Stærstur hluti verðtryggðra eigna bankanna eru skuldir heimila Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. nóvember 2015 09:49 Þolinmæði Framsóknarmanna gagnvart afnámi verðtryggingar farin að þynnast. Vísir/Vilhelm Stærstur hluti verðtryggðra eigna stóru viðskiptabankanna þriggja eru húsnæðislán. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur, þingkonu Framsóknarflokks. Í svarinu kemur fram að þann 30. september hafi hlutfall verðtryggðra húsnæðislána af öllum verðtryggðum eignum bankanna verið 57,3 prósent. Önnur verðtryggð lán til heimila landsins eru 6,4 prósent af verðtryggðu eignunum.Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks, er þreytt á biðinni.Vísir/PjeturUpplýsingarnar ná yfir Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann og taka til bæði verðtryggðra fasteignalána með veði og án veðs í fasteignum. Til verðtryggðra eigna teljast þær eignir sem sérstaklega eru aðgreinanlegar sem verðtryggðar í efnahag bankanna. Brá þegar hún sá svarið „Ég var bara forvitinn þegar ég sá þennan verðtryggingarjöfnuð bankanna, þar sem þetta eru gríðarlegar háar tölur,“ segir Elsa Lára fyrirspyrjandi um af hverju hún vildi þessar upplýsingar. Hún segist hafa viljað vita hvaðan þessi hagnaður bankanna væri sóttur. „Mér brá bara verulega þegar ég sá að verðtryggð húsnæðislán eru 57 prósent af verðtryggðum eignum bankanna,“ segir hún. „Mér finnst óeðlilegt að viðskiptabankarnir hagnist svona verulega á kostnað heimila.“ Elsa Lára bendir á að yfir 60 prósent af verðtryggðum eignum bankanna séu skuldir heimilanna. Ekki búin að gefast uppEitt af stóru loforðum Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var að afnema verðtrygginguna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, sagði kosningarnar í raun snúast um verðtryggingarstjórn eða stjórn með Framsóknarflokknum. Enn hefur flokknum þó ekki tekist að efna þetta loforð. „Við erum ekki búin að gefast upp og við vitum það, eins og Sigmundur [forsætisráðherra] sagði, á miðstjórnarfundi okkar um helgina, að loksins væri vinna við afnám verðtryggingar komin á skrið aftur og ég veit að það er unnið núna inni í ráðuneytunum,“ segir hún. Elsa Lára bendir á að málið sé á borði fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelmÞolinmæðin var farin að þynnast„Það var farið að þynnast í þolinmæðinni,“ segir Elsa Lára sem bætir við að það hafi verið gott að fá þær fréttir að málin væru aftur komin á skrið. Elsa Lára bendir á að málið sé á borði fjármála- og efnahagsráðherra, sem tilheyrir samstarfsflokki Framsóknar í ríkisstjórninni. En hefur það þá staðið á Sjálfstæðisflokknum að afnema verðtrygginguna? „Þeir hafa sett spurningarmerki við þetta, þeir eru ekki jafn ákveðnir og við í því að gera þetta en það er samt kominn samhljómur núna.“ Alþingi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Stærstur hluti verðtryggðra eigna stóru viðskiptabankanna þriggja eru húsnæðislán. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur, þingkonu Framsóknarflokks. Í svarinu kemur fram að þann 30. september hafi hlutfall verðtryggðra húsnæðislána af öllum verðtryggðum eignum bankanna verið 57,3 prósent. Önnur verðtryggð lán til heimila landsins eru 6,4 prósent af verðtryggðu eignunum.Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks, er þreytt á biðinni.Vísir/PjeturUpplýsingarnar ná yfir Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann og taka til bæði verðtryggðra fasteignalána með veði og án veðs í fasteignum. Til verðtryggðra eigna teljast þær eignir sem sérstaklega eru aðgreinanlegar sem verðtryggðar í efnahag bankanna. Brá þegar hún sá svarið „Ég var bara forvitinn þegar ég sá þennan verðtryggingarjöfnuð bankanna, þar sem þetta eru gríðarlegar háar tölur,“ segir Elsa Lára fyrirspyrjandi um af hverju hún vildi þessar upplýsingar. Hún segist hafa viljað vita hvaðan þessi hagnaður bankanna væri sóttur. „Mér brá bara verulega þegar ég sá að verðtryggð húsnæðislán eru 57 prósent af verðtryggðum eignum bankanna,“ segir hún. „Mér finnst óeðlilegt að viðskiptabankarnir hagnist svona verulega á kostnað heimila.“ Elsa Lára bendir á að yfir 60 prósent af verðtryggðum eignum bankanna séu skuldir heimilanna. Ekki búin að gefast uppEitt af stóru loforðum Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var að afnema verðtrygginguna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, sagði kosningarnar í raun snúast um verðtryggingarstjórn eða stjórn með Framsóknarflokknum. Enn hefur flokknum þó ekki tekist að efna þetta loforð. „Við erum ekki búin að gefast upp og við vitum það, eins og Sigmundur [forsætisráðherra] sagði, á miðstjórnarfundi okkar um helgina, að loksins væri vinna við afnám verðtryggingar komin á skrið aftur og ég veit að það er unnið núna inni í ráðuneytunum,“ segir hún. Elsa Lára bendir á að málið sé á borði fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelmÞolinmæðin var farin að þynnast„Það var farið að þynnast í þolinmæðinni,“ segir Elsa Lára sem bætir við að það hafi verið gott að fá þær fréttir að málin væru aftur komin á skrið. Elsa Lára bendir á að málið sé á borði fjármála- og efnahagsráðherra, sem tilheyrir samstarfsflokki Framsóknar í ríkisstjórninni. En hefur það þá staðið á Sjálfstæðisflokknum að afnema verðtrygginguna? „Þeir hafa sett spurningarmerki við þetta, þeir eru ekki jafn ákveðnir og við í því að gera þetta en það er samt kominn samhljómur núna.“
Alþingi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira