Lítill drengur með alvarlegan hjartagalla sendur aftur til Albaníu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 9. desember 2015 20:15 Hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla eru í hópi Albana og fólks frá Makedóníu sem Útlendingastofnun ætlar að senda úr landi annað kvöld. Þau hafa búið hér í sjö mánuði. Fjölskyldufaðirinn, Pllum Lalaj segist hafa komið hingað vegna allrar fjölskyldunnar sem lifi við stöðugar hótanir, vegna þess að hann hafi verið giftur áður og fjölskylda fyrri konu hans sé ósatt við skilnaðinn. Slík harka sé ekki óalgeng í Albaníu og fjölskyldur geri oft upp sín mál á þess að leita til annarra enda sé kerfið í molum.Drengurinn fæddist með alvarlegan hjartagalla og þarfnast skurðaðgerðar og lyfja.Hann segist líka hafa komið hingað í von um að geta bjargað syni sínum sem hafi fæðst með alvarlegan hjartagalla og þarfnist skurðaðgerðar og lyfja. Hann fái ekki nauðsynlega læknisaðstoð í Albaníu en þar sé fólk látið deyja ef það eigi ekki næga peninga til að greiða fyrir þjónustuna.Vafasamt að senda veikt fólk úr landi Þau hafa fengið synjun um hæli frá Útlendingastofnun en ákváðu að áfrýja. Þau drógu hins vegar áfrýjunina til baka og samþykktu að yfirgefa landið. Það segjast þau hafa gert þar sem þeim hafi verið sagt að sonur þeirra fengi ekki að gangast undir aðgerð hér á landi. Þau vilji því frekar reyna að freista þess að gera það sem hægt sé í Albaníu. Það sé hins vegar óljóst hvað það sé. Björn Teitsson talsmaður Rauða krossins segir örfá dæmi um að hælisleitendur komi hingað sérstaklega í leit að heilbrigðisþjónustu. Það séu þó örfá dæmi um það. Hann segir hins vegar Útlendingastofnun túlka heimild sína til að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum afar þröngt. Þetta sé umdeilt mál en að hans dómi sé vafasamt sé að senda veikt fólk úr landi ef að það sé hægt að veita betri heilbrigðisþjónustu hér en á áfangastað. Flóttamenn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla eru í hópi Albana og fólks frá Makedóníu sem Útlendingastofnun ætlar að senda úr landi annað kvöld. Þau hafa búið hér í sjö mánuði. Fjölskyldufaðirinn, Pllum Lalaj segist hafa komið hingað vegna allrar fjölskyldunnar sem lifi við stöðugar hótanir, vegna þess að hann hafi verið giftur áður og fjölskylda fyrri konu hans sé ósatt við skilnaðinn. Slík harka sé ekki óalgeng í Albaníu og fjölskyldur geri oft upp sín mál á þess að leita til annarra enda sé kerfið í molum.Drengurinn fæddist með alvarlegan hjartagalla og þarfnast skurðaðgerðar og lyfja.Hann segist líka hafa komið hingað í von um að geta bjargað syni sínum sem hafi fæðst með alvarlegan hjartagalla og þarfnist skurðaðgerðar og lyfja. Hann fái ekki nauðsynlega læknisaðstoð í Albaníu en þar sé fólk látið deyja ef það eigi ekki næga peninga til að greiða fyrir þjónustuna.Vafasamt að senda veikt fólk úr landi Þau hafa fengið synjun um hæli frá Útlendingastofnun en ákváðu að áfrýja. Þau drógu hins vegar áfrýjunina til baka og samþykktu að yfirgefa landið. Það segjast þau hafa gert þar sem þeim hafi verið sagt að sonur þeirra fengi ekki að gangast undir aðgerð hér á landi. Þau vilji því frekar reyna að freista þess að gera það sem hægt sé í Albaníu. Það sé hins vegar óljóst hvað það sé. Björn Teitsson talsmaður Rauða krossins segir örfá dæmi um að hælisleitendur komi hingað sérstaklega í leit að heilbrigðisþjónustu. Það séu þó örfá dæmi um það. Hann segir hins vegar Útlendingastofnun túlka heimild sína til að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum afar þröngt. Þetta sé umdeilt mál en að hans dómi sé vafasamt sé að senda veikt fólk úr landi ef að það sé hægt að veita betri heilbrigðisþjónustu hér en á áfangastað.
Flóttamenn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira