Kata Jak sú eina sem nær að keppa við karlana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2015 15:34 Katrín Jakobsdóttir situr í fjórða sæti á listanum ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Af tuttugu algengustu viðmælenda útvarpsþátta á Bylgjunni og Rás 2 eru fimm konur. Af þeim tíu efstu er aðeins Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sem kemst á lista. Þetta kemur fram í samantekt Rósu Guðrúnar Erlingsdóttur, sérfræðings í jafnréttismálum í velferðarráðuneytinu, sem hún kynnti fyrir gestum Jafnréttisþings á Hótel Nordica Hilton í gær. Credit Info sá um gagnavinnsluna sem náði til morgunþátta Rásar 2, Samfélagsins á Rás 1 og Spegilsins. Könnunin náði einnig til þáttanna Í bítið og Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Tímabilið var yfir eitt ár, eða frá september 2014 til september í ár. Var fjöldi viðmælenda talinn og flokkaður eftir kyni. Voru konur 37% viðmælenda í þáttum RÚV en 27% í þáttum 365 miðla. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var oftast allra viðmælandi í fyrrnefndum útvarpsþáttum en 39 sinnum svaraði hann kalli þáttastjórnenda þar af 20 sinnum í Speglinum. Næstur kom Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, sem var 37 sinnum í viðtali. Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var 36 sinnum í viðtali og deildu svo þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Katrín Jakobsdóttir fjórða sætinu með 29 skiptum hvort. Hinar fjórar konurnar sem komust á topp tuttugu listann voru Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra, Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra og Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Listann í heild má sjá hér til hliðar en hér má sjá glærur úr kynningu Rósu Guðrúnar. Hlutföllin í fyrrnefndum þáttum í útvarpi og sjónvarpi á RÚV og 365. Smellið á myndina til að stækka. Hlutfallið 70-30 algengt Í útvarpsfréttum virðist sem kynjahlutföllin séu verri að morgni en í hádegi. Í áttafréttum Bylgjunnar var hlutfallið 23% konur og 77% karlar en 27% konur og 73% karlar í hádegisfréttum. Mynstrið er svipað hjá RÚV þar sem hlutfallið er 26% konur og 74% karlar að morgni, 27% og 73% í hádeginu og svo 30% og 70% í sexfréttum. Þegar kemur að kynjahlutföllum í sjónvarpsfréttum á RÚV og Stöð 2 er hlutfallið kunnuglegt, nærri 30% konur og 70% karlar sem er í takti við árin á undan. Í Kastljósi var hlutfallið 36% konur og 64% karlar en jafnast var hlutfallið í Íslandi í dag þar sem konur voru 46% viðmælenda.Meðal gesta á jafnréttisþinginu í gær voru fjölmiðlakonurnar Eva María Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir. Þær ræddu stöðu mála í Íslandi í dag í gær en viðtalið má sjá hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Karlar í aðalhlutverki og konur í aukahlutverki í fréttum Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem nær til fréttamiðla í 114 löndum voru birtar í dag. Konur standa hallari fæti á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. 23. nóvember 2015 12:03 Kvenleikstjórar í útrýmingarhættu Staða kvenna í kvikmyndum rædd á Jafnréttisþingi. 26. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sjá meira
Af tuttugu algengustu viðmælenda útvarpsþátta á Bylgjunni og Rás 2 eru fimm konur. Af þeim tíu efstu er aðeins Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sem kemst á lista. Þetta kemur fram í samantekt Rósu Guðrúnar Erlingsdóttur, sérfræðings í jafnréttismálum í velferðarráðuneytinu, sem hún kynnti fyrir gestum Jafnréttisþings á Hótel Nordica Hilton í gær. Credit Info sá um gagnavinnsluna sem náði til morgunþátta Rásar 2, Samfélagsins á Rás 1 og Spegilsins. Könnunin náði einnig til þáttanna Í bítið og Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Tímabilið var yfir eitt ár, eða frá september 2014 til september í ár. Var fjöldi viðmælenda talinn og flokkaður eftir kyni. Voru konur 37% viðmælenda í þáttum RÚV en 27% í þáttum 365 miðla. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var oftast allra viðmælandi í fyrrnefndum útvarpsþáttum en 39 sinnum svaraði hann kalli þáttastjórnenda þar af 20 sinnum í Speglinum. Næstur kom Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, sem var 37 sinnum í viðtali. Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var 36 sinnum í viðtali og deildu svo þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Katrín Jakobsdóttir fjórða sætinu með 29 skiptum hvort. Hinar fjórar konurnar sem komust á topp tuttugu listann voru Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra, Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra og Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Listann í heild má sjá hér til hliðar en hér má sjá glærur úr kynningu Rósu Guðrúnar. Hlutföllin í fyrrnefndum þáttum í útvarpi og sjónvarpi á RÚV og 365. Smellið á myndina til að stækka. Hlutfallið 70-30 algengt Í útvarpsfréttum virðist sem kynjahlutföllin séu verri að morgni en í hádegi. Í áttafréttum Bylgjunnar var hlutfallið 23% konur og 77% karlar en 27% konur og 73% karlar í hádegisfréttum. Mynstrið er svipað hjá RÚV þar sem hlutfallið er 26% konur og 74% karlar að morgni, 27% og 73% í hádeginu og svo 30% og 70% í sexfréttum. Þegar kemur að kynjahlutföllum í sjónvarpsfréttum á RÚV og Stöð 2 er hlutfallið kunnuglegt, nærri 30% konur og 70% karlar sem er í takti við árin á undan. Í Kastljósi var hlutfallið 36% konur og 64% karlar en jafnast var hlutfallið í Íslandi í dag þar sem konur voru 46% viðmælenda.Meðal gesta á jafnréttisþinginu í gær voru fjölmiðlakonurnar Eva María Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir. Þær ræddu stöðu mála í Íslandi í dag í gær en viðtalið má sjá hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Karlar í aðalhlutverki og konur í aukahlutverki í fréttum Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem nær til fréttamiðla í 114 löndum voru birtar í dag. Konur standa hallari fæti á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. 23. nóvember 2015 12:03 Kvenleikstjórar í útrýmingarhættu Staða kvenna í kvikmyndum rædd á Jafnréttisþingi. 26. nóvember 2015 11:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sjá meira
Karlar í aðalhlutverki og konur í aukahlutverki í fréttum Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem nær til fréttamiðla í 114 löndum voru birtar í dag. Konur standa hallari fæti á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. 23. nóvember 2015 12:03
Kvenleikstjórar í útrýmingarhættu Staða kvenna í kvikmyndum rædd á Jafnréttisþingi. 26. nóvember 2015 11:30