95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2015 11:59 Þorgrímur Þráinsson undirbýr nú væntanlegt forsetaframboð. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru segir, í samtali við Vísi, að á því séu 95 prósent líkur að hann gefi kost á sér í næsta forsetakjöri, sem fram fer næsta sumar eða í júnílok. Tildrög þess að Þorgrímur gefur þetta út nú eru reyndar sérkennileg. Stofnuð var sérstök Facebook-síða: „Forsetaframboð Þorgríms Þráinssonar 2016.“ Þar segir, í nafni Þorgríms, að kominn sé tími á að „stíga út fyrir minn þægindaramma. Því hef ég Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér til forseta Íslands 2016. Á þessari síðu mun ég einnig gefa út ítarlega grein eftir 24 klukkustundir um framboðið mitt. Líkið endilega við þessa síðu svo þið getið fylgst með framboði mínu. Forsetakveðjur, Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur.“ Þorgrímur kann hinum sama og stofnaði til þessarar síðu engar þakkir nema síður sé. „Ég myndi aldrei láta svona skrýtna yfirlýsingu frá mér.“ Þorgrímur hafði ekki mikinn tíma til að ræða við Vísi, hann var að detta á fund: „Ég hafði ekki hugsað mér að koma með yfirlýsingu fyrr en í febrúar. Þetta er þjófstart.“En, þú ætlar sem sagt að bjóða þig fram? „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því, já. En ég hef hvorki rætt það við mína bestu vini né stórfjölskyldu.“Þannig að þessi ótímabæra síða setur þig í nokkurn vanda? „Hún gerir mér aðeins erfiðara fyrir..... maður vill leggja af stað, vel undirbúinn en ekki með svona kjánaskap. En, ég myndi telja 95 prósent líkur á því að ég fari fram.“ Þorgrímur segir að ákvörðun hans sé algerlega burtséð frá því hvort núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, gefur kost á sér til að sitja sitt sjötta tímabil. Ólafur Ragnar hefur neitað að gefa nokkurt út um fyrirætlanir sínar og boðar að það muni gerast í áramótaávarpi hans. Þorgrímur er þannig fyrsti frambjóðandinn sem gefur sig fram. Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru segir, í samtali við Vísi, að á því séu 95 prósent líkur að hann gefi kost á sér í næsta forsetakjöri, sem fram fer næsta sumar eða í júnílok. Tildrög þess að Þorgrímur gefur þetta út nú eru reyndar sérkennileg. Stofnuð var sérstök Facebook-síða: „Forsetaframboð Þorgríms Þráinssonar 2016.“ Þar segir, í nafni Þorgríms, að kominn sé tími á að „stíga út fyrir minn þægindaramma. Því hef ég Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér til forseta Íslands 2016. Á þessari síðu mun ég einnig gefa út ítarlega grein eftir 24 klukkustundir um framboðið mitt. Líkið endilega við þessa síðu svo þið getið fylgst með framboði mínu. Forsetakveðjur, Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur.“ Þorgrímur kann hinum sama og stofnaði til þessarar síðu engar þakkir nema síður sé. „Ég myndi aldrei láta svona skrýtna yfirlýsingu frá mér.“ Þorgrímur hafði ekki mikinn tíma til að ræða við Vísi, hann var að detta á fund: „Ég hafði ekki hugsað mér að koma með yfirlýsingu fyrr en í febrúar. Þetta er þjófstart.“En, þú ætlar sem sagt að bjóða þig fram? „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því, já. En ég hef hvorki rætt það við mína bestu vini né stórfjölskyldu.“Þannig að þessi ótímabæra síða setur þig í nokkurn vanda? „Hún gerir mér aðeins erfiðara fyrir..... maður vill leggja af stað, vel undirbúinn en ekki með svona kjánaskap. En, ég myndi telja 95 prósent líkur á því að ég fari fram.“ Þorgrímur segir að ákvörðun hans sé algerlega burtséð frá því hvort núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, gefur kost á sér til að sitja sitt sjötta tímabil. Ólafur Ragnar hefur neitað að gefa nokkurt út um fyrirætlanir sínar og boðar að það muni gerast í áramótaávarpi hans. Þorgrímur er þannig fyrsti frambjóðandinn sem gefur sig fram.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira