Sótt að forsetanum úr öllum áttum Jakob Bjarnar skrifar 8. desember 2015 11:32 Óþreyju gætir víða vegna langrar setu Ólafs Ragnars á Bessastöðum, en einmitt þessi óþreyja verður svo Ólafi Ragnari að vopni. „Í dag er 7.101 dagur síðan Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti Íslands. Það er ansi langur tími, eiginlega fáránlega langur tími, hvað þá fyrir mann að sitja sem forseti. Tíminn er vissulega afstæður, en tuttugu ár í kjörnu embætti sem þjóðhöfðingi er langt, algjörlega óháð því hvernig viðkomandi hefur staðið sig í starfi.“16 ár var langur tímiSvo ritar Kolbeinn Óttarsson Proppé pistlahöfundur á Kjarnanum í grein undir fyrirsögninni „Að bíða eigin óvinsælda“. Hann rekur ýmsar mótsagnir sem einkenna Ólaf Ragnar Grímsson, að teknu tilliti til orða hans sjálfs árið 1996 þá er hann var kjörinn, varðandi það hversu lengi menn eigi að sitja.Kolbeinn er á því að forsetatíð Ólafs Ragnars sé orðin "mökklöng".„Ég var oft spurður þessarar spurningar í aðdraganda kosninganna og svaraði henni á þann veg að mér fyndist 16 ár vera langur tími. Með fullri virðingu fyrir bæði Vigdísi og Ásgeiri, sem bæði hafa setið í þann tíma, þá finnst mér, sérstaklega í ljósi þeirra öru breytinga sem eru í veröldinni, 16 ár vera svo langt tímaskeið sem ólíklegt sé að forseti og þjóð geti orðið samstiga.“Ólafur Ragnar heldur mönnum í spennitreyjuKjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að fjórum árum liðnum. Forsetakjör fer fram í júní- eða júlímánuði það ár, er kjörtímabil endar. Ólafur Ragnar er fæddur 1943, er nú á sínu fimmta kjörtímabili og hann hefur ítrekað neitað að gefa upp hvort hann ætlar fram á nýjan leik. Segir að það muni koma fram í áramótaávarpi hans. Þannig heldur Ólafur Ragnar mönnum í spennitreyju þeim sem hafa hugsað sér að gefa á sér kost. Eitt er að bjóða sig fram til forseta, annað er að fara fram gegn sitjandi forseta sem ætlar að gefa kost á sér á ný. Sá eini sem gefið hefur sig fram er Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, en hann hafði ekki hugsað sér að gefa út tilkynningu þess efnis fyrr en eftir áramót, en einhver gerði honum grikk, stofnaði kosningasíðu á Facebook í hans nafni; Þorgrímur er ekki maður lyganna og sagði Vísi sem var að hann ætlaði fram.Hverjir koma til greinaEn, hverjir koma til greina aðrir en Þorgrímur Þráinsson og Ólafur Ragnar? Hrafn Jökulsson rithöfundur og skákfrömuður er mikill áhugamaður um kosningar og forsetaembættið og hann efndi um síðustu helgi til samkvæmisleiks á Facebook-síðu sinni, þar sem hann kallar eftir hugmyndum um hver gæti verið kostur í stöðunni?Sigurbjörg segir Ólaf Ragnar ala á óvissunni, óvissu sem er honum sjálfum í hag.VísirÝmsir eru nefndir til sögunnar en svo virðist sem Andri Snær Magnason sé þeim sem þar tjáðu sig ofarlega í huga sem ágætur kostur sem og Bergþór Pálsson. Einhverjir vilja nefna nauðsyn þess að fá konu á Bessastaði og fjölmargir lýstu yfir því að þeim hugnaðist lítt að Ólafur Ragnar verði eftir sem áður forseti landsins.Óvissan verður Ólafi Ragnari að vopniÖnnur nýleg grein sem fjallar um Ólaf Ragnar Grímsson er eftir Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræðing, ber titilinn „Ólafur, óvissan, óttinn og unga fólkið“, birtist á Sundinni og þar er bent á að óvissan sé einmitt það sem hentar Ólafi Ragnari vel – og ef einhver ali á þessari óvissu, þá sé það einmitt Ólafur Ragnar. „Forsetinn talar ekki bara um óvissu, hann er sjálfur uppspretta óvissu með því að tala óskýrt. Að vera óskýr og skapa óvissu er stjórntæki í pólitískri umræðu. Stjórntækið á sér rætur í leikjafræðum. Með óvissu hefur sá sem henni beitir umtalsvert forskot á aðra um leið og hann getur búið til eftirspurn eftir sjálfum sér.“HugarfarssvindliðOg enn eina nýlega grein má nefna sem fjallar um Ólaf Ragnar og er hún eftir píratann Smára McCarthy. Ummæli hans um að það væri betra fyrir lýðræðið að það væri banani á Bessastöðum en að Ólafur Ragnar Grímsson væri þar áfram. Markviss mislestur leiddi aðdáendur til þeirrar ályktunar að Smári væri að leggja Ólaf Ragnar að jöfnu við banana og uppúr sauð. Smári reit þá grein sem heitir einfaldlega Bananinn. Það sem Smári hins vegar vill meina er að þráseta Ólafs Ragnars í forsetastóli sé beinlínis skaðleg í sjálfu sér.Smári fékk yfir sig holskeflu ókvæðisorða þegar menn töldu hann vera að leggja þá Ólaf Ragnar og banana að jöfnu.„Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið forseti í næstum því tuttugu ár. Í flestum þeim löndum þar sem menn hafa setið í valdastólum í þetta langan tíma er pólitísk afturhaldssemi svo mikil að fólk er löngu hætt að trúa á pólitískar framfarir. Fólk ýmist kýs sama manninn aftur og aftur af gömlum vana, eða það nennir ekki einu sinni að mæta á kjörstað, vitandi að það er ekki val hvort eð er. Þau vita að það breytir engu hvað þau gera, niðurstaðan er fyrirfram ákveðin.“Að mæra Ólaf Ragnar og lofaEn, svo virðist sem það sé sama hversu mjög fólk skrifar og fjallar um þrásetu Ólafs Ragnars, allt verður honum að vopni, ef marka má Gunnar Smára Egilsson ritstjóra sem vill meina að þeim mun ákafar sem menn hamast í forsetanum, þeim mun styrkist staða hans. Sem er býsna mögnuð staða: „Herfræði Ólafs Ragnars byggist á því að særa fram andstæðinga sína svo þeir ráðist á hann með sem mestum skömmum, helst svo miklum að bróðurparti þjóðarinnar ofbjóði og vilji vernda manninn fyrir rökkunum. Hingað til hafa andstæðingar hans spilað með. Því meir sem þeir ráðast á hann því traustara verður fylgi ÓRG. Besta leiðin til að fella Ólaf Ragnar er að allir sem einhver getur flokkað undir elítu mæri hann og lofi,“ skrifar Gunnar Smári á Facebook-síðu sína. Lykilspurningunni er ósvarað: Ætlar Ólafur Ragnar fram á ný eða ekki? Gunnar Smári Egilsson hefur sínar meiningar um forsetaembættið.Herfræði Ólafs Ragnars byggist á því að særa fram andstæðinga sína svo þeir ráðist á hann með sem mestum skömmum, helst...Posted by Gunnar Smári Egilsson on 8. desember 2015 Hrafn Jökulsson veltir fyrir sér hver passi á Bessastaði. Samkvæmisleikur dagsins: Ýmsir eru víst að máta sig við Bessastaði þessa dagana, en Þorgrímur Þráinsson er sá eini sem l...Posted by Hrafn Jökulsson on 6. desember 2015 Forsetakosningar 2016 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Í dag er 7.101 dagur síðan Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti Íslands. Það er ansi langur tími, eiginlega fáránlega langur tími, hvað þá fyrir mann að sitja sem forseti. Tíminn er vissulega afstæður, en tuttugu ár í kjörnu embætti sem þjóðhöfðingi er langt, algjörlega óháð því hvernig viðkomandi hefur staðið sig í starfi.“16 ár var langur tímiSvo ritar Kolbeinn Óttarsson Proppé pistlahöfundur á Kjarnanum í grein undir fyrirsögninni „Að bíða eigin óvinsælda“. Hann rekur ýmsar mótsagnir sem einkenna Ólaf Ragnar Grímsson, að teknu tilliti til orða hans sjálfs árið 1996 þá er hann var kjörinn, varðandi það hversu lengi menn eigi að sitja.Kolbeinn er á því að forsetatíð Ólafs Ragnars sé orðin "mökklöng".„Ég var oft spurður þessarar spurningar í aðdraganda kosninganna og svaraði henni á þann veg að mér fyndist 16 ár vera langur tími. Með fullri virðingu fyrir bæði Vigdísi og Ásgeiri, sem bæði hafa setið í þann tíma, þá finnst mér, sérstaklega í ljósi þeirra öru breytinga sem eru í veröldinni, 16 ár vera svo langt tímaskeið sem ólíklegt sé að forseti og þjóð geti orðið samstiga.“Ólafur Ragnar heldur mönnum í spennitreyjuKjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að fjórum árum liðnum. Forsetakjör fer fram í júní- eða júlímánuði það ár, er kjörtímabil endar. Ólafur Ragnar er fæddur 1943, er nú á sínu fimmta kjörtímabili og hann hefur ítrekað neitað að gefa upp hvort hann ætlar fram á nýjan leik. Segir að það muni koma fram í áramótaávarpi hans. Þannig heldur Ólafur Ragnar mönnum í spennitreyju þeim sem hafa hugsað sér að gefa á sér kost. Eitt er að bjóða sig fram til forseta, annað er að fara fram gegn sitjandi forseta sem ætlar að gefa kost á sér á ný. Sá eini sem gefið hefur sig fram er Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, en hann hafði ekki hugsað sér að gefa út tilkynningu þess efnis fyrr en eftir áramót, en einhver gerði honum grikk, stofnaði kosningasíðu á Facebook í hans nafni; Þorgrímur er ekki maður lyganna og sagði Vísi sem var að hann ætlaði fram.Hverjir koma til greinaEn, hverjir koma til greina aðrir en Þorgrímur Þráinsson og Ólafur Ragnar? Hrafn Jökulsson rithöfundur og skákfrömuður er mikill áhugamaður um kosningar og forsetaembættið og hann efndi um síðustu helgi til samkvæmisleiks á Facebook-síðu sinni, þar sem hann kallar eftir hugmyndum um hver gæti verið kostur í stöðunni?Sigurbjörg segir Ólaf Ragnar ala á óvissunni, óvissu sem er honum sjálfum í hag.VísirÝmsir eru nefndir til sögunnar en svo virðist sem Andri Snær Magnason sé þeim sem þar tjáðu sig ofarlega í huga sem ágætur kostur sem og Bergþór Pálsson. Einhverjir vilja nefna nauðsyn þess að fá konu á Bessastaði og fjölmargir lýstu yfir því að þeim hugnaðist lítt að Ólafur Ragnar verði eftir sem áður forseti landsins.Óvissan verður Ólafi Ragnari að vopniÖnnur nýleg grein sem fjallar um Ólaf Ragnar Grímsson er eftir Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræðing, ber titilinn „Ólafur, óvissan, óttinn og unga fólkið“, birtist á Sundinni og þar er bent á að óvissan sé einmitt það sem hentar Ólafi Ragnari vel – og ef einhver ali á þessari óvissu, þá sé það einmitt Ólafur Ragnar. „Forsetinn talar ekki bara um óvissu, hann er sjálfur uppspretta óvissu með því að tala óskýrt. Að vera óskýr og skapa óvissu er stjórntæki í pólitískri umræðu. Stjórntækið á sér rætur í leikjafræðum. Með óvissu hefur sá sem henni beitir umtalsvert forskot á aðra um leið og hann getur búið til eftirspurn eftir sjálfum sér.“HugarfarssvindliðOg enn eina nýlega grein má nefna sem fjallar um Ólaf Ragnar og er hún eftir píratann Smára McCarthy. Ummæli hans um að það væri betra fyrir lýðræðið að það væri banani á Bessastöðum en að Ólafur Ragnar Grímsson væri þar áfram. Markviss mislestur leiddi aðdáendur til þeirrar ályktunar að Smári væri að leggja Ólaf Ragnar að jöfnu við banana og uppúr sauð. Smári reit þá grein sem heitir einfaldlega Bananinn. Það sem Smári hins vegar vill meina er að þráseta Ólafs Ragnars í forsetastóli sé beinlínis skaðleg í sjálfu sér.Smári fékk yfir sig holskeflu ókvæðisorða þegar menn töldu hann vera að leggja þá Ólaf Ragnar og banana að jöfnu.„Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið forseti í næstum því tuttugu ár. Í flestum þeim löndum þar sem menn hafa setið í valdastólum í þetta langan tíma er pólitísk afturhaldssemi svo mikil að fólk er löngu hætt að trúa á pólitískar framfarir. Fólk ýmist kýs sama manninn aftur og aftur af gömlum vana, eða það nennir ekki einu sinni að mæta á kjörstað, vitandi að það er ekki val hvort eð er. Þau vita að það breytir engu hvað þau gera, niðurstaðan er fyrirfram ákveðin.“Að mæra Ólaf Ragnar og lofaEn, svo virðist sem það sé sama hversu mjög fólk skrifar og fjallar um þrásetu Ólafs Ragnars, allt verður honum að vopni, ef marka má Gunnar Smára Egilsson ritstjóra sem vill meina að þeim mun ákafar sem menn hamast í forsetanum, þeim mun styrkist staða hans. Sem er býsna mögnuð staða: „Herfræði Ólafs Ragnars byggist á því að særa fram andstæðinga sína svo þeir ráðist á hann með sem mestum skömmum, helst svo miklum að bróðurparti þjóðarinnar ofbjóði og vilji vernda manninn fyrir rökkunum. Hingað til hafa andstæðingar hans spilað með. Því meir sem þeir ráðast á hann því traustara verður fylgi ÓRG. Besta leiðin til að fella Ólaf Ragnar er að allir sem einhver getur flokkað undir elítu mæri hann og lofi,“ skrifar Gunnar Smári á Facebook-síðu sína. Lykilspurningunni er ósvarað: Ætlar Ólafur Ragnar fram á ný eða ekki? Gunnar Smári Egilsson hefur sínar meiningar um forsetaembættið.Herfræði Ólafs Ragnars byggist á því að særa fram andstæðinga sína svo þeir ráðist á hann með sem mestum skömmum, helst...Posted by Gunnar Smári Egilsson on 8. desember 2015 Hrafn Jökulsson veltir fyrir sér hver passi á Bessastaði. Samkvæmisleikur dagsins: Ýmsir eru víst að máta sig við Bessastaði þessa dagana, en Þorgrímur Þráinsson er sá eini sem l...Posted by Hrafn Jökulsson on 6. desember 2015
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira