Kári Árnason verður fyrirliði á móti Real Madrid á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2015 18:12 Kári Árnason í leik á móti PSG. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason mun leiða sitt lið út á Santiago Bernabeu annað kvöld þegar Malmö mætir Real Madrid í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta. Markus Rosenberg, framherji og fyrirliði Malmö-liðsins, verður ekki með í leiknum á morgun og mun Kári taka við bandinu þar sem miðvörðurinn Rasmus Bengtsson er líka fjarri góðu gamni. Kári Árnason er á sínu fyrsta tímabili með Malmö FF en hann kom til liðsins í sumar frá enska b-deildarliðinu Rotherham United. „Ef menn gera sömu mistökin aftur og aftur þá læt ég þá heyra það," viðurkennir Kári Árnason í viðtali við Expressen. „Menn verða meiri leiðtogar með meiri reynslu. Þú reynir alltaf að leiðrétta liðsfélagana ef að þú sérð að þeir eru að gera vitleysur. Menn verða að geta tekið gagnrýni ef menn gera hlutina vitlaust," sagði Kári. Hann segir leiðtogahlutverkið koma að sjálfu sér. „Ég hugsa ekki um það. Ég hef ekki þá markmið eða á stefnuskránni að vera leiðtogi. Ég er bara ég sjálfur og vil að allt gangi sem best. Minn styrkleiki liggur í því að stjórn á varnarlínunni. Ég geri það hjá íslenska landsliðinu og reyni að gera það líka hjá Malmö," sagði Kári. „Ég er kannski ekki sá hæfileikaríkasti í fótbolta og verð því að leggja ofurkapp á að gera aðra hluti sem best," sagði Kári. Hann fékk strax ábyrgðarhlutverk hjá sænska liðinu. „Það er nauðsynlegt fyrir mig að láta í mér heyra hjá Malmö því við erum með ungt lið. Það er bara ég og Rosenberg sem eru komnir yfir þrítugt," sagði Kári. En hvað þýðir það fyrir hann að vera fyrirliði á móti Real Madrid á morgun. „Fyrirliðabandið skiptir í raun engu máli því ég mun áfram reyna að gera mitt besta. Það gefur mér samt aðeins meiri ábyrgð og það er gaman að fá að vera fyrirliði," sagði Kári. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason mun leiða sitt lið út á Santiago Bernabeu annað kvöld þegar Malmö mætir Real Madrid í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta. Markus Rosenberg, framherji og fyrirliði Malmö-liðsins, verður ekki með í leiknum á morgun og mun Kári taka við bandinu þar sem miðvörðurinn Rasmus Bengtsson er líka fjarri góðu gamni. Kári Árnason er á sínu fyrsta tímabili með Malmö FF en hann kom til liðsins í sumar frá enska b-deildarliðinu Rotherham United. „Ef menn gera sömu mistökin aftur og aftur þá læt ég þá heyra það," viðurkennir Kári Árnason í viðtali við Expressen. „Menn verða meiri leiðtogar með meiri reynslu. Þú reynir alltaf að leiðrétta liðsfélagana ef að þú sérð að þeir eru að gera vitleysur. Menn verða að geta tekið gagnrýni ef menn gera hlutina vitlaust," sagði Kári. Hann segir leiðtogahlutverkið koma að sjálfu sér. „Ég hugsa ekki um það. Ég hef ekki þá markmið eða á stefnuskránni að vera leiðtogi. Ég er bara ég sjálfur og vil að allt gangi sem best. Minn styrkleiki liggur í því að stjórn á varnarlínunni. Ég geri það hjá íslenska landsliðinu og reyni að gera það líka hjá Malmö," sagði Kári. „Ég er kannski ekki sá hæfileikaríkasti í fótbolta og verð því að leggja ofurkapp á að gera aðra hluti sem best," sagði Kári. Hann fékk strax ábyrgðarhlutverk hjá sænska liðinu. „Það er nauðsynlegt fyrir mig að láta í mér heyra hjá Malmö því við erum með ungt lið. Það er bara ég og Rosenberg sem eru komnir yfir þrítugt," sagði Kári. En hvað þýðir það fyrir hann að vera fyrirliði á móti Real Madrid á morgun. „Fyrirliðabandið skiptir í raun engu máli því ég mun áfram reyna að gera mitt besta. Það gefur mér samt aðeins meiri ábyrgð og það er gaman að fá að vera fyrirliði," sagði Kári.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira