„Að mínu viti getum við ekki beðið lengur,“ bókaði Valgeir Davíðsson í hafnarstjórn Vesturbyggðar þar sem hann lagði til að stækkun hafnarinnar á Brjánslæk yrði sett á fjárhagsáætlun næsta árs.
Fram kom í hafnarstjórn að Vegagerðin hefur unnið tillögur að nýrri smábátahöfn á Brjánslæk. Deiliskipulag sé í vinnslu. „Brjánslækjarhöfn er flöskuháls inn og út úr Vesturbyggð,“ bókaði Valgeir og benti á fjölgun ferðamanna auk gríðarlegrar aukningar í fiskeldi með tilheyrandi margföldun í fiskflutningum. „Við verðum að geta tekið við ferðamönnum, að þeir hætti ekki við að koma hingað út af vegum og einnig vegna öngþveitis sem skapast við alla þessa aukningu á fólki og miklum vöruflutningum.“
Höfnin orðin of lítil á Brjánslæk
Garðar Örn Úlfarsson skrifar
