Ólafur Ragnar sagði það ekki tíðkast að svipta menn fálkaorðunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. desember 2015 18:30 Forseti Íslands sagði árið 2012 að það tíðkaðist ekki að svipta menn fálkaorðunni. Formaður orðunefndar forsetans segist sjálfur hafa lagt það til að svipta Sigurð Einarsson réttinum til að bera orðuna, en engin fordæmi eru fyrir slíkri ákvörðun hér á landi. Sigurður Einarsson þáverandi stjórnarformaður Kaupþings banka var sæmdur fálkaorðunni 1. janúar 2007 fyrir forystuhlutverk í íslensku útrásinni. Forsetinn hefur nú svipt hann réttinum til að bera orðuna vegna 4 ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu. Ákvörðun forsetans er byggð á forsetabréfi um hina íslensku fálkaorðu frá 31. desember 2005. Þar segir að stórmeistari, sem er forsetinn í þessu samhengi, geti „að ráði orðunefndar, svipt hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.“ Forsetinn getur ekki svipt Sigurð orðunni sjálfri en hann getur svipt hann réttinum til að bera hana og það er það sem forsetinn gerði. Ákvörðunin er án fordæma. Ákvörðun forsetans er athyglisverð því á beinni línu DV árið 2012 sagði hann: „Það hefur ekki tíðkast að afturkalla orðuveitingar“ þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki afturkallað orðuveitingar til útrásarvíkinga.Guðni Ágústsson formaður orðunefndar forseta Íslands.365/Þorbjörn Þórðarson„Orðunefnd fór yfir mál Sigurðar eftir að hann fékk þenann þunga dóm og það var samdóma álit okkar að leggja það til við forsetann að hann yrði sviptur réttinum,“ segir Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og formaður orðunefndar forsetans. Guðni segir að hugmyndin hafi ekki komið frá forsetanum.Hver léði fyrst máls á því að beita þessari heimild? „Við tókum þetta fyrir í orðunefnd og lögðum þetta svo til við forsetann.“Þannig að þetta er ekki liður í einhvers konar vegferð sitjandi forseta í að reyna að fjarlægjast stjórnendur föllnu bankanna sem hann studdi með ráðum og dáð fyrir banka- og gjaldeyrishrunið? „Þetta er nú stór fullyrðing en þetta kemur forsetanum ekkert við. Við lögðum þetta til við forsetann og hann féllst á þetta. Þetta snýr bara að þessu eina atriði.”Inni á fundi nefndarinnar, hver er það sem á upphaflega þá hugmynd að beita heimildinni? „Ég er formaður nefndarinnar. Þannig að ég tók málið fyrir.“Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.365/Þorbjörn ÞórðarsonGuðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur rannsakað embætti forsetans, skrifaði bók um tíð Kristjáns Eldjárn í embættinu og vinnur nú að heildstæðu sagnfræðiriti um embættið. „Það hafa líklega yfir sjö þúsund manns fengið fálkaorðuna í gegnum tíðina, þannig að það er misjafn sauður í mörgu fé. Í tilfelli Sigurðar Einarssonar þá er þetta í fyrsta sinn sem orðuhafi hlýtur þungan fangelsisdóm sem vekur þjóðarathygli. Þannig í því ljósi verður væntanlega að skoða þessa ákvörðun forseta Íslands,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.Því hefur verið haldið fram staða fálkaorðunnar eigi ekki að sveiflast eftir tíðarandanum í samfélaginu heldur eigi veiting hennar að standa ein og sér. Hvað segir þú um þetta sjónarmið? „Jú, þetta er sjónarmið en reglugerðin er svona. Það má grípa til þessa ráðs hafi orðuhafi brugðist trausti þess sem veitir orðuna. Það er þá réttlætingin en þetta er klassískt álitaefni og það má horfa á þetta víðara samhengi. Til dæmis þegar óskir um afsökun eða fyrirgefningu eru settar fram vegna atburða sem áttu sér stað í fortíð,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Fálkaorðan Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Forseti Íslands sagði árið 2012 að það tíðkaðist ekki að svipta menn fálkaorðunni. Formaður orðunefndar forsetans segist sjálfur hafa lagt það til að svipta Sigurð Einarsson réttinum til að bera orðuna, en engin fordæmi eru fyrir slíkri ákvörðun hér á landi. Sigurður Einarsson þáverandi stjórnarformaður Kaupþings banka var sæmdur fálkaorðunni 1. janúar 2007 fyrir forystuhlutverk í íslensku útrásinni. Forsetinn hefur nú svipt hann réttinum til að bera orðuna vegna 4 ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu. Ákvörðun forsetans er byggð á forsetabréfi um hina íslensku fálkaorðu frá 31. desember 2005. Þar segir að stórmeistari, sem er forsetinn í þessu samhengi, geti „að ráði orðunefndar, svipt hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.“ Forsetinn getur ekki svipt Sigurð orðunni sjálfri en hann getur svipt hann réttinum til að bera hana og það er það sem forsetinn gerði. Ákvörðunin er án fordæma. Ákvörðun forsetans er athyglisverð því á beinni línu DV árið 2012 sagði hann: „Það hefur ekki tíðkast að afturkalla orðuveitingar“ þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki afturkallað orðuveitingar til útrásarvíkinga.Guðni Ágústsson formaður orðunefndar forseta Íslands.365/Þorbjörn Þórðarson„Orðunefnd fór yfir mál Sigurðar eftir að hann fékk þenann þunga dóm og það var samdóma álit okkar að leggja það til við forsetann að hann yrði sviptur réttinum,“ segir Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og formaður orðunefndar forsetans. Guðni segir að hugmyndin hafi ekki komið frá forsetanum.Hver léði fyrst máls á því að beita þessari heimild? „Við tókum þetta fyrir í orðunefnd og lögðum þetta svo til við forsetann.“Þannig að þetta er ekki liður í einhvers konar vegferð sitjandi forseta í að reyna að fjarlægjast stjórnendur föllnu bankanna sem hann studdi með ráðum og dáð fyrir banka- og gjaldeyrishrunið? „Þetta er nú stór fullyrðing en þetta kemur forsetanum ekkert við. Við lögðum þetta til við forsetann og hann féllst á þetta. Þetta snýr bara að þessu eina atriði.”Inni á fundi nefndarinnar, hver er það sem á upphaflega þá hugmynd að beita heimildinni? „Ég er formaður nefndarinnar. Þannig að ég tók málið fyrir.“Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.365/Þorbjörn ÞórðarsonGuðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur rannsakað embætti forsetans, skrifaði bók um tíð Kristjáns Eldjárn í embættinu og vinnur nú að heildstæðu sagnfræðiriti um embættið. „Það hafa líklega yfir sjö þúsund manns fengið fálkaorðuna í gegnum tíðina, þannig að það er misjafn sauður í mörgu fé. Í tilfelli Sigurðar Einarssonar þá er þetta í fyrsta sinn sem orðuhafi hlýtur þungan fangelsisdóm sem vekur þjóðarathygli. Þannig í því ljósi verður væntanlega að skoða þessa ákvörðun forseta Íslands,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.Því hefur verið haldið fram staða fálkaorðunnar eigi ekki að sveiflast eftir tíðarandanum í samfélaginu heldur eigi veiting hennar að standa ein og sér. Hvað segir þú um þetta sjónarmið? „Jú, þetta er sjónarmið en reglugerðin er svona. Það má grípa til þessa ráðs hafi orðuhafi brugðist trausti þess sem veitir orðuna. Það er þá réttlætingin en þetta er klassískt álitaefni og það má horfa á þetta víðara samhengi. Til dæmis þegar óskir um afsökun eða fyrirgefningu eru settar fram vegna atburða sem áttu sér stað í fortíð,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.
Fálkaorðan Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira