Cleveland tapaði öðrum leiknum í röð þrátt fyrir stórleik LeBron Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. desember 2015 11:30 Anthony Davis leikur hér á Kevin Love, leikmann Cleveland Cavaliers í leiknum í nótt. Vísir/getty Þrátt fyrir að LeBron James hafi skorað 23 stig og unnið upp á eigin spýtur 16 stiga forskot New Orleans Pelicans tókst Cleveland Cavaliers ekki að leggja eitt af lélegari liðum deildarinnar af velli í nótt. LeBron sem hafði hægt um sig í fyrstu þremur leikhlut leiksins steig upp í fjórða leikhluta og kom Cleveland Cavaliers yfir skömmu fyrir leikslok með 23 stigi sínu í leikhlutanum. Skoraði hann 23 af 28 stigum Cleveland í leikhlutanum og meira en New Orleans í leikhlutanum (21). Jrue Holiday jafnaði metin fyrir Pelicans níu sekúndum fyrir lok leiksins og tókst LeBron James ekki að nýta lokaskot leiksins og þurfti því á framlengingu að halda. Heimamenn voru mun sterkari í framlengingunni og unnu að lokum sex stiga sigur en Cleveland skoraði aðeins þrjú stig í framlengingunni. Houston Rockets vann gríðarlega mikilvægan sigur á Dallas Mavericks þrátt fyrir að Dwight Howard, miðherji liðsins, hafi ekki tekið þátt í leiknum. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu máttu Houston Rockets varla við því að tapa leik gegn liði í Vesturdeildinni og tókst leikmönnum liðsins að halda út þrátt fyrir ágætis tilraunir leikmanna Dallas Mavericks. Líkt og oft áður fór James Harden fyrir liði Houston Rockets en hann gældi við þrefalda tvennu með 25 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Í liði Dallas sýndi Deron Williams gamla og góða takta með 22 stig og var stigahæstur í liðinu.Kobe kveður NBA-deildina í vor en áhorfendur Atlanta tóku vel á móti honum í nótt.Vísir/GettyÍ Atlanta náðu leikmenn Los Angeles Lakers að stríða heimamönnum í þrettán stiga tapi en leikmönnum Lakers tókst að minnka muninn niður í fjögur stig stuttu fyrir leikslok eftir að hafa verið átján stigum undir. Lengra komust leikmenn Los Angeles Lakers ekki og vann Atlanta Hawks að lokum öruggan þrettán stiga sigur eftir góða rispu á lokamínútum leiksins. Kobe Bryant sem var að leika í síðasta sinn í Atlanta hitti illa í leiknum en hann hitti aðeins úr fjórum af 19 skotum sínum og lauk leik með 14 stig. Í Madison Squere Garden unnu Carmelo Anthony og félagar í New York Knicks borgarslaginn gegn Brooklyn Nets sannfærandi 108-91 en þetta var annar sigurleikur liðsins í röð. Leikmenn Knicks voru í miklu stuði í upphafi leiks og voru með 21 stiga forskot að fyrsta leikhluta loknum í stöðunni 42-21. Leikmönnum Nets tókst aðeins að klóra í bakkann í fjórða leikhluta en voru aldrei nálægt því að ógna forskoti Knicks. Carmelo Anthony var atkvæðamestur í liði Knicks með 28 stig en nýliðinn Kristaps Porzingis bætti við 19 stigum og tók tíu fráköst. Bræðurnir Brook og Robin Lopez mættust í leiknum en Brook hafði betur í baráttu bræðrana þrátt fyrir stórt tap Nets. Hér fyrir neðan má sjá myndband með bestu tilþrifum kvöldsins ásamt samantekt frá baráttu LeBron James og Anthony Davis í leik Cleveland og New Orleans.Úrslit gærkvöldsins: New York Knicks 108-91 Brooklyn Nets Washington Wizards 109-106 Phoenix Suns Detroit Pistons 99-94 Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 100-87 Los Angeles Lakers Dallas Mavericks 96-100 Houston Rockets New Orleans Pelicans 114-108 Cleveland Cavaliers NBA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira
Þrátt fyrir að LeBron James hafi skorað 23 stig og unnið upp á eigin spýtur 16 stiga forskot New Orleans Pelicans tókst Cleveland Cavaliers ekki að leggja eitt af lélegari liðum deildarinnar af velli í nótt. LeBron sem hafði hægt um sig í fyrstu þremur leikhlut leiksins steig upp í fjórða leikhluta og kom Cleveland Cavaliers yfir skömmu fyrir leikslok með 23 stigi sínu í leikhlutanum. Skoraði hann 23 af 28 stigum Cleveland í leikhlutanum og meira en New Orleans í leikhlutanum (21). Jrue Holiday jafnaði metin fyrir Pelicans níu sekúndum fyrir lok leiksins og tókst LeBron James ekki að nýta lokaskot leiksins og þurfti því á framlengingu að halda. Heimamenn voru mun sterkari í framlengingunni og unnu að lokum sex stiga sigur en Cleveland skoraði aðeins þrjú stig í framlengingunni. Houston Rockets vann gríðarlega mikilvægan sigur á Dallas Mavericks þrátt fyrir að Dwight Howard, miðherji liðsins, hafi ekki tekið þátt í leiknum. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu máttu Houston Rockets varla við því að tapa leik gegn liði í Vesturdeildinni og tókst leikmönnum liðsins að halda út þrátt fyrir ágætis tilraunir leikmanna Dallas Mavericks. Líkt og oft áður fór James Harden fyrir liði Houston Rockets en hann gældi við þrefalda tvennu með 25 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Í liði Dallas sýndi Deron Williams gamla og góða takta með 22 stig og var stigahæstur í liðinu.Kobe kveður NBA-deildina í vor en áhorfendur Atlanta tóku vel á móti honum í nótt.Vísir/GettyÍ Atlanta náðu leikmenn Los Angeles Lakers að stríða heimamönnum í þrettán stiga tapi en leikmönnum Lakers tókst að minnka muninn niður í fjögur stig stuttu fyrir leikslok eftir að hafa verið átján stigum undir. Lengra komust leikmenn Los Angeles Lakers ekki og vann Atlanta Hawks að lokum öruggan þrettán stiga sigur eftir góða rispu á lokamínútum leiksins. Kobe Bryant sem var að leika í síðasta sinn í Atlanta hitti illa í leiknum en hann hitti aðeins úr fjórum af 19 skotum sínum og lauk leik með 14 stig. Í Madison Squere Garden unnu Carmelo Anthony og félagar í New York Knicks borgarslaginn gegn Brooklyn Nets sannfærandi 108-91 en þetta var annar sigurleikur liðsins í röð. Leikmenn Knicks voru í miklu stuði í upphafi leiks og voru með 21 stiga forskot að fyrsta leikhluta loknum í stöðunni 42-21. Leikmönnum Nets tókst aðeins að klóra í bakkann í fjórða leikhluta en voru aldrei nálægt því að ógna forskoti Knicks. Carmelo Anthony var atkvæðamestur í liði Knicks með 28 stig en nýliðinn Kristaps Porzingis bætti við 19 stigum og tók tíu fráköst. Bræðurnir Brook og Robin Lopez mættust í leiknum en Brook hafði betur í baráttu bræðrana þrátt fyrir stórt tap Nets. Hér fyrir neðan má sjá myndband með bestu tilþrifum kvöldsins ásamt samantekt frá baráttu LeBron James og Anthony Davis í leik Cleveland og New Orleans.Úrslit gærkvöldsins: New York Knicks 108-91 Brooklyn Nets Washington Wizards 109-106 Phoenix Suns Detroit Pistons 99-94 Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 100-87 Los Angeles Lakers Dallas Mavericks 96-100 Houston Rockets New Orleans Pelicans 114-108 Cleveland Cavaliers
NBA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira