Allir sýknaðir af hópnauðgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2015 10:15 Piltarnir voru úrskurðaðir í rúmlega vikulangt gæsluvarðhald í kjölfar þess að stúlkan lagði fram kæru. Vísir/Daníel Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Einn piltanna var dæmdur í 30 daga fangelsi skilorðsbundið í tvö ár, fyrir að taka atvikið upp. Stúlkunni voru dæmdar 500 þúsund krónur í miskabætur vegna upptökunar.Piltunum fimm var öllum gefið að sök að hafa haft margs konar kynferðismök við stúlkuna sem kærði þá til lögreglu. Atburðirnir áttu sér stað aðfaranótt sunnudagsins 4. maí og kærði stúlkan piltana þremur dögum síðar. Piltarnir eru á aldrinum 18-21 árs.Einn ákærður fyrir að brjóta tvívegis á stúlkunniDómurinn hefur ekki verið birtur en í ákærunni voru þeir sakaðir um að hafa fleiri en einn haft kynferðismök við stúlkuna á sama tíma, með því að beita hana ofbeldi og annars konar ólögmætri nauðung. Þá var þeim gefið að sök að hafa beitt stúlkuna harðræði, lagst meðal annars yfir höfuð hennar og spennt ól um lærið á henni. Fjórir þeirra voru sakaðir um að hafa haft kynferðismök við stúlkuna gegn vilja hennar en allir um að brjóta gegn henni kynferðislega á einn eða annan hátt. Piltarnir voru sakaðir um að hafa nýtt sér yfirburðastöðu sína og aðstöðumun gagnvart stúlkunni sem var ein með þeim, og lömuð af hræðslu, í lokuðu, myrku herbergi eins og segir í ákærunni. Fyrrnefndir atburðir áttu allir að hafa átt sér stað inni í svefnherbergi en síðan átti einn piltanna að hafa leitt stúlkuna inn á baðherbergi og brotið aftur kynferðislega gegn henni eins og segir í ákæru. Þá var einn piltanna ákærður fyrir að hafa tekið hluta af kynferðismökunum upp á síma og síðan sýnt nokkrum samnemendum stúlkunnar myndbandið í matsal Fjölbrautaskólans í Breiðholti mánudaginn 5. maí. Tengdar fréttir Krefst tíu milljóna króna í bætur fyrir dóttur sína Piltarnir eru á aldrinum 18-21 árs og er öllum gefið að sök að hafa haft margs konar kynferðismök við stúlkuna, beitt hana ofbeldi og annars konar ólögmætri nauðung. 10. júní 2015 15:08 Segjast saklausir af hópnauðgun í Breiðholti Piltarnir fimm sem gefið er að sök að hafa nauðgan sextán ára stúlku í maí á síðasta ári neituðu allir sök þegar mál þeirra var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 12. júní 2015 13:17 Einn ákærður fyrir að nauðga stúlkunni í kjölfar hópnauðgunar Annar ákærður fyrir að sýna nemendum í FB myndband af kynferðismökunum. 10. júní 2015 15:28 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Einn piltanna var dæmdur í 30 daga fangelsi skilorðsbundið í tvö ár, fyrir að taka atvikið upp. Stúlkunni voru dæmdar 500 þúsund krónur í miskabætur vegna upptökunar.Piltunum fimm var öllum gefið að sök að hafa haft margs konar kynferðismök við stúlkuna sem kærði þá til lögreglu. Atburðirnir áttu sér stað aðfaranótt sunnudagsins 4. maí og kærði stúlkan piltana þremur dögum síðar. Piltarnir eru á aldrinum 18-21 árs.Einn ákærður fyrir að brjóta tvívegis á stúlkunniDómurinn hefur ekki verið birtur en í ákærunni voru þeir sakaðir um að hafa fleiri en einn haft kynferðismök við stúlkuna á sama tíma, með því að beita hana ofbeldi og annars konar ólögmætri nauðung. Þá var þeim gefið að sök að hafa beitt stúlkuna harðræði, lagst meðal annars yfir höfuð hennar og spennt ól um lærið á henni. Fjórir þeirra voru sakaðir um að hafa haft kynferðismök við stúlkuna gegn vilja hennar en allir um að brjóta gegn henni kynferðislega á einn eða annan hátt. Piltarnir voru sakaðir um að hafa nýtt sér yfirburðastöðu sína og aðstöðumun gagnvart stúlkunni sem var ein með þeim, og lömuð af hræðslu, í lokuðu, myrku herbergi eins og segir í ákærunni. Fyrrnefndir atburðir áttu allir að hafa átt sér stað inni í svefnherbergi en síðan átti einn piltanna að hafa leitt stúlkuna inn á baðherbergi og brotið aftur kynferðislega gegn henni eins og segir í ákæru. Þá var einn piltanna ákærður fyrir að hafa tekið hluta af kynferðismökunum upp á síma og síðan sýnt nokkrum samnemendum stúlkunnar myndbandið í matsal Fjölbrautaskólans í Breiðholti mánudaginn 5. maí.
Tengdar fréttir Krefst tíu milljóna króna í bætur fyrir dóttur sína Piltarnir eru á aldrinum 18-21 árs og er öllum gefið að sök að hafa haft margs konar kynferðismök við stúlkuna, beitt hana ofbeldi og annars konar ólögmætri nauðung. 10. júní 2015 15:08 Segjast saklausir af hópnauðgun í Breiðholti Piltarnir fimm sem gefið er að sök að hafa nauðgan sextán ára stúlku í maí á síðasta ári neituðu allir sök þegar mál þeirra var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 12. júní 2015 13:17 Einn ákærður fyrir að nauðga stúlkunni í kjölfar hópnauðgunar Annar ákærður fyrir að sýna nemendum í FB myndband af kynferðismökunum. 10. júní 2015 15:28 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Krefst tíu milljóna króna í bætur fyrir dóttur sína Piltarnir eru á aldrinum 18-21 árs og er öllum gefið að sök að hafa haft margs konar kynferðismök við stúlkuna, beitt hana ofbeldi og annars konar ólögmætri nauðung. 10. júní 2015 15:08
Segjast saklausir af hópnauðgun í Breiðholti Piltarnir fimm sem gefið er að sök að hafa nauðgan sextán ára stúlku í maí á síðasta ári neituðu allir sök þegar mál þeirra var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 12. júní 2015 13:17
Einn ákærður fyrir að nauðga stúlkunni í kjölfar hópnauðgunar Annar ákærður fyrir að sýna nemendum í FB myndband af kynferðismökunum. 10. júní 2015 15:28