Allt að smella fyrir komu flóttafólksins Una Sighvatsdóttir skrifar 6. desember 2015 20:00 Sex sýrlenskra flóttafjölskyldur sem koma hingað í desember munu búa í Hafnarfirði og Kópavogi. Rauði krossinn er með opið hús í dag og á morgun fyrir almenning á höfuðborgarsvæðinu sem vill gefa flóttafólkinu eigulega muni til daglegs lífs. „Sveitarfélögin sjá um að útvega íbúðir fyrir fólkið og hlutverk Rauða krossins er meðal annars að safna húsbúnaði og húsgögnum og útbúa íbúðina fyrir fólkið þannig að þegar það labbar inn sé það bara komið inn á nýja heimilið sitt, nokkrum dögum fyrir jól," segir Ragnar Þorvarðarson varaformaður Rauða krossins í Reykjavík.Mikill velvilji í samfélaginu Nú þegar er búið að bjóða fram flest þau húsgögn sem vantaði og er nú unnið að því að sækja þau og raða saman í myndarlegar búslóðir fyrir sex fullbúin heimili. Ekki er því óskað eftir fleiri húsgögnum í bili en Rauði krossinn hefur óskað eftir vel með förnum húsbúnaði, svo sem lömpum og speglum, auk þess sem leikföngum er tekið fagnandi því í fjölskyldunum eru mörg börn á ýmsum aldri. Og almenningur lét ekki á sér standa í dag. „Það er virkilega gaman að sjá hvað það er mikill velvilji í samfélaginu gagnvart komu þessa fólks. Við sjáum það hér að fólk er að koma með mjög fallega hluti, af því það vill taka þátt í því að búa til heimili fyrir þetta fólk sem kemur hingað allslaust," segir Ragnar. Það er mikil vinna að útbúa sex fjölskyldum heimili og nú eru rétt tæpar þrjár vikur til stefnu ef áætlanir um komu flóttafólksins ganga eftir. „Það er heilmikið að gera til að undirbúa komu fólksins en eins og einhver sagði þá vinna margar hendur létt verk," segir Ragnar. „Við í raun og veru erum það heppin að það er bara nánast allt að smella saman." Flóttamenn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Sex sýrlenskra flóttafjölskyldur sem koma hingað í desember munu búa í Hafnarfirði og Kópavogi. Rauði krossinn er með opið hús í dag og á morgun fyrir almenning á höfuðborgarsvæðinu sem vill gefa flóttafólkinu eigulega muni til daglegs lífs. „Sveitarfélögin sjá um að útvega íbúðir fyrir fólkið og hlutverk Rauða krossins er meðal annars að safna húsbúnaði og húsgögnum og útbúa íbúðina fyrir fólkið þannig að þegar það labbar inn sé það bara komið inn á nýja heimilið sitt, nokkrum dögum fyrir jól," segir Ragnar Þorvarðarson varaformaður Rauða krossins í Reykjavík.Mikill velvilji í samfélaginu Nú þegar er búið að bjóða fram flest þau húsgögn sem vantaði og er nú unnið að því að sækja þau og raða saman í myndarlegar búslóðir fyrir sex fullbúin heimili. Ekki er því óskað eftir fleiri húsgögnum í bili en Rauði krossinn hefur óskað eftir vel með förnum húsbúnaði, svo sem lömpum og speglum, auk þess sem leikföngum er tekið fagnandi því í fjölskyldunum eru mörg börn á ýmsum aldri. Og almenningur lét ekki á sér standa í dag. „Það er virkilega gaman að sjá hvað það er mikill velvilji í samfélaginu gagnvart komu þessa fólks. Við sjáum það hér að fólk er að koma með mjög fallega hluti, af því það vill taka þátt í því að búa til heimili fyrir þetta fólk sem kemur hingað allslaust," segir Ragnar. Það er mikil vinna að útbúa sex fjölskyldum heimili og nú eru rétt tæpar þrjár vikur til stefnu ef áætlanir um komu flóttafólksins ganga eftir. „Það er heilmikið að gera til að undirbúa komu fólksins en eins og einhver sagði þá vinna margar hendur létt verk," segir Ragnar. „Við í raun og veru erum það heppin að það er bara nánast allt að smella saman."
Flóttamenn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira