Allt að smella fyrir komu flóttafólksins Una Sighvatsdóttir skrifar 6. desember 2015 20:00 Sex sýrlenskra flóttafjölskyldur sem koma hingað í desember munu búa í Hafnarfirði og Kópavogi. Rauði krossinn er með opið hús í dag og á morgun fyrir almenning á höfuðborgarsvæðinu sem vill gefa flóttafólkinu eigulega muni til daglegs lífs. „Sveitarfélögin sjá um að útvega íbúðir fyrir fólkið og hlutverk Rauða krossins er meðal annars að safna húsbúnaði og húsgögnum og útbúa íbúðina fyrir fólkið þannig að þegar það labbar inn sé það bara komið inn á nýja heimilið sitt, nokkrum dögum fyrir jól," segir Ragnar Þorvarðarson varaformaður Rauða krossins í Reykjavík.Mikill velvilji í samfélaginu Nú þegar er búið að bjóða fram flest þau húsgögn sem vantaði og er nú unnið að því að sækja þau og raða saman í myndarlegar búslóðir fyrir sex fullbúin heimili. Ekki er því óskað eftir fleiri húsgögnum í bili en Rauði krossinn hefur óskað eftir vel með förnum húsbúnaði, svo sem lömpum og speglum, auk þess sem leikföngum er tekið fagnandi því í fjölskyldunum eru mörg börn á ýmsum aldri. Og almenningur lét ekki á sér standa í dag. „Það er virkilega gaman að sjá hvað það er mikill velvilji í samfélaginu gagnvart komu þessa fólks. Við sjáum það hér að fólk er að koma með mjög fallega hluti, af því það vill taka þátt í því að búa til heimili fyrir þetta fólk sem kemur hingað allslaust," segir Ragnar. Það er mikil vinna að útbúa sex fjölskyldum heimili og nú eru rétt tæpar þrjár vikur til stefnu ef áætlanir um komu flóttafólksins ganga eftir. „Það er heilmikið að gera til að undirbúa komu fólksins en eins og einhver sagði þá vinna margar hendur létt verk," segir Ragnar. „Við í raun og veru erum það heppin að það er bara nánast allt að smella saman." Flóttamenn Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Sex sýrlenskra flóttafjölskyldur sem koma hingað í desember munu búa í Hafnarfirði og Kópavogi. Rauði krossinn er með opið hús í dag og á morgun fyrir almenning á höfuðborgarsvæðinu sem vill gefa flóttafólkinu eigulega muni til daglegs lífs. „Sveitarfélögin sjá um að útvega íbúðir fyrir fólkið og hlutverk Rauða krossins er meðal annars að safna húsbúnaði og húsgögnum og útbúa íbúðina fyrir fólkið þannig að þegar það labbar inn sé það bara komið inn á nýja heimilið sitt, nokkrum dögum fyrir jól," segir Ragnar Þorvarðarson varaformaður Rauða krossins í Reykjavík.Mikill velvilji í samfélaginu Nú þegar er búið að bjóða fram flest þau húsgögn sem vantaði og er nú unnið að því að sækja þau og raða saman í myndarlegar búslóðir fyrir sex fullbúin heimili. Ekki er því óskað eftir fleiri húsgögnum í bili en Rauði krossinn hefur óskað eftir vel með förnum húsbúnaði, svo sem lömpum og speglum, auk þess sem leikföngum er tekið fagnandi því í fjölskyldunum eru mörg börn á ýmsum aldri. Og almenningur lét ekki á sér standa í dag. „Það er virkilega gaman að sjá hvað það er mikill velvilji í samfélaginu gagnvart komu þessa fólks. Við sjáum það hér að fólk er að koma með mjög fallega hluti, af því það vill taka þátt í því að búa til heimili fyrir þetta fólk sem kemur hingað allslaust," segir Ragnar. Það er mikil vinna að útbúa sex fjölskyldum heimili og nú eru rétt tæpar þrjár vikur til stefnu ef áætlanir um komu flóttafólksins ganga eftir. „Það er heilmikið að gera til að undirbúa komu fólksins en eins og einhver sagði þá vinna margar hendur létt verk," segir Ragnar. „Við í raun og veru erum það heppin að það er bara nánast allt að smella saman."
Flóttamenn Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira