Nútímafjölskylda í Vesturbænum Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 14:00 Dóttir veðurguðsins Höfundur: Helga Sv. Helgadóttir Útgefandi: Sögur Prentun: Oddi Myndir: Þórir Karl Celin 116 blaðsíður Dóttir veðurguðsins, eftir Helgu Sv. Helgadóttur, er dagbók hinnar átta ára Blævar. Blær býr í Vesturbænum, nánar tiltekið í tveggja herbergja íbúð við Holtsgötu þar sem hún deilir herbergi með foreldrum sínum. Umhverfið minnir svolítið á heim tvíburabræðranna Jóns Odds og Jóns Bjarna, þar sem vinstrisinnaðir foreldrar hika ekki við að úthrópa heimska alþingismenn sem reynast því miður vera feður vina barna þeirra. Stjórnmálaskoðanir eru Blævi framandi deilumál, sem og líklega flestum jafnöldrum hennar sem lesa bókina, en eldri lesendur brosa út í annað þegar talið berst að þessum málum. Ennfremur drepur höfundur á málefni eins og mannanafnanefnd, Norður-Kóreu, femínisma og stéttaskiptingu; án þess þó að gera þau að aðalatriðum. Það er ekki hlaupið að því að skapa áhugaverðan sögumann sem mælir í fyrstu persónu. Hér eru það aukapersónurnar sem halda bókinni lifandi, þótt dálítið sé um að sögupersónur séu kynntar til leiks og hverfi svo jafnharðan. Foreldrarnir eru líklega áhugaverðustu karakterar bókarinnar. Faðirinn er útbrunninn pönkari með stórt húðflúr af svörtum rósum í hjarta þar sem áður var nafn fyrrverandi kærustu. Móðirin er tvíkynhneigð og var í sambandi með konu þegar hún mælti sér mót við hann, þá til að hrauna yfir andfemíníska pönktexta hans. Foreldrarnir, sem eru í eldra lagi, eru frábærar týpur og það hefði verið gaman að lesa meira um þeirra samskipti. Höfundur dregur raunar upp ágætismynd af millistéttarfjölskyldu sem lætur sig heiminn varða. Dagbókarskrif eru áhugavert form í sjálfu sér, en vandmeðfarið. Í þessu tilfelli verður formið framvindunni að falli. Sagan hefur engan söguþráð. Hugsanlega mætti líta á bókina sem smásagnasafn og er það ekki slæmt sem slíkt. Höfundur dregur upp mörg skopleg og skemmtileg atvik úr lífi Blævar en samt er eins og vanti einhvers konar samræmi og rauðan þráð á milli þeirra. Dóttir veðuguðsins er hressandi innlegg í barnabókaútgáfu ársins og Helga Sv. Helgadóttir lofar góðu sem nýr höfundur. Undirrituð vonast til að fá að lesa meira um „pönkuðu“ foreldrana á Holtsgötunni. Teikningar Þóris Karls Celin af sögupersónunum eru lifandi og skemmtilegar að skoða.Niðurstaða: Ágætissagnasafn um nútímafjölskyldu í Vesturbænum. Söguþráður er þunnur en persónurnar lifandi og skemmtilegar. Menning Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Dóttir veðurguðsins Höfundur: Helga Sv. Helgadóttir Útgefandi: Sögur Prentun: Oddi Myndir: Þórir Karl Celin 116 blaðsíður Dóttir veðurguðsins, eftir Helgu Sv. Helgadóttur, er dagbók hinnar átta ára Blævar. Blær býr í Vesturbænum, nánar tiltekið í tveggja herbergja íbúð við Holtsgötu þar sem hún deilir herbergi með foreldrum sínum. Umhverfið minnir svolítið á heim tvíburabræðranna Jóns Odds og Jóns Bjarna, þar sem vinstrisinnaðir foreldrar hika ekki við að úthrópa heimska alþingismenn sem reynast því miður vera feður vina barna þeirra. Stjórnmálaskoðanir eru Blævi framandi deilumál, sem og líklega flestum jafnöldrum hennar sem lesa bókina, en eldri lesendur brosa út í annað þegar talið berst að þessum málum. Ennfremur drepur höfundur á málefni eins og mannanafnanefnd, Norður-Kóreu, femínisma og stéttaskiptingu; án þess þó að gera þau að aðalatriðum. Það er ekki hlaupið að því að skapa áhugaverðan sögumann sem mælir í fyrstu persónu. Hér eru það aukapersónurnar sem halda bókinni lifandi, þótt dálítið sé um að sögupersónur séu kynntar til leiks og hverfi svo jafnharðan. Foreldrarnir eru líklega áhugaverðustu karakterar bókarinnar. Faðirinn er útbrunninn pönkari með stórt húðflúr af svörtum rósum í hjarta þar sem áður var nafn fyrrverandi kærustu. Móðirin er tvíkynhneigð og var í sambandi með konu þegar hún mælti sér mót við hann, þá til að hrauna yfir andfemíníska pönktexta hans. Foreldrarnir, sem eru í eldra lagi, eru frábærar týpur og það hefði verið gaman að lesa meira um þeirra samskipti. Höfundur dregur raunar upp ágætismynd af millistéttarfjölskyldu sem lætur sig heiminn varða. Dagbókarskrif eru áhugavert form í sjálfu sér, en vandmeðfarið. Í þessu tilfelli verður formið framvindunni að falli. Sagan hefur engan söguþráð. Hugsanlega mætti líta á bókina sem smásagnasafn og er það ekki slæmt sem slíkt. Höfundur dregur upp mörg skopleg og skemmtileg atvik úr lífi Blævar en samt er eins og vanti einhvers konar samræmi og rauðan þráð á milli þeirra. Dóttir veðuguðsins er hressandi innlegg í barnabókaútgáfu ársins og Helga Sv. Helgadóttir lofar góðu sem nýr höfundur. Undirrituð vonast til að fá að lesa meira um „pönkuðu“ foreldrana á Holtsgötunni. Teikningar Þóris Karls Celin af sögupersónunum eru lifandi og skemmtilegar að skoða.Niðurstaða: Ágætissagnasafn um nútímafjölskyldu í Vesturbænum. Söguþráður er þunnur en persónurnar lifandi og skemmtilegar.
Menning Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira