Skárra að vera fastur í París en í einhverju krummaskuði í Þýskalandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. desember 2015 06:00 Róbert Gunnarsson er í ákveðinni klemmu í Frakklandi þar sem hann fær ekkert að spila og mun líklega ekki fá að spila neitt næstu mánuðina. Vísir/Getty Línumaðurinn Róbert Gunnarsson á ekki upp á pallborðið hjá þjálfaranum sínum hjá PSG, Noka Serdarusic. Sá hefur ekkert notað Róbert síðustu vikur og tjáði svo fjölmiðlum um helgina að Róbert færi frá félaginu næsta sumar. „Ég spilaði síðast handbolta með landsliðinu,“ segir Róbert þar sem hann sat í mestu makindum á kaffihúsi í París og naut lífsins. „Þetta er reynsla sem ég verð að glíma við. Maður verður að geta tekist á við lægðirnar eins og maður gleðst yfir hæðunum. Þetta er mitt hlutverk núna.“Þjálfarinn talaði ekki við migÞótt búið sé að taka ákvörðun um framtíð Róberts hjá félaginu þá var félagið ekki að hafa fyrir því að ræða málið við línumanninn sterka. „Hann talaði ekkert við mig. Ég sá þetta bara á netinu. Þetta kom mér svo sem ekkert á óvart. Allt sem hann sagði var ekkert nýtt svo sem. Það er hans val að nota tvo aðra leikmenn frekar en mig. Ég verð bara að virða það þó svo ég sé eðlilega ekki sammála þessu vali hans,“ segir Róbert yfirvegaður. Hann er lítið farinn að spá í framhaldið. Hvort hann reyni að fá sig lausan sem fyrst eða hvort hann klári tímabilið á tréverkinu í París. „Ef það kemur eitthvað upp á borðið þá myndi ég auðvitað skoða það. Ég býst samt fastlega við því að ég verði hérna út tímabilið. Ég er með alla fjölskylduna hér og þar eru allir í sínu. Svo er líka dásamlegt að vera hérna. Það er skárra að vera fastur í svona stöðu í París en í einhverju krummaskuði í Þýskalandi,“ segir línumaðurinn jákvæður. Eðlilega er Róbert aðeins farinn að íhuga hvar hann vilji helst spila handbolta næstu árin en hann hefur spilað í Danmörku, Þýskalandi og svo Frakklandi. „Maður er kannski ekki opinn fyrir öllu en ég skoða það sem kemur upp á borð hjá mér. Það kemur til greina að vera áfram í Frakklandi en ég er minna spenntur fyrir Þýskalandi. Okkur leið svo mjög vel í Danmörku.“Nýt tímans með landsliðinu Þar sem línumaðurinn fær nánast ekkert að spila þá er kannski meiri tilhlökkun í Róberti en öðrum að komast á EM í Póllandi þar sem hann mun fá að spila handbolta loksins. „Það er um að gera að njóta þess áfram að vera í landsliðinu því maður veit aldrei hversu langur landsliðsferillinn verður. Eins og staðan er í dag er skrokkurinn fínn. Ég ætla að njóta þess að vera með strákunum í janúar og bíð gríðarlega spenntur eftir því að koma til móts við liðið. Er maður eldist fer maður að njóta þess meira og átta sig á þeim forréttindum sem það er að spila með landsliðinu.“ Eftir hryðjuverkaárásirnar í París hefur lífið aðeins breyst hjá Róberti og umgjörðin í kringum liðið. „Það var góð öryggisgæsla í kringum liðið fyrir og hún er orðin enn meiri núna. Það er reynt að láta okkur finna sem minnst fyrir þessu.“ EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira
Línumaðurinn Róbert Gunnarsson á ekki upp á pallborðið hjá þjálfaranum sínum hjá PSG, Noka Serdarusic. Sá hefur ekkert notað Róbert síðustu vikur og tjáði svo fjölmiðlum um helgina að Róbert færi frá félaginu næsta sumar. „Ég spilaði síðast handbolta með landsliðinu,“ segir Róbert þar sem hann sat í mestu makindum á kaffihúsi í París og naut lífsins. „Þetta er reynsla sem ég verð að glíma við. Maður verður að geta tekist á við lægðirnar eins og maður gleðst yfir hæðunum. Þetta er mitt hlutverk núna.“Þjálfarinn talaði ekki við migÞótt búið sé að taka ákvörðun um framtíð Róberts hjá félaginu þá var félagið ekki að hafa fyrir því að ræða málið við línumanninn sterka. „Hann talaði ekkert við mig. Ég sá þetta bara á netinu. Þetta kom mér svo sem ekkert á óvart. Allt sem hann sagði var ekkert nýtt svo sem. Það er hans val að nota tvo aðra leikmenn frekar en mig. Ég verð bara að virða það þó svo ég sé eðlilega ekki sammála þessu vali hans,“ segir Róbert yfirvegaður. Hann er lítið farinn að spá í framhaldið. Hvort hann reyni að fá sig lausan sem fyrst eða hvort hann klári tímabilið á tréverkinu í París. „Ef það kemur eitthvað upp á borðið þá myndi ég auðvitað skoða það. Ég býst samt fastlega við því að ég verði hérna út tímabilið. Ég er með alla fjölskylduna hér og þar eru allir í sínu. Svo er líka dásamlegt að vera hérna. Það er skárra að vera fastur í svona stöðu í París en í einhverju krummaskuði í Þýskalandi,“ segir línumaðurinn jákvæður. Eðlilega er Róbert aðeins farinn að íhuga hvar hann vilji helst spila handbolta næstu árin en hann hefur spilað í Danmörku, Þýskalandi og svo Frakklandi. „Maður er kannski ekki opinn fyrir öllu en ég skoða það sem kemur upp á borð hjá mér. Það kemur til greina að vera áfram í Frakklandi en ég er minna spenntur fyrir Þýskalandi. Okkur leið svo mjög vel í Danmörku.“Nýt tímans með landsliðinu Þar sem línumaðurinn fær nánast ekkert að spila þá er kannski meiri tilhlökkun í Róberti en öðrum að komast á EM í Póllandi þar sem hann mun fá að spila handbolta loksins. „Það er um að gera að njóta þess áfram að vera í landsliðinu því maður veit aldrei hversu langur landsliðsferillinn verður. Eins og staðan er í dag er skrokkurinn fínn. Ég ætla að njóta þess að vera með strákunum í janúar og bíð gríðarlega spenntur eftir því að koma til móts við liðið. Er maður eldist fer maður að njóta þess meira og átta sig á þeim forréttindum sem það er að spila með landsliðinu.“ Eftir hryðjuverkaárásirnar í París hefur lífið aðeins breyst hjá Róberti og umgjörðin í kringum liðið. „Það var góð öryggisgæsla í kringum liðið fyrir og hún er orðin enn meiri núna. Það er reynt að láta okkur finna sem minnst fyrir þessu.“
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira