Ljósin slökkt í rómantískasta bæ Íslands Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. desember 2015 08:00 Samtökin 825 Þorparinn vinna "markvisst að því að gera Stokkseyri að rómantískasta bæ á Íslandi“. Vísir/Heiða Samtökin 825 Þorparinn vilja gera Stokkseyri að rómantískasta bæ á Íslandi og þar með auka aðdráttarafl bæjarins fyrir ferðafólk. Þorparinn eru samtök atvinnurekenda á Stokkseyri og áhugamanna um aukna ferðaþjónustu og öflugra atvinnulíf í bænum. Ein hugmyndin lýtur að því að skapa rómantíska dulúð í tengslum við að dempa lýsingu í bænum og láta lágstemmdari lýsingu gefa húsum og híbýlum enn meiri sjarma, segir í bréfi 825 Þorparinn til bæjarstjórnar Árborgar. Því fylgja undirskriftir yfir 130 manna sem taka undir þá hugmynd samtakanna að slökkt verði á götulýsingu á Stokkseyri milli klukkan 23 og 03. Að stytta tíma sem götulýsing logar í tilraunaskyni er liður í þeirri viðleitni að skapa rómantíska stemmingu sem marka myndi skemmtilega sérstöðu til að kynna og mun svo sannarlega vinda upp á sig, segja bréfritarar sem kveða þessa takmörkun á lýsingu bjóða upp á fjölmarga möguleika í ferðaþjónustu og að jólaskreytingar Stokkseyringa myndu þess utan njóta sína betur. Rómantík og kertaljós í friðsælum bæ við sjóinn yrði nokkuð skemmtilegt frétta- og kynningarefni, spáir 825 Þorparinn. Norðurljósaferðir njóta sívaxandi vinsælda og er ekki ólíklegt að ferðamenn myndu sækja Stokkseyri enn frekar heim ef ljósmengun væri stillt í hóf en í dag þá er sirka einn ljósastaur á hverja tvo íbúa. Til viðbótar gæti skapast grundvöllur fyrir stjörnuáhugamenn sem hér gætu fundið sinn samastað. Þá benda samtökin á að Stokkseyri hafi nú þegar margvíslega sérstöðu, bæði jarðfræðilega og sögulega. Í bænum er einn vinsælasti veitingastaður landsins auk þess sem bærinn er þekktur fyrir fjölda listamanna sem hér búa og hafa mjög jákvætt og gott aðdráttarafl. Bæjarráð Árborgar tók vel í ósk samtakanna og fól framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að leita leiða til að útfæra stýringar á götulýsingunni á Stokkseyri. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Sjá meira
Samtökin 825 Þorparinn vilja gera Stokkseyri að rómantískasta bæ á Íslandi og þar með auka aðdráttarafl bæjarins fyrir ferðafólk. Þorparinn eru samtök atvinnurekenda á Stokkseyri og áhugamanna um aukna ferðaþjónustu og öflugra atvinnulíf í bænum. Ein hugmyndin lýtur að því að skapa rómantíska dulúð í tengslum við að dempa lýsingu í bænum og láta lágstemmdari lýsingu gefa húsum og híbýlum enn meiri sjarma, segir í bréfi 825 Þorparinn til bæjarstjórnar Árborgar. Því fylgja undirskriftir yfir 130 manna sem taka undir þá hugmynd samtakanna að slökkt verði á götulýsingu á Stokkseyri milli klukkan 23 og 03. Að stytta tíma sem götulýsing logar í tilraunaskyni er liður í þeirri viðleitni að skapa rómantíska stemmingu sem marka myndi skemmtilega sérstöðu til að kynna og mun svo sannarlega vinda upp á sig, segja bréfritarar sem kveða þessa takmörkun á lýsingu bjóða upp á fjölmarga möguleika í ferðaþjónustu og að jólaskreytingar Stokkseyringa myndu þess utan njóta sína betur. Rómantík og kertaljós í friðsælum bæ við sjóinn yrði nokkuð skemmtilegt frétta- og kynningarefni, spáir 825 Þorparinn. Norðurljósaferðir njóta sívaxandi vinsælda og er ekki ólíklegt að ferðamenn myndu sækja Stokkseyri enn frekar heim ef ljósmengun væri stillt í hóf en í dag þá er sirka einn ljósastaur á hverja tvo íbúa. Til viðbótar gæti skapast grundvöllur fyrir stjörnuáhugamenn sem hér gætu fundið sinn samastað. Þá benda samtökin á að Stokkseyri hafi nú þegar margvíslega sérstöðu, bæði jarðfræðilega og sögulega. Í bænum er einn vinsælasti veitingastaður landsins auk þess sem bærinn er þekktur fyrir fjölda listamanna sem hér búa og hafa mjög jákvætt og gott aðdráttarafl. Bæjarráð Árborgar tók vel í ósk samtakanna og fól framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að leita leiða til að útfæra stýringar á götulýsingunni á Stokkseyri.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Sjá meira