einnig tilheyrir NATO. Steinunn Þóra vill einnig svör við því hversu oft Ísland hefur greitt atkvæði á annan hátt en meginþorri NATO-ríkja í atkvæðagreiðslu um kjarnavopnamál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og hversu oft afstaða Íslands hefur verið frábrugðin hinna Norðurlandanna. Birgitta sagði að utanríkismálanefnd hefði verið samstíga um að mál eins og þetta ættu að fara fyrir þingið áður en ákvarðanir væru teknar.vísir/Valli Annað tækifæri í desember Í umræðum um störf þingsins sagði Steinunn Þóra að annað tækifæri kæmi á næsta Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir Ísland að greiða atkvæði með kjarnorkuvopnabanni. „Grant verður fylgst með því hvernig fulltrúi íslands mun kjósa í þeirri atkvæðagreiðslu. Það er algjör lágmarkskrafa að ísland sitji hjá, líkt og NATO-þjóðin Noregur gerði síðast,til þess að vinna ekki beinlínis gegn kjarnorkuafvopnun,“ sagði hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, steig svo í pontu og tók undir með henni. „Það var gott að finna fyrir því að það var tekið mark á okkur í utanríkismálanefnd í gær þegar við lögðum til að ráðfært yrði við þingheim áður en svona ákvarðanatökur eru teknar,“ sagði hún og að nefndin hefði tekið vel í það. Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi segir afstöðu Íslands til kjarnorkuvopna óbreytta Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherra segist frekar vilja fara eftir samningum sem eru í gildi. 10. nóvember 2015 20:25 Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur farið fram á frest til að svara fyrirspurn um af hverju Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum í einni af aðalnefndum Sameinuðu þjóðanna í nóvember. Þetta kom fram við upphaf þingfundar í morgun. Ísland sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar atkvæðagreiðslunnar ásamt 25 öðrum ríkjum, þar sem löndin sögðu að ekki væri deilt um að notkun kjarnorkuvopna væri ómannúðleg. Ályktunin endurspeglaði hins vegar ekki þann veruleika að mannúðar- og öryggismál tengdust órjúfanlegum böndum. Utanríkisráðuneytið bað um frest.Vísir/VG 29 lönd greiddu atkvæði gegn tillögunni en 128 með. Öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá.Vill svör um rök Fyrirspurnin sem um ræðir er frá Steinunni Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna, en hún biður meðal annars um að fá að vita hvaða rök lágu fyrir því að Ísland greiddi atkvæði gegn tillögunni og af hverju það kom ekki til greina að sitja hjá líkt og Noregur gerði, sem einnig tilheyrir NATO. Steinunn Þóra vill einnig svör við því hversu oft Ísland hefur greitt atkvæði á annan hátt en meginþorri NATO-ríkja í atkvæðagreiðslu um kjarnavopnamál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og hversu oft afstaða Íslands hefur verið frábrugðin hinna Norðurlandanna. Birgitta sagði að utanríkismálanefnd hefði verið samstíga um að mál eins og þetta ættu að fara fyrir þingið áður en ákvarðanir væru teknar.vísir/Valli Annað tækifæri í desember Í umræðum um störf þingsins sagði Steinunn Þóra að annað tækifæri kæmi á næsta Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir Ísland að greiða atkvæði með kjarnorkuvopnabanni. „Grant verður fylgst með því hvernig fulltrúi íslands mun kjósa í þeirri atkvæðagreiðslu. Það er algjör lágmarkskrafa að ísland sitji hjá, líkt og NATO-þjóðin Noregur gerði síðast,til þess að vinna ekki beinlínis gegn kjarnorkuafvopnun,“ sagði hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, steig svo í pontu og tók undir með henni. „Það var gott að finna fyrir því að það var tekið mark á okkur í utanríkismálanefnd í gær þegar við lögðum til að ráðfært yrði við þingheim áður en svona ákvarðanatökur eru teknar,“ sagði hún og að nefndin hefði tekið vel í það.
Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi segir afstöðu Íslands til kjarnorkuvopna óbreytta Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherra segist frekar vilja fara eftir samningum sem eru í gildi. 10. nóvember 2015 20:25 Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Gunnar Bragi segir afstöðu Íslands til kjarnorkuvopna óbreytta Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherra segist frekar vilja fara eftir samningum sem eru í gildi. 10. nóvember 2015 20:25
Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32