Leggja til sextán milljarða aukaútgjöld og sautján milljarða tekjur á móti Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. desember 2015 16:19 Stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um breytingartillögur við fjárlögin. Vísir/Ernir Stjórnarandstaðan leggur til að útgjöld ríkissjóðs verði hækkuð um 16 milljarða króna en að 17 milljarðar verði sóttir, meðal annars í gegnum orkuskatt. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata. „Tillögurnar sýna að mögulegt er að leggja aðrar áherslur við stjórn landsins og nýta bætta afkomu ríkissjóðs á sanngjarnari hátt,“ segir í yfirlýsingu flokkanna. Tillögurnar gera meðal annars ráð fyrir að elli- og örorkulífeyrir hækki afturvirkt og að Landspítalinn fái aukið fjármagn. Flokkarnir vilja hækka þak fæðingarorlofsgreiðslna upp í hálfa milljón og láta barnabætur hækka með hækkun á skerðingarviðmiðum. Þá er gert ráð fyrir hækkunum til háskóla og afléttingu fjöldatakmarkana í framhaldsskólum. „Allar þessar tillögur eru fjármagnaðar með auknum tekjum, hærri veiðigjöldum, arði af bönkum, orkuskatti á stóriðju og bættu skatteftirliti,“ segir í tilkynningu flokkanna. „Þar fyrir utan má minna á að á yfirstandandi kjörtímabili hefur stjórnarmeirihlutinn tekið fjölmargar ákvarðanir um lækkun tekna sem nemur tugum milljarða.“ „Þar má nefna lækkun veiðigjalds, afnám auðlegðarskatts, lækkun á tekjuskatti betur stæðra, afnám sykurskatts, auk þess að heykjast á alvöru gjaldtöku af ferðamönnum,“ segja flokkarnir og bæta við að tillögurnar geti skapað gríðarlegt viðbótarsvigrúm í ríkisrekstrinum.ÚtgjöldLandspítali viðhald 1.400Landspítali magnaukning 1.040Landspítali kjarasamningar 400Sjúkrahúsið á Akureyri 100Geðfatlaðir þjónusta, húsnæði 33Háskólar almennt 400Framhaldsskólar almennt 400Hækkun örorku og ellilífeyris 5.305Samgöngur nýframkvæmdir 700Viðhald vega 700Sóknaráætlun landshluta 400Fæðingarorlof hækkun 1.700Barnabætur 2.400Umboðsmaður Alþingis 15Fangelsismálastofnun 80Kynbundið ofbeldi 200Útlendingamál 200Stafræn íslenska 170Loftslagssjóður 200Græna hagkerfið 70Menningarmál 40Ríkisskattstjóri 58TekjurOrkuskattur 2.000Skatteftirlit 4.000Arður af bönkum 8.000Veiðigjöld 3.000 Alþingi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggur til að útgjöld ríkissjóðs verði hækkuð um 16 milljarða króna en að 17 milljarðar verði sóttir, meðal annars í gegnum orkuskatt. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata. „Tillögurnar sýna að mögulegt er að leggja aðrar áherslur við stjórn landsins og nýta bætta afkomu ríkissjóðs á sanngjarnari hátt,“ segir í yfirlýsingu flokkanna. Tillögurnar gera meðal annars ráð fyrir að elli- og örorkulífeyrir hækki afturvirkt og að Landspítalinn fái aukið fjármagn. Flokkarnir vilja hækka þak fæðingarorlofsgreiðslna upp í hálfa milljón og láta barnabætur hækka með hækkun á skerðingarviðmiðum. Þá er gert ráð fyrir hækkunum til háskóla og afléttingu fjöldatakmarkana í framhaldsskólum. „Allar þessar tillögur eru fjármagnaðar með auknum tekjum, hærri veiðigjöldum, arði af bönkum, orkuskatti á stóriðju og bættu skatteftirliti,“ segir í tilkynningu flokkanna. „Þar fyrir utan má minna á að á yfirstandandi kjörtímabili hefur stjórnarmeirihlutinn tekið fjölmargar ákvarðanir um lækkun tekna sem nemur tugum milljarða.“ „Þar má nefna lækkun veiðigjalds, afnám auðlegðarskatts, lækkun á tekjuskatti betur stæðra, afnám sykurskatts, auk þess að heykjast á alvöru gjaldtöku af ferðamönnum,“ segja flokkarnir og bæta við að tillögurnar geti skapað gríðarlegt viðbótarsvigrúm í ríkisrekstrinum.ÚtgjöldLandspítali viðhald 1.400Landspítali magnaukning 1.040Landspítali kjarasamningar 400Sjúkrahúsið á Akureyri 100Geðfatlaðir þjónusta, húsnæði 33Háskólar almennt 400Framhaldsskólar almennt 400Hækkun örorku og ellilífeyris 5.305Samgöngur nýframkvæmdir 700Viðhald vega 700Sóknaráætlun landshluta 400Fæðingarorlof hækkun 1.700Barnabætur 2.400Umboðsmaður Alþingis 15Fangelsismálastofnun 80Kynbundið ofbeldi 200Útlendingamál 200Stafræn íslenska 170Loftslagssjóður 200Græna hagkerfið 70Menningarmál 40Ríkisskattstjóri 58TekjurOrkuskattur 2.000Skatteftirlit 4.000Arður af bönkum 8.000Veiðigjöld 3.000
Alþingi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira