Orðunefnd samhljóða um að svipta Sigurð réttinum til að bera fálkaorðuna Birgir Olgeirsson skrifar 9. desember 2015 09:11 Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar. GVA Orðunefnd lagði það til samhljóða að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, yrði sviptur orðunni, að sögn Guðna Ágústssonar formanns nefndarinnar. Orðunefnd ræður málefnum hinnar íslensku fálkaorðu og skipa fimm manns hana, Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, Rakel Olsen framkvæmdastjóri, Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri, Ólafur Egilsson fyrrverandi sendiherra og Örnólfur Thorsson orðuritari. Þessi ákvörðun orðunefndar að svipta manni réttinum til að bera fálkaorðuna, á sér ekki fordæmi. „Þetta hefur ekki gerst áður að orðuhafi hafi fengið slíkan dóm sem Sigurður hefur hlotið,“ segir Guðni.Hlaut orðuna fyrir forystu í útrásinniSigurður hlaut orðuna fyrir forystu í útrás íslenskra fjármálastarfsemi en hefur eftir hrun verið dæmdur í fangelsi fyrir markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm á Kvíabryggju. Guðni segir orðunefnd hafa farið vandlega yfir málið, hvort það ætti sér einhver fordæmi hér heima eða ytra. Segir Guðni dæmi um að orðuhafar hafi verið sviptir réttinum til að bera þær á Norðurlöndunum. Í þrettándu grein forsetabréfs um fálkaorðuna kemur fram að stórmeistari, sem er forseti Íslands, geti að ráði orðunefndar svipt hvern þann sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.Sigurður Einarsson og Ólafur Ragnar Grímsson ræðast við.VísirForsetaembættið tilkynnti Sigurði um ákvörðunina Hæstiréttur kvað upp dóm í Al-Thani málinu í febrúar síðastliðnum og greindi Guðni frá því að orðunefnd myndi koma saman og ræða hvort til greina komi að svipta Sigurði rétti til að bera orðuna. Tíu mánuðum síðar er niðurstaðan ljós en Guðni segir nokkrar vikur síðan þessi ákvörðun var tekin innan orðunefndar. Var það embætti forseta Íslands sem tilkynnti Sigurði þessa ákvörðun bréfleiðis. Guðni segir það vera rétt orðunefndar að veita mönnum orðunum og einnig rétt nefndarinnar að svipta menn réttinum til að bera hana. Með þessari ákvörðun sé ekki farið fram á að Sigurður skili orðunni en það verður þó að gera á einhverjum tímapunkti í öllum tilvikum líkt og segir í fjórtándu grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu: „Við andlát þess er orðunni hefur verið sæmdur skulu aðstandendur eða skiptastjóri skila henni aftur til orðuritara. Í útlöndum má fá sendiráðum og ræðismönnum orðurnar til frekari fyrirgreiðslu.“Sigurður talinn meðal helstu samstarfsmanna forsetaÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Sigurður Einarsson áttu í ágætis samstarfi fyrir hrun ef marka má rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008. Í skýrslunni er meðal annars tekið dæmi úr bókinni Sögur af forseta en þar segir að Sigurður Einarsson hafi verið tíður gestur á Bessastöðum og sama megi segja um forráðamenn annarra banka. Sérstaklega er tekið fram að frá árinu 2000 hefði Ólafur Ragnar unnið með Sigurði Einarssyni að mörgum málum, bæði í þágu bankans og annarra málefna. „Má telja Sigurð meðal helstu samstarfsmanna forsetans á síðari árum,“ segir í skýrslunni. Fálkaorðan Tengdar fréttir Sigurður Einarsson sviptur réttinum til að bera fálkaorðuna Orðunefnd lagði til við forseta Íslands að þetta yrði gert. 9. desember 2015 07:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Orðunefnd lagði það til samhljóða að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, yrði sviptur orðunni, að sögn Guðna Ágústssonar formanns nefndarinnar. Orðunefnd ræður málefnum hinnar íslensku fálkaorðu og skipa fimm manns hana, Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, Rakel Olsen framkvæmdastjóri, Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri, Ólafur Egilsson fyrrverandi sendiherra og Örnólfur Thorsson orðuritari. Þessi ákvörðun orðunefndar að svipta manni réttinum til að bera fálkaorðuna, á sér ekki fordæmi. „Þetta hefur ekki gerst áður að orðuhafi hafi fengið slíkan dóm sem Sigurður hefur hlotið,“ segir Guðni.Hlaut orðuna fyrir forystu í útrásinniSigurður hlaut orðuna fyrir forystu í útrás íslenskra fjármálastarfsemi en hefur eftir hrun verið dæmdur í fangelsi fyrir markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm á Kvíabryggju. Guðni segir orðunefnd hafa farið vandlega yfir málið, hvort það ætti sér einhver fordæmi hér heima eða ytra. Segir Guðni dæmi um að orðuhafar hafi verið sviptir réttinum til að bera þær á Norðurlöndunum. Í þrettándu grein forsetabréfs um fálkaorðuna kemur fram að stórmeistari, sem er forseti Íslands, geti að ráði orðunefndar svipt hvern þann sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.Sigurður Einarsson og Ólafur Ragnar Grímsson ræðast við.VísirForsetaembættið tilkynnti Sigurði um ákvörðunina Hæstiréttur kvað upp dóm í Al-Thani málinu í febrúar síðastliðnum og greindi Guðni frá því að orðunefnd myndi koma saman og ræða hvort til greina komi að svipta Sigurði rétti til að bera orðuna. Tíu mánuðum síðar er niðurstaðan ljós en Guðni segir nokkrar vikur síðan þessi ákvörðun var tekin innan orðunefndar. Var það embætti forseta Íslands sem tilkynnti Sigurði þessa ákvörðun bréfleiðis. Guðni segir það vera rétt orðunefndar að veita mönnum orðunum og einnig rétt nefndarinnar að svipta menn réttinum til að bera hana. Með þessari ákvörðun sé ekki farið fram á að Sigurður skili orðunni en það verður þó að gera á einhverjum tímapunkti í öllum tilvikum líkt og segir í fjórtándu grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu: „Við andlát þess er orðunni hefur verið sæmdur skulu aðstandendur eða skiptastjóri skila henni aftur til orðuritara. Í útlöndum má fá sendiráðum og ræðismönnum orðurnar til frekari fyrirgreiðslu.“Sigurður talinn meðal helstu samstarfsmanna forsetaÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Sigurður Einarsson áttu í ágætis samstarfi fyrir hrun ef marka má rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008. Í skýrslunni er meðal annars tekið dæmi úr bókinni Sögur af forseta en þar segir að Sigurður Einarsson hafi verið tíður gestur á Bessastöðum og sama megi segja um forráðamenn annarra banka. Sérstaklega er tekið fram að frá árinu 2000 hefði Ólafur Ragnar unnið með Sigurði Einarssyni að mörgum málum, bæði í þágu bankans og annarra málefna. „Má telja Sigurð meðal helstu samstarfsmanna forsetans á síðari árum,“ segir í skýrslunni.
Fálkaorðan Tengdar fréttir Sigurður Einarsson sviptur réttinum til að bera fálkaorðuna Orðunefnd lagði til við forseta Íslands að þetta yrði gert. 9. desember 2015 07:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Sigurður Einarsson sviptur réttinum til að bera fálkaorðuna Orðunefnd lagði til við forseta Íslands að þetta yrði gert. 9. desember 2015 07:02
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent